Fćrsluflokkur: Ljóđ

Tálsýn.....

Drungi í höfđi mér
hugsunin splundrast
inn í óravíđáttuna!
 
Tilveran hlćr og skopast.
Teymir mig á
asnaeyrunum.
 
Sýnir mér myndir,
bregđur upp fallegri sýn,
ađeins til ađ
myrkva hana á ný!
 
Lagleg tálsýn mín,
leiđir mig í annan heim inn.
Veröld sem snýr fallegri
ásjónu sinni ađ mér! 

Allumlykjandi hagvöxtur....eđa ekki?

Er veröldin grá međ bláum röndum,
upplýst neonskilti í húminu.
Síđustu dreggjar alvöru kaffisins hverfa úr minni.
Angist mín kannski ástćđulaus, nýr framfaratími í uppsiglingu.
Hagvöxtur hugans, súluritin svífa í hćđir,
kappsamleg framleiđsla í viti firrtum heimi.
Og menn segja bara; hvađa blekbull er ţetta sem vellur hér um
allar koppagrundir?
Hvergi friđur fyrir lausnurum heimsins.
Menn sem ćtla ađ leysa allan vanda međ prósa og
angurvćrum ljóđum um ástina.
En ekkert skal stöđva hagvöxtin,
framleiđum fram í rauđan dauđann. 

Skemmtun!

Gćti hafa gerst á kvöldi svipuđu ţví sem nú, stormur, rigning, slydda.
Reykjavík fyrir hartnćr tveimur áratugum......
 
Skemmtun.
 
Skrýđist hempu blekkingarinnar. Set upp upp eina af hinum liztitilegu grímum.
Helli í mig miđi, svo talandinn verđi sannfćrandi.
Reyni ađ sýna í augunum ástleitinn bjarma, logandi órar!
Stenka á mig rakspíra "Passion". Pússa skóna, gleymi ekki ađ konur,
alvöru konur líta á skóna.
Fínar buxur, skyrta í stíl, silkibindi, töff leđurjakki.
Svalur gći! Helli í mig meiri miđi.
Passađu ţig strákur (!) konur líta ekki á slefandi fulla bjána,
hversu flottir sem ţeir eru í tauinu.
Rigning, tek leigubíl, beint á veiđilendur hugaróranna.
Biđröđ, mjög löng biđröđ, stend úti viđ götu, trođningur í röđinni,
ýtt harkalega viđ mér, hrasa út á götu, nćstum í veg fyrir bíl.
Bílstjórinn rétt nćr ađ sveigja hjá, en ć nei, pollur, gusurnar ganga yfir mig,
rennandi, upp úr - niđur úr, öskra!
Öll röđin beljast um í hlátrasköllum, ţvílíkt ástand, rölti heim,
sjálfsvirđingu rúin.
Ó, ţvílík útreiđ, ţvílíkt kvöld! 
 



......um sólu

Löngun í himnaríkishćđir
í einu hendingskasti.
Hverfast í spuna fullnćgjunnar.
Sökkva í haf óendanleikans.
Koma aldrei aftur.
Hverfa á braut um sólu hvata! 

Hljómurinn....

I.
 
Ţađ hljómar, í höfđinu glymur,
tónverk í smíđum.
Tónlist úr húsi ţagnarinnar.
Ferđast í huganum um land tćkifćranna,
finna blć hins hamingjuríka friđar.
 
II.
 
Löngun mín nćr í ţriggja metra radíus.
Teygi mig, reyni ađ snerta hiđ ósnertanlega.
Upplifanir í sýnd og reynd.
Hjóm mig lćt tćla, inn í hugann,
ţar sem skapa nýjan sýndarveruleika. 

Flótti úr nútímanum! (Gamalt úr skúffunni.)

Undirbúningur undir lífiđ á galeiđunni.
Spurning um vímu, deyfa hugann eitt andans augnablik.
Setja upp rétta svipmótiđ.
Augnablik, hvernig blása vindar í kvöld.
Gengur rautt eđa kannski svart.
Heimur á flótta, kapphlaup í gin heimskunnar.
Ná upp hrađa sem hćgt er ađ vera sćmdur af.
Bruna á mót geggjuninni, kemur hún svo sem ekki nógu snemma? 
Glađhlakkalegir púkar sitja á öxlum okkar, skemmta sér vel.
Leikhús fáránleikans, líf í trylltum dansi. Sviđsmynd öfganna.
Tónfall síbyljunnar. Hringlar orđiđ í hausnum á ţér vinur.
Er gangverkiđ fariđ ađ skrölta!
Og ţig byrjar ađ dreyma paradísarlífiđ, sem er viđsnúningur
á núverandi líf.
Gulur sandur, húla - húla meyjar sem dansa innan um pálmatréin.
En draumar eru oft loftbólur.
Svo ţú ferđ og reynir ađ ná sambandi viđ hinn heiminn, ţú veist,
fréttir úr eftirlífinu, ferđ á skyggnilýsingu. 
Halló - halló er í salnum einhver sem ţekkir BOND - JAMES?
Augnablik! Ţetta gengur ekki.
Ferđ í ţriggja áfanga handayfirlagningu.
Rifja upp fyrri líf ţín. Kannski gerđist eitthvađ spennandi ţar.
Kannski varstu LEIFUR hinn HEPPNI og fannst ţá VÍNLAND hiđ góđa.
Áttirđu smá ástarćfintýri međ indiánaskvísum?
En hvađ gagnast manni minningar úr fyrra?
Kaffi í bolla / drekk / ţrjá hringi réttsćlis yfir höfđinu, smá
andardrátt í bollann, ţurrkann á ofni.
Kerling međ slćđu á höfđi, hringlandi armbönd.
Eđla frú, sérđu eitthvađ í bollanum.
Já, ég sé ferđalag og mikla peninga á nćstunni. 
Virkilega, núna fljótlega? 
Já, mjög fljótlega!
Svo ţú gengur út í gleđivímu. Loksins - loksins.
Er dyrnar lokast á hćla ţér stígur spákonan gleđidans.
Pakkar niđur í töskur, pantar leigara.
Keflavíkurflugvöll takk, međ hrađi.
Já, hún stundar gjöfula atvinnugrein! 
 
 

Minningar um ókomin ár!

Leiftur skilnings í órannsökuđum hugarfylgsnum okkar.
En ekki bćrist hár í úlfaţytnum.
Ţó eru mörg ljón, margar átyllur til ađ gera ekkert.
Viđ stöndum undir klettum, á strönd, horfum á mánann,
horfumst í augu, syndum á haf út.
Ekkert spyrst, lifum í minningunni, gerum vart viđ
okkur í draumum! 

...međ blćnum

Hún kemur međ blćnum, utan af sjónum,
víman, smygluđ vara af kaupskipi
martrađarinnar.
Límist viđ, skríđur, sprettir upp
heilanum, hleypir löngununum út,
ćsir, tryllir, tekur flugiđ á lendur
framtíđarinnar, í óútskýranlegum
litaafbrigđum. 

Gamlir prósar úr skúffunni!

Og tíminn líđur hjá,
rétt eins og fljótiđ.
Rennur í lygnu, og allt í einu
steypist ţađ um gljúfrin.
Ást og vćntingar, löngun og veruleiki.
Skin sólar í huganum,
lýsir upp skúmaskotin.
Hrekur drauga einsemdar og brjálćđis
fram í sviđsljósiđ,
hvar ţeir stíga dans,
léttan rćl.
Diskóbyltingin liđinn hjá,
rólegur zambataktur tćtir upp kynórana.
Ćfintýri í nóttinni!

 
 
-------------------------------------------------------------
------------------------------------------------------------- 
 
Spyrst út um hagi
ţína í vođa veröld.
Ţegar tjald er dregiđ fyrir huga
mitt í  blóma ţínum.
Ţegar hugmyndir helst fćđast,
ţroskinn ađ skila sér.
En ţá hverfa í heim
tilhćfulausan, geggjađan.
Skref fyrir skref í áttina ađ
algleymi hugóranna. 

Sólris.... (Prósi)

Minnist tíma ţá allt lék í lyndi,
eindrćgni ríkti og fuglar sungu á grein.
Nú greinist allt í ađrar áttir og vart ađ mađur
átti sig á nokkrum hlut sem í hlutarins eđli
er ekki svo óeđlilegt miđađ viđ ađ allt var
vitlaust greint í upphafi.
Ţađ voru ekki fuglar sem sungu á stakri grein
heldur greinilega tenórar af Guđs náđ og friđi
sem brýndu raddir sínar viđ upprisu sólar
í landi drauma minna.......... 
 

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband