Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Að finna ástæður til árása.

Ætlar þeim að takast að finna sér ástæðu til árása á Íran, Tækifæri sem heimsvaldasjúkir ráðamenn USA og UK hafa verið að bíða eftir. Næsta víst að ef farið verður í átök við Íran mun það verða upphaf þriðju heimsstyrjaldarinnar. Að sjálfsögðu verður árásarbandalagi Nató beitt í þessari aðför eins vani er orðinn, og við Íslendingar verðum enn eina ferðina meðsek í árásarhernaði á sjálfstæða fullvalda þjóð. Megi allar góðar vættir verða að liði í að koma í veg fyrir þetta gerræði. Það er hægt að koma í veg fyrir þetta, það er hægt að breyta móður jörð, okkar eina heimili í paradís ef við viljum. Fleiri og fleiri jarðarbúar, bræður okkar og systur eru að vakna upp af mókinu, sjá í gegnum blekkingarvef hinna ráðandi afla í heiminum. Við erum mörg, afl okkar mikið, með jákvæðni að leiðarljósi og vilja til réttlætis öllum til handa getum við breytt sögunni. Það er ekki náttúrulögmál að hlutirnir þurfi að vera eins og þeir hafa verið hingað til. Við getum tekið ákvarðanir sem stuðla að breyttri heimsmynd ef við viljum og ég held að við viljum það flest.
mbl.is Olíuverð hækkar vegna spennu í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Land guðs.

Gunnar Dal, blessuð sé minning hans, hélt þeirri skoðun á lofti að í raun hefði eyjan okkar verið þekkt áður en norrænir menn settust hér að. Og að nafn eyju vorrar Island, merkti í raun; Land guðs.
mbl.is Í vetrarklæðum úr geimnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef stjórnin fellur.

Væri þá ekki ráð að reyna að setja saman einhverskonar starfstjórn. Velja saman sæmilega hæft fólk úr sem flestum geirum atvinnulífsins. Stjórn sem myndi starfa saman í einhvern ákveðin reynslutíma og fengi það erfiða hlutverk að reyna að sigla þjóðarskútunni á friðsæl og gjöful mið. Því hverjir treysta þessum stjórnmálamönnum sem nú eru á þingi. Nú eða flokkskerfinu yfirleitt, þar sem engin vill kannast við að hafa átt nokkurn þátt í því hruni sem yfir okkur kom. Við verðum öll að taka okkur saman í andlitinu og bæta siðferði okkar og vinna saman að því að skapa réttlátt og gott samfélag, tækifærið er til staðar.
mbl.is Alltaf má fá annað föruneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöndum vörð um tjáninguna.

Leynt og ljóst eru yfirvöld ýmissa landa að reyna að hefta frjálst netflæði. Stöndum vörð um frjálst og opið alnet. Því þar er helst að finna sannan og óspilltan fréttaflutning og ýmsan fróðleik sem getur orðið til þess að við vöknum upp af hinum langa svefni, hinni einsleitu mötun. Langar til að benda á ágæta mynd sem hægt er að nálgast á alnetinu;„Thrive“, fer ágætlega í gegnum það hvernig okkur hefur verið stjórnað og er enn. Eigum við ekki að fara að kasta af okkur okinu og um leið bjarga móður jörð undan þeirri áþján sem á hana er lagt í ríkjandi kerfi. Við getum það og við skulum gera það, plánetan okkar getur verið „Edensgarður“, ef við viljum. Vöknum upp og tökum höndum saman við að skapa réttlátt líf fyrir alla jarðarbúa.
mbl.is Fimm ára fangelsi fyrir að blogga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupæði.

Erum við alveg að tapa okkur í eftirsókn okkar eftir hlutum. Sumum kannski nauðsynlegum til venjulegs lífs en ansi mörgum óþarfanum. Öll þurfum við klæði utan á okkur og víst getur það verið ansi dýr liður í heimilisbókhaldinu, en ástandið sem skapaðist nýverið er ný verslun var opnuð í verslunarmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu var fremur „absúrd“ vægast sagt. Er kannski staðreyndin orðin sú að verslunarferðir og hangs í verslunarmiðstöðvum sé sú lífsfylling sem margir sækjast eftir!
mbl.is Kaupdagurinn mikli í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árásarbandalag NATÓ.

Er Nató nú þegar orðið að einhverskonar heimsher. Hernaðarsamtök sem hafa tekið sér rétt til að fara gegn hvaða þjóð sem er til að tryggja hagsmuni hverra? Bandalag sem aðalega virðist lúta hagsmunum ríkisstjórna USA og UK!
mbl.is „Tilefnislaus“ árás Nató í Pakistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leitin mikla.

Þetta er bara hið besta mál, ættleiða stráklinginn og finna hinn fullkomna mann. Ekki lítil verkefni sem hún vill takast á við, segi nú bara; gangi henni vel.
mbl.is Boyle vill ættleiða Bieber
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja hérna.

Allt getur nú gerst, hef sjálfur notað ýmsar ástæður til að hætta í vinnu, þetta slær nú öllu við :)
mbl.is Þoldi ekki hitann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðmyndun.

Er þetta ekki svolítið galið allt saman.
mbl.is Töluverð hækkun á olíuverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, já.

Væri það ekki bara hið besta mál, fólk hefur alltaf gott af smá „fríi“. Koma svo aftur til vinnu full orku og fullt af nýjum hugmyndum, reglugerðum og fíneríi. Og kannski með lausnir við skuldavanda aðildarríkjanna.
mbl.is Hóta verkfalli hjá ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband