Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Já, Ísland úr Nató.

Já, og þó fyrr hefði verið. Um leið og varnarbandalagið gerðist árásarbandalag undir stjórn BNA árið 1999, þá áttum við að ganga úr þessum félagsskap. Morð á saklausu fólki, eyðilegging og mengun sem af starfsemi þessa „stríðsverktaka“ Nató hefur staðið fyrir er í það minnsta ekki með mínu samþykki. Ef einhverntíma eru ástæða til að bera eitthvað undir þjóðina þá gæti þetta mál vissulega flokkast undir það.

mbl.is Tillaga um úrsögn úr Nató
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strengjabrúða hinna miklu blekkingameistara.

Spyr sjálfan mig, eftir að hafa skrifað mínar athugasemdir við fréttir, t.d. eins og varðandi meintar hótanir Kínverskra stjórnvalda í garð stjórnvalda BNA, er ég strengjabrúða? Hefi verið bent á það  að einmitt svona hótanir séu í raun ekki alvöru stríðshótanir, heldur ábending frá Kína til BNA að reyna að fara að gera upp skuldir sínar við Kína. Sem vissulega er mun betri nálgun, hef ekki á tilfinningunni að heimstyrjöld sé í aðsigi, heldur að ég hafi villst af leið, fórnarlamb áróðursmeistaranna. Og því skyldi ég allt í einu fara að trúa fyrrum háttsettum aðstoðarmanni Reagans. Biðst afsökunar á þessu frumhlaupi mínu. Jákvæðar hugsanir gera kraftaverk og geta breytt atburðarásinni. Svo hugsum öll á jákvæðu nótunum Smile

Þokast í átt að nýrri heimsstyrjöld?

Haft er eftir Dr. Paul Craig Roberts á vefnum „Prison Planet.com“ en hann var háttsettur innan stjórnar BNA í tíð Ronalds Reagans að „kínversk stjórnvöld hafi varað stjórn BNA við að sérhver frekari árás þeirra á eða innan Pakistan væri um leið árás á Kína“. Þessari aðvörun hefur þó ekki verið gerð nein skil í meginstraumsfjölmiðlum svo ekki gott að segja hvort rétt sé eður ei. En burtséð frá því er ljóst að ögranir Obama forseta BNA víða um heim eru ekki af hinu góða og ljóst að ansi víða gremst stjórnvöldum annara ríkja utanríkisstefna hans.
mbl.is Myndi fyrirskipa aðra árás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný viðmið.

Stendur ekki öll heimsbyggðin í raun frammi fyrir því að nú verði því vart frestað mikið lengur að finna ný viðmið, nýja nálgun við lífið og tilveruna Woundering
mbl.is Fögnuðu mótmælabanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dionysus víða tignaður.

Það er greinilega ekki bara á Íslandi sem tilbeiðsla Bacchusar á það til að fara úr böndunum.

mbl.is 1600 „fullir hálfvitar" handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Talandi um pólitíska fanga. „LOL“.

Minni bara á kosningaloforð Obama sem hann gaf í aðdraganda þess að hann var kosinn forseti BNA. Það er einmitt á Kúbu sem hið illræmda fangelsi Guantanamo er staðsett. Þar sem í haldi eru „stríðsfangar“, án nokkura réttinda. Það átti s.s. að verða hans fyrsta verk að loka því, en þar er allt við það sama, slík eru loforð og efndir Obama.

 


mbl.is Obama vill raunverulegar breytingar á Kúbu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framhaldsleikrit öfgana@ObamaOsama:):)

Ekkert lát á bulluganginum í öllu er varðar „stríðið gegn hryðjuverkum“.
Ekki nóg með að aldrei verður hægt að sýna fram á að Bin Laden sé sannarlega ekki lengur á lífi, heldur er reynt að lítillækka hann með öllum ráðum. Eins og ekki sé nú nóg komið. Er ekki kominn tími til að Obama fari að draga herafla sinn heim, hann veldur meiri vanda allstaðar heldur en hann leysir. Og að sjálfsögðu eigum við Íslendingar ekki að styðja og taka þátt í árásarhernaði á hendur öðrum þjóðum, en það gerum við með þáttöku okkar í Nató. Við eigum að endurskoða alvarlega aðild okkar að því varnarbandalagi (árásarbandalagi!).

mbl.is Fundu klám hjá Osama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Láta hjólin snúast!

Væri ekki ráð að láta þessa peninga í vinnu. Reyna að koma einhverju góðu af stað í atvinnumálum. Nota þá peninga sem til eru innanlands til uppbyggingar í stað þess að vera ofurseld ölmusum úr hendi glæpafyrirtækja eins og AGS (IMF). Skrýtið að ekkert sé hægt að gera hér innanlands nema taka til þess lán að utan, sem reyndar fást hvort eð er ekki í stað þess að nýta þær krónur sem þó eru til.

  


mbl.is Hrein eign lífeyrissjóða nærri 2000 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olíuverð!

Ætli megi ekki einmitt rekja óstöðugleika olíverðs til afskiptasemi stjórnvalda BNA á málefnum heimsbyggðarinnar. Íhlutunar þeirra í löndum um allan heim, stríðsrekstur þeirra þar sem þeir draga NATÓ með sér í stríðsleikina með mannréttindi sem yfirvarp! Svo aðeins sé minnst á lítið brot ábyrgðar BNA.

mbl.is Eldsneytisverðið lamar efnahag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikrit!

Þvílíkt leikrit sem er í gangi hér. Aldrei hefur verið sannað að Bin Laden hefði verið ábyrgur fyrir árásunum á BNA 9/11 2001. Og hefði ekki einmitt verið gráupplagt að rétta yfir manninum og reyna að leiða hið sanna í ljós. Það er ef það var Bin Laden sem tekin var af lífi í Pakistan og svo varpað í sjóinn sem ekki er að Íslömskum sið! Og ekki á að gera opinberar myndirnar sem teknar voru af hinum meinta Bin Laden. Það er vissulega að nálgast kosningar í BNA en fyrr má nú rota en dauðrota. Leikrit a la Hollywood.

mbl.is Lagði blómsveig á lóð World Trade Center
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband