Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2013

Austfirsk ţoka.........

Hughrif, löngunin sem var, hvarf í óminniđ, ţung voru sporin sem stígin voru eitt af öđru, mjakast upp í ljósiđ, ţrep fyrir ţrep, myrkriđ sem veriđ hafđi allumlykjandi leystist í sundur eins og ţokuslćđingur í austfirskum firđi í dagrenningu og útsýniđ út fjörđinn gaf tilefni til ađ lofa hiđ almáttka afl sköpunarinnar, sólin sendi sitt lífgefandi skin, vermdi hjarta mitt og vakti gleđi mína á ný og víst er ađ hin sanna tilvera er af ástinni umvafin eilíflega................

©Steinart


Svört bifreiđ......

Svört bifreiđ

rýfur skynjun

á villigötum,

vegvísarnir 

sveigja af leiđ,

upplýsingaskiltiđ

dofnar í ljósaskiptunum.

Vegurinn á ákvörđunarstađ,

vafasamur aflagđur ţjóđvegur

liđinnar velmegunnar.

Í skuggunum leynast

óvćntir atburđir.

©Steinart


Sól og máni....silfurţráđur....

Sólin, máninn og stjörnur

festingarinnar heilla mig 

óendanlega.

Í ríki himnanna 

breiđi út sćng mína.

Tengdur silfurţrćđinum

ferđast hvert ég vil.

Í svefninum silkimjúka

spinn ćvintýravef.

©SteinartInnskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband