Bloggfćrslur mánađarins, mars 2014

....af Borginni á eyđieyju..................

Leiđ fram um veg ástin sem á harđaspretti 

reyndi eftir megni ađ ná. 

Leystist upp, hvarf í húminu. 

Rann upp í eigin mynd á ný viđ fullt tungl.

Svart í skini, rauđ er táknmynd, ástarţrá.

Langdregiđ hlaup í von, völundarhúsiđ

dregur ţig nćr endalokunum.

Hlaupiđ eftir villuljósum í niđdimmri áfengri nóttinni,

ljósasýning dansgólfsins sem endurvarpađist úr

augum ţínum blindađi skynsemi mína,

leiddi mig í hafvillu međ ţér.

Og ţig sem dreymdi ćtíđ um eyđieyju,

hvađ myndir ţú hafa haft međ ţér á eina slíka,

brennandi sólin í hvirfilpunkti.

Síđustu tónarnir á Borginni fjara út,

á Austurvelli mannmergđ, sumariđ var tíminn.

Leiddi ţig upp Tjarnargötu, spurđir mig um langanir,

framtíđ og ţar međ týndist hugur minn í göróttri

hugdeyfđ og ekki varđ aftur snúiđ til ţess sem hefđi

getađ orđiđ andartaki fyrr.

Mörgum árum seinna losnar hugsunin og flýtur

upp á yfirborđ ţekkingarvatnsins.

Eftirsjár og brostnar vonir, síđdegi ágengs aldurs

sem fćrist yfir eins og stormur af hafi, hlýnun jarđar

sendir kuldagjóstin yfir oss, hrollurinn lćđist niđur bak.

Bak og burt er hugdirfđ ungdómsáranna,

í öngstrćti liggur vonin, ástin flutt af landi brott,

farin í sólina, dansar húlahúladans á gulri strönd

undir pálmatrjám, ómur af reggaetakti.

Seglum ţöndum um merlandi mar fer hugur minn……..

©Steinart 2013


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband