Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

Boð og bönn í boði ESB.

Er eitthvað að marka þessi matsfyrirtæki yfirleitt. Rekur minni til þess að þegar við vorum á kafi í „góðærinu“ hafi þessi fyrirtæki metið allt á skínandi veg hér, allt mat í hæstu hæðum. Hverjar voru forsendurnar fyrir matinu, könnuðu þessi fyrirtæki einhverntímann hvað væri í raun í gangi hér og eru þau (matsfyrirtækin) að vinna eitthvað betur matsgerð sína í dag, efast um það. En þó þeim verði bannað að meta ákveðin ríki mun það vart bjarga efnahagskerfi Evrópusambandsins sem er um það bil að rakna upp, þrotið örendið.

Fjármálakerfi vestrænna ríkja þarf greinilega endurkoðunar við, því fyrr sem hafist verður handa við það, því betra.


mbl.is Geti bannað mat á lánshæfi evruríkja í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsendur fyrir að dragi úr verðhækkunum.....

Hvernig má það verða að fari að draga úr verðhækkunum hrávöru, þegar olíuverð er hinn knýjandi þáttur í því og mun að öllum líkindum einungis halda áfram að hækka!
mbl.is Forsendur fyrir gengisstyrkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífsins leikrit............ Prósi ~ heimspekileg hugleiðing.............

Því nakinn stend frammi fyrir siðgæðisnefndinni. Óvarinn reyni að afsaka hegðun mína. Reyni að réttlæta framtaksleysi mitt í lífsins stóra leikriti. Afsaka stöðu mína á baksviðinu, milli sviðstjaldanna. Að afsaka sviðsskrekkinn, muna ekki línurnar sem þó voru svo vel æfðar. Vel ígrundaður prósi sem lagði sál mína í. Þaulæfð danssporin sem þó þorði ekki að stíga, steig ekki heldur í vænginn við allt það kvenfólk sem þó gaf mér auga, lamaður af ótta á hliðarlínunni meðan lífið rann hjá. Og nú hafa þau hlaðist upp árin, sest á herðar mér, íþyngjandi. Frammi fyrir uppgjörsnefndinni, spurning um hvort komist upp um stig, hvort geti kjaftað mig upp á næsta borð þessa leiks sem kallast líf. Hef ég náð tilskilinni færni eða þarf ég að sitja eftir og læra mína lexíu. Komast ekki héðan úr fjórvíddinni. Þurfa að ganga í gegnum niðurbrotið. Upplifa dauða móður jarðar. Taka þátt í baráttunni við hin illu öfl sem svo lengi hafa hér um vélað. Vera með í að svipta hulunni af elítunni. Afhjúpa hina djúpstæðu blekkingu sem höfum verið beitt, hvernig höfum á skipulegan hátt verið heilaþveginn og hlekkjuð á hjóli fáfræðinnar.
Verið þrælar sjálfviljugir í kapphlaupi neysluhyggjunnar sem nú er að ganga af okkar eina samastað, jörðinni dauðri. Er von, já er ekki von um að hægt sé að vekja fólk upp af svefninum. Opna augu mannkyns fyrir því að ekkert er svo meittlað í steininn að ekki megi breyta því ef við viljum. Að í okkur býr svo magnaður kraftur, svo óendanlega miklir möguleikar, aðeins ef opnum sál okkar og virkjum hinn sanna kraft frá frumbernsku okkar. Tengjumst hinni kosmísku vitund sem varðveitir sögu okkar og möguleika til nýrrar sköpunar.
Öld Vatnsberans er upp runnin, hið margumtalaða þúsundáraríki. Frí mengunarlaus orka mun brjóta niður vald olíufurstanna, kapítalisminn mun líða undir lok og við taka hinir blessunarríkustu tímar.

Á nýjum tímum mun sagan verða til skoðunar.

Enn eina ferðina eru blikur á lofti.
Tilfærsla herja, hótanir, brigsl um framleiðslu kjarnorkuvopna.
Hví eru sömu heimskulegu orsakatundrin farin að sjást á ný.
Nú þegar stefnir í hrun fjármálakerfisins , þá skal tekin upp hin þekkta mannfjandsamlega stefna að reyna að tendra ófriðarbálið, koma af stað allsherjarstyrjöld, þar sem allt væri lagt undir, engu eirt.

En erum við ekki við þröskuld hinnar nýju vitundar.
Er ekki mannkynið að vakna til nýrrar skynjunar.
Og væri ekki yndælt ef enginn mætti til herkvaðningar.
Stríð verða ekki háð nema að einhverjir hermenn séu til staðar, en ef þeir mæta ekki hvað þá. Snúum bökum saman, umföðmum hvert annað, því eins og Icke segir; „Ástin er allt ~ allt annað er hjóm.“
Vitund vor er að opnast og nýr skilningur á tilverunni að verða ljós, hinn sanni grundvöllur verundar okkar.

Orka plánetanna í sólkerfi okkar er að aukast, tíðnin að hækka, miklar breytingar að eiga sér stað. Og af þeim sökum hriktir í öllu sem við áður höfum tekið sem gefnu. Tækifæri mannkyns til vaxtar eru nú.

Sameinumst í að senda jákvæðar hugsanir út á loftvegina, því með jákvæðum straumum má hafa áhrif til hins betra.

©Steinart


Hráskinnaleikur............

Ekki skrýtið að þessi deila sé komin í hnút, vestuveldin hafa róið að því öllum árum að koma henni í hnút. Enda það sem þau stefna að leynt og ljóst, að fara með ófriði á hendur Íran, virðist sem svo að séu að reyna þanþol Íranskra stjórnvalda, reyna að koma þeim til að greiða fyrsta höggið.
mbl.is Íran hótar tortímingu Ísraels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að næra mýtuna um ógnir hryðjuverkamanna!

Hver er tilgangur þess að aðstoða mann í langan tíma, blekkja hann og þykjast vera að hjálpa honum í einhverri heimskulegri sjálfsmorðsáras, láta hann fara af stað til að fullnusta vilja sinn en handtaka hann þá og þykjast hafa unnið enn einn sigur á hinum alræmdu „Al-Qaeda“ hryðjuverkasamtökum. Hvers tilurð og tilvist er mjög óskýr, margir sem leitt hafa að því líkum að ekki séu þessi samtök annað en tæki vestrænna ríkja til stýra gangi mála á mörgum vígstöðum. Um það fullyrði ég ekkert, en trúi ekki öllu sem sagt er á vettvangi stríðsins gegn hryðjuverkum.
mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stýra smyglinu!

Ýmislegt skrýtið virðist ætíð vera í gangi hvað varðar eftirlit með fíkniefnasmygli hjá opiberum stofnunun BNA. Spurning hver sé tilgangur þess að bandaríska fíkniefnaeftirlitið (DEA) hefur ákveðið að setja á laggirnar skrifstofu í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu, í apríl. Einkennilegt að (DEA) setji upp slíkt eftirlit í evrópsku landi. Ekki hefur nú ástandið lagast mikið í Mexikó þó þar séu ótal stofnanir og ráðgjafar frá BNA til „aðstoðar“ stjórnvöldum þar.
mbl.is Kókaínsmygl færist til Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samhliða...marghliða tilvera.

Í svefnrofunum ferðast um land handan vökunnar, ævintýri sem erfitt getur verið að ráða í. Þar sem víða er farið, samferðafólk úr vökunni, fyrr á árum og nú í samtíðinni er oft komið í allt annað samhengi en átti / á að venjast. Eru það langanir sem koma úr djúpi sálarinnar eða kannski samhliða lifandi tilvera sem fram fer í svefni þessarar tilvistar, þeirrar tilveru sem nú er í og skrái þessar mínar hugrenningar. Er þá í hinni samhliða tilveru minni vaka þessarar, draumur hinnar. Eru kannski margir fletir, margar samhliða tilverur í gangi, er tilvera sú sem er mér nú efst í huga aðeins með sterkasta tengingu í augnablikinu! Og er yfirgef þetta tilvistarstig tekur ein hinna við, öðlast stekustu tenginguna, nú eða tekur enn á ný við nýtt ferli með eina ríkjandi vitund og margar þokukenndar er lifna í svefni nýrrar tilvistar!

Eru draumar línuleg atburðarás eða kaótísk, er hin hugsanlega margskipta tilvist í mörgum lögum í sálarlífinu. Og eru þá þær upplifanir sem hver tilvera / tilvist inniheldur púsl í sameiginlegum þroska sálarinnar.


Hugleiðingar á vertshúsi.........

Rangsælis í myrkri hugrenninga um mögulega útkomu samtals og afleiðinga þess. Viðbrögð gamalla tengsla og viðfang í skugga hins ómótstæðilega aðdráttarafls. Löngun fram um veg og til endimarka ljóslífsins í huga mér á stund hins gráa fölva febrúar.

--------------------------------------------------------------------------------

Og komandi dagur ber í sér tækifæri til nýrra upplifana í ljósi aukins skilnings á gangverki himintungla og samspili þeirra ásamt áhrifum á vorn lífsdans. Danssporin stígum við undirleik hins himneska tónverks sem kliður lifunarinnar er.

--------------------------------------------------------------------------------

Sannarlega margslungin tilvera ~ einvera í flökti kertaljósa. Á bar og músikin heldur sig til hlés í augnablikinu en trúlega er Kallíópa með nýjan tón tilbúinn er gleðin rís og andinn stígur sinn dans í kolli mínum, algáðum, bráðum munu ljósin lifna og upplýsist mitt líf.

--------------------------------------------------------------------------------

©Steinart


Forsagðar speglanir.........

Speglanir í tíma og rúmi, rúmlega þó full upplýst tilvera á örþunnum bláþræði, þráður í stærri sögu ósaminni en þó lifandi í huga, hugmyndir sem hverfast um myndir teknar á ferð og flugi um allan heim og líka heima í landsins fagra fjallasal, ætíð baðaður hinni bláu birtu landsins fagra í norðri, landi Guðs, er miklir friðarhöfðingjar munu upp rísa er réttum tíma er náð og náð vors lands mun lýsa upp heimsbyggð alla, já alla dreymir meira og minna; gull og græna skóga, hina fyrirspáðu paradís á jörðu og er ekki styttra í það en nokkurt okkar grunar þó grunar mig að margur muni af öllu afli reyna að koma í veg fyrir hverskyns breytingar í bráð og lengd. En afl hugans er mikilfenglegt í samstöðu og einingu.


©Steinart

Bænamál.

Minnist þess er var í barnaskóla (10-12 ára) að hver dagur byrjaði með því að farið var með „Faðirvorið“ áður en sest var niður til náms. Miðað við hvernig opinber stefna Reykjavíkurborgar er í þessum málum í dag mun þessi bænastund ekki vera leyfileg í dag. Og er því reyndar sammála, í dag búum við ekki lengur í jafn einsleitu samfélagi og er ég var í barnaskóla, þó kristni (Evagelíska Lúterska) sé enn okkar ríkistrú er ekki lengur ásættanlegt að boða hana innan skólakerfisins eins og gert var áður. Fólk velur í dag hvar það stendur í trúmálum og er og á að vera frjálst í því vali. Og tímabært er í ljósi breyttra aðstæðna að aðskilja ríki og kirkju.
mbl.is Bannað að biðja á bæjarráðsfundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband