Færsluflokkur: Ljóð
Mánageislar...............upplýst kennd.
28.1.2012 | 20:47
Mánageislarnir smjúga letilega gegnum þykkni skýjanna.
Í huga mínum fer fram uppgjör við hið gamla lífseiga en úr sér gengna siðferismat, siðferðismat lágstéttarmannsins, blindingslega þjónkun við ráðandi fjármálamógula, botnlaust strit fyrir smáeyri. Uppgjör við meint menntunarleysi, minnst gatna sem ferðast hefur verið eftir til gagns og oft gamans, aðrar götur en hinn marglofaði orðum skrýddi menntavegur.
Lesvegurinn gegnum orðskrúð, marglit ljóð, prósa stóran sterkan, liðlegan útrennandi með snúnu tvisti og fallega máluðum sviðsmyndum, hyldjúpum með lítilli týru í niðadimmum skúmaskotum, klífandi upp úr holunni, með stefnu á fjallið, til munkanna með ómfögru möntrurnar, til að komast loks í nánd við guðdóminn ~ hið innra.
Hin vaknandi vitund breiðir úr sér, lýsist upp eins og dögun hinna nýju tíma komandi og ástin umvefur allt.
©Steinart
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gamalt fannfergi..................
24.1.2012 | 22:48
Endurminning tengd snjó, fannfergi og myrkri en þó svo mögnuðum tilfinningum æskufólks í verstöð á landsbyggðinni þegar allt virtist geta orðið ef vildir..........
Í grandvarri íhygli hugsanlegrar gjörðar um það bil er allt var að falla í ljúfa löð, augnlokin farin að síga ískyggilega, uppáhaldslagið við að klárast, vangadansinn ljúf nærvera, yrði næsta lag innsigli frekari kynna, myndu töfrarnir kannski leysast upp eins og þetta partý, yrði stígið út í hríðina, skaflarnir troðnir, dröslast upp eyrina í einsemd, eða mætti ekki lauma einu hugljúfu lagi til á fóninn, freista þess að heilla draumadísina með lipurri danslist og fögrum orðum hvísluðum í eyra, sigla síðan burtu í fjarlæg lönd, lesa ávexti af trjám, lifa fyrir líðandi stund.......................
©Steinart
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Angurljóð
16.1.2012 | 23:11
Blátt fellur regnið
í gegnum sál mína.
Sáldrast snjódrífan
að rótum hjarta míns.
Angurværir tónar
mýkja skynjun mína
og fleytir huga mínum
til þín, ástin mín.
©Steinart
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
...........ferðalag
14.1.2012 | 18:51
.................................ferðalag
Ferðast um á fagurofnu draumteppi.
Ferðast um æðarkerfi þjóðarlíkamans.
Ferðast um í ranghugmyndum almúgans.
Ferðast um í vagni vitundarvakningarinnar.
Ferðast um í alsælu tilfinninga minna.
Ferðast um samtvinnaður vinu minni.
Ferðast um með sannleiksleitendum.
Ferðast um með hinum friðelskandi.
Ferðast um í sjálfum mér, því lífið er ferðalag.
©Steinart
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vitundarhugsanir.........
5.1.2012 | 22:25
Hugsanir í langvinnri vinnslu, leitandi að hinni frambærilegustu lausn, lausn sem hefur mig upp yfir hina jarðnesku sterílu vanahugsun og hegðun.
Brotthlaup úr faðmi hins viðtekna norms, opna sálu mína, hleypa fugli frelsisvitundar minnar frjálsum úr búri sínu.
Svífa í heiðríkju hinnar komandi vitundarvakningar, syngja söngva frelsis, lofa hina skýru sjálfsvitund. Opna faðminn, gefa og þiggja hina algeru ást, ástina til allrar vitundar, hvaða formi sem hún birtir sig.
------------------------------------------------------------
©Steinart
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óminni.........
3.1.2012 | 21:38
Hugsa til þín ástin mín, sem sveikst sáttmála okkar, lagðir í ferðina án mín, stakkst þér inn í óminnið, þú kvaddir ekki, bréfið sem skildir eftir, torræð gáta sem ekki hefi leyst enn, við gátum setið löngum stundum yfir skrýtnum þrautum og vorum ansi lunkin orðin, en nú sit ég og reyni við gátuna um hvarf þitt inn í óminnið, ferðina sem ætluðum saman, hönd í hönd eins og líf okkar hafði verið, með tár á hvarmi rýni í síðustu og mikilvægustu skilaboð þín, en skil ekki, pappírinn gegnvættur tárum mínum, blekið lekur til, munstur sem aðeins ljær textanum aukið torræði, brýt heilann, alveg mát, líf okkar á ystu nöf, á mörkum hins viðtekna, þó heldur í heimi tilraunarinnar um hina vitundarvíkkandi alsælu, yfir strikið en komum þó alltaf aftur, en nú er sál þín komin í aðra vídd, kem á eftir þér í hljóðri nóttinni þegar upp rennur nýtt tungl, kem í faðm þinn hlýjan og mjúkan, til þín ástin mín.
©Steinart
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Trú. II
14.12.2011 | 23:07
Því trúin er eitt andlegt afl.
Hittir ekki alla fyrir jafnt.
Margan refilstiginn ráfum
fyrr en við sjáum ljósið bjart.
Margur leitar um langan veg,
að lífsins yndi, andans makt.
En í hjarta voru er það ljóst,
að ástin hreina er oss allt.
©Steinart
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
tíðarprósi............
28.10.2011 | 23:15
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónfórn.
8.10.2011 | 23:59
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tími..mældur......
21.9.2011 | 22:15
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)