Mánageislar...............upplýst kennd.

Mánageislarnir smjúga letilega gegnum ţykkni skýjanna.
Í huga mínum fer fram uppgjör viđ hiđ gamla lífseiga en úr sér gengna siđferismat, siđferđismat lágstéttarmannsins, blindingslega ţjónkun viđ ráđandi fjármálamógula, botnlaust strit fyrir smáeyri. Uppgjör viđ meint menntunarleysi, minnst gatna sem ferđast hefur veriđ eftir til gagns og oft gamans, ađrar götur en hinn marglofađi orđum skrýddi menntavegur.
Lesvegurinn gegnum orđskrúđ, marglit ljóđ, prósa stóran sterkan, liđlegan útrennandi međ snúnu tvisti og fallega máluđum sviđsmyndum, hyldjúpum međ lítilli týru í niđadimmum skúmaskotum, klífandi upp úr holunni, međ stefnu á fjalliđ, til munkanna međ ómfögru möntrurnar, til ađ komast loks í nánd viđ guđdóminn ~ hiđ innra.

Hin vaknandi vitund breiđir úr sér, lýsist upp eins og dögun hinna nýju tíma komandi og ástin umvefur allt.

©Steinart


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband