Færsluflokkur: Ljóð

Ljós næturinnar.

Norðurljós dönsuðu í mistraðri nóttinni.
Tunglið fullt lýsti upp töfrasviðið.
Hugmyndir sem fæddust af andrúminu
hleyptu nýju lífi í draumanna. 

Dögun.

Þær eru á förum,

tilfinningarnar sem hefur nært,

haldið við og vegsamað.

Nú þær leysast upp,

hverfa burt sem dögg í skini sólar

á nýjum degi vakningar þinnar.

Öll gömlu gildin gliðna og

sál þín ~ vitund þín rís upp

af eldinum eins og fuglinn Fönix

og svífur inn í hinn nýja raunveruleika

Vatnsberans.



Augu í augnablikinu ~ leitandi.

Þetta kunnuglega hungur mitt eftir viðurkenningu utan úr firðinni. Biðin eftir að gerist lítið æfintýri, rétt svona til að halda manni á tánum, taldi nú samt að væri nógu langt frá jörðu með augu mín leitandi í fjöldanum að augum ástleitninnar, fögrum tindrandi augum sem leituðu minna augna á augnabliki hins altæka sannleika, augnabliksins þegar ljóst verður að meira er í manneskjuna spunnið en fjöldanum hefur verið ljóst. Út úr myrkrinu við þokumst, hraðar með hverjum degi sem þó rennur úr greipum okkar á umbrotatíma, í fæðingarhríðum nýs tíma.

Sírenurnar kalla úr firðinni.

Þegar sit við og hugsa um að yrkja, fanga á skrifblöðin orð sem sigla hjá eins og löngunarfull áhöfn skútu á leið í langferð um djúphöfin, til annara stranda hvar gáskafullar stúlkur kalla eggjandi af ströndinni, reynandi að seyða og tæla eins og Sírenurnar  kölluðu forðum til sjómanna er leið áttu hjá eyju þeirra en þó án þess að reyna að fyrirfara þeim sem þá minnir á heimferð Ódysseifs sem eftir að hafa barist í Trójustríðinu tefst við ýmsar þrautir meðal annars að lenda í gyðjunum þremur; Kirku, Kalypsó og Násiku sem hann þó sleppur frá eftir langan tíma og skilar sér loks heim til Íþöku tuttugu árum eftir að hann lagði af stað í herleiðangurinn til Tróju, svo er um orðin sem reyna að safnast í þéttann samstæðan prósa um allt og ekkert samt að skila einhverri lítilli eða stórri hugsun út í eterinn til að einn og kannski annar geti haft ofan af fyrir sér á kvöldi einmannaleikans þegar nóttin kemur í kjölfarið eins dimm og hún getur orðið þegar mánans verður ei vart hvorki vaðandi í skýjum né fullur hátt á himni frægðarinnar sem margir nú um stundir sækjast stíft eftir sem hins æðsta marks á takandi fram yfir fyllra lífs hins hefðbundna norms sem þér er kannski ekki sú fylling sem í veðri er látið vaka á góðum samræðufundum á kaffihúsi í fornfrægri borg sem hefur alið marga andans menn og konur, listmálara og heimspekinga sem krufið hafa tilveruna, tilvistarkreppuna og jafnan rétt karla og kvenna hvar byltingar hafa verið gerðar og fallöxin hefur gætt sér á heitu blóði sem síðan rann í stríðum straum í ræsin og endaði síðan í Signu, blandaðist að lokum þeim dimmu djúpum sem orðin fæðast af og sigla að endingu á drifhvítan pappírinn sem ekki er endurunninn heldur af fyrstu kynslóð en mun vafalaust að lokum lenda í endurvinnslunni eins og flestar hugsanir gera líka er árin safnast að og styttist í tilvistarskipti og eða að hin fornfræga Shangri-La opnast þér og veitir hina dýpstu sælukennd sem öllu öðru er betri ef þú trúir því eitt andartak í hinni skýrustu hugljómun þinni.

..innra

Framtíðin er björt í lífi þeirra
er trúa á hið komandi ljós.
Tendrum hið innra ljós,
gefum í friði og ást.
Umfram allt ástinni.
Í ástinni býr hið
fegursta sem við
getum gefið
af okkur.
Smile 
 
 

„Prósi í kjölfar bankahruns og sambúðarslita á því herrans ári 2008.“

Þegar hugurinn opnast fyrir því að ekki er í raun hægt að bíða mikið lengur eftir því að tækifærin komi til manns, að maður verður sjálfur að sækja það sem langar í, þá hefur greinilega örlað á örlitlum þroska, ástin leitar þig ekki uppi, það er orðið ljóst, hún liggur ekki í leyni, býður ekki tækifæris að hremma þig þegar léttstígur lallar í “Kringlunni” töltir niður “Laugaveginn” í norðanbálinu með sólgleraugu um haust, þegar þú hefur í mörg ár dvalið í öruggu skjóli sambúðar, í notalegri hlýju hversdagsins, ekkert lagt á þig til að halda þér í formi, tapað niður samræðulistinni, týnt burt léttleikanum og kímninni, getur ekki lengur gert grín að sjálfum þér, sérð ekki lengur hina kómísku hlið tilverunnar, þó búinn að uppgötva fjarveru guðanna, haldleysi trúarbragðanna, hræsni klerkanna, ægivald fjármagnsins, forheimskun síbyljunar, hins geigvænlega áreitis, lyginnar sem sífellt er lætt að okkur í upplýsingasamfélaginu, búið að festa okkur á klafa, orðin þrælar í þjónustu fyrir bankanna, vextir-vaxtavextir-verðtrygging-verðbætur-vísitölugrunnur, ólögleg gengistryggð lán, fjármálafyrirkomulag sem gerir lítið úr okurlánum Ítölsku mafíunnar, standir þú ei undir skuldbindingum þínum ertu gerður upp, allt af þér tekið, en að auki eltur þar til hver króna er borguð, en sértu af þeirri stétt sem rekið hefur hina miklu útrás og landvinninga í skjóli banka sem útvöldum var úthlutað fyrir smáaura og í raun ekki borgað fyrir, þá þarftu ekki að borga neinar skuldir þínar en heldur þínum rekstri áfram með aðstoð ríkisins, okkar almúgans sem enga grið fær einungis aukna skattheimtu og minna kaup en með bros á vör göngum við til móts við verkefnið því í andstreymi blómstrar kannski helst hugmyndaríkið, skáldskapur napur og kaldhæðinn, eitthvað sem skemmtir skrattanum og okkur hinum, nú þegar fjarar undan, vinnan verður stopulli eða engin, áhyggjurnar magnast þá er haldreipið létt lund og spaugsemi


..dans sjálfrýni.

Rúmlega nægur tími til eindreginnar
sjálfskoðunar umkringdur hinum
mörgu sjálfum,
persónugalleríi af
margslungnu tagi.
Og þrátt fyrir margmenni
er allt hið rólegasta.
Jafnvel svo rólegt að einn
eða tveir persónuleikar eiga í
örlitlum vandræðum með sig. 
Til að aflétta spennunni
stíga þeir létt dansspor.
Ekki línudans, ónei, ekkert slíkt.
Reyndar engan þekktan dans,
aðeins eigin túlkun,
túlkun tilfinninga sem sífellt
ólga hið innra en fá svo
sjaldan að stíga
fram í ræl,
með stæl. 

The Nail by Tommy Tipler - 'A Poem For David'


I am the nail that stands above the others,
For sisters, for brothers, for fathers and mothers.

Standing not with rage nor hate,
But Love and heart and tender faith.

To those who claim to hold the hammer,
And threaten those of us who gather.

Vampires of old who keep their secrets,
Cling to mother like soulless leeches.

I say to you behold these eyes,
Whose vision passes your wall of lies.

Your hammer was forged not of steel on coals,
But fear and lies to steer and control.

Fear is born in the absence of knowledge,
So I dug and I sieved and I searched and I foraged.

Finding ancient teachings you kept from our ears,
I remembered how to see and how to let go of my fear.

Today we were woken by the cosmic love song, 
Tomorrow we march one billion strong.

For we are all and all are us,
Seen or smelled or breathed or touched.

The timber that held all the nails for so long,
is weak and is rotting and cannot hold on,

I am the nail and I stand for love,
Where is your hammer now?

 

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Ljóð fyrir David Icke

Tommy Tipler © 


Ljósið.

Ef tendrast ljósið í þér
tendraðu það líka í mér
 mun ég þá í gleði 
  ganga með þér lífsins veg.
 
 

..dans ~ dans.....

Er saman er safnast til skemmtanahalds og búist er við vel spilandi hljómsveit á sviði, leikandi létta poppsmelli, dansvæna „hittara" sem hleypa jafnvel fjöri í fætur hinna síst dansglöðu sveina, sem svífa út á gólfið sveiflandi fúsum „tjútt" stúlkum sem gjarna dansa eins eggjandi og þeim er unnt án  þess að særa blygðunarkennd nokkurs gests, óskir um lög streyma til „bandsins", uppáhaldslög, söngvar tengdir ákveðnum minningum, rómantík og gleði.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband