Færsluflokkur: Ljóð
Bauð þér dús.
16.6.2012 | 11:50
Í hringiðu ofskynjana minna
í gegnum glerið tvívíð sýn,
hljómur tilverunnar margsveigður blús.
Í húsi drottins ég bauð þér dús.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Setið með ískaffi í sólskininu.
9.6.2012 | 10:39
Og um hvað talar það,
fólkið sem nýtur vorsólarinnar,
hægt auknum hita utanvið kaffihúsin,
þar sem er skjól fyrir norðangarranum.
Já um hvað er talað,
kannski síðustu umræður á Alþingi,
hvort þar séu að verða til haldbærar
lausnir fyrir sligaða alþýðu eða aðeins
enn ein ívilnunin fyrir hina útvöldu.
Nei, "eins og sumir Norðmenn byrja allar setningar",
kannski bara bollaleggingar um eitthvað djúsí á
grillið í góða veðrinu og vínglas á kantinum,
líkt og grillauglýsingarnar hafa sannfært okkur um
að sé normið í grillbransanum.
Kannski snúast samtölin um eitthvað
djúpt úr sálarkirnunum, leyndarmál sem
stíga úr myrkrinu, gömul ástamál,
hrösun á lífsins þrönga vegi.
Og þyngslin sem hefta andann,
hin hversdagslega iðja,
baráttan fyrir salti í grautinn,
salt jarðar sem hleypir upp bragðinu,
bragðið af réttunum og er almenningur
ekki einmitt sífellt beittur brögðum,
gengur sína mörkuðu leið sáttur,
svipugöngin sjálfviljugur.
©Steinart
Ljóð | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ORÐ........................
13.5.2012 | 22:45
Döpur, kát, lýsandi, óljós, glöð, gröð, gætileg, galsafenginn, glæfraleg, grandvör, góð, vond, værukær, vönduð, veigalítil, mikilfengleg, smá, stór, snarkandi, róandi, litfögur, guggin, litrík, litlaus, lítilfjörleg, lítillækkandi, upphefjandi, stórmannleg, snautleg, skrautleg, skaðleg, uppbyggjandi, það má hafa ótal orð um orð, meira en orð er á gerandi, í orðgnótt gerjast oft hugmynd sem seinna verður okkur orðaveisla. Eða orð í tíma töluð......
©Steinart
Ljóð | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Smá P.....
12.5.2012 | 11:19
Orð um borð í skáldfarinu á sporbaug um sálu mína í leit að gömlum minnum sem nýtast sem eldsneyti á bál prósans.
----------------------------------------------------------------------
Samtal við spegilinn sem ekki lætur blekkjast af vel fram settum fagurgala með mjúkri sefjandi röddu sagnameistara hinnar tvíræðu orðgnóttar.
-------------------------------------------------
Og það sem á milli er
er oft hið óræða
þetta ósagða
sem þyrfti þó
sannarlega stundum
að vera ljósara.
-------------------------------------
©Steinart
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinnusápublús.............
3.5.2012 | 23:28
Fjórir veggir sem halda þér í skefjum
Innmúruð öryggistilfinning
Í vari gegn gengdarlausri ásókn nútímans
Í heimi hins skáldaða, hálf skáldaður sjálfur
Sálartetrið í Freudískri kynferðiskreppu
Búinn að bæla allar tilfinningar svo lengi
Þekkir ekki lengur sannar tilfinningar
Töpuð löngun til frjáls lífs
Kannski aðeins mennskt vinnudýr
Allt hverfist um starfið, framann
En lengstum er ekkert að gerast
Ertu nokkuð að bíða eftir stóra tækifærinu
Veistu að ekkert gerist nema þú viljir það
Verður að draga til þín tækifærin
Eða ertu alveg orðinn samdauna
Útbrunninn, fórnaðir þér kannski fyrir firmað
En firmað nærist aðeins á hagnaði, þér
Sýgur úr þér lífskraftinn, þurkar upp frumleikann
Vakna, borða morgunkornið, keyra til vinnu
Bíða eftir kaffipásunni, leita frétta hjá liðinu
En það var innan sinna fjögurra
Horfandi á hinn sí dáleiðandi skjá, flatskjá
Ó, veistu hvað gerðist svo í draumsápulandi
Æðislegt brillíant fullkomið líf og kokteilar
Skutlast í létta heilsurækt á sportbílnum, með hárið flaksandi
Sólin skín alltaf, og nóg af seðlum og sætindum
En kaffið lífgar eitt augnablik
Vinnur þitt verk í vélrænum takti, engin fersk hugsun bærist
Brátt kemur helgi á ný með fullt af tækifærum
Innan fjögurra veggja, umfaðmandi sjónvarpsheiminn
Og allt gerist svo hratt, helgin á enda
Já enn ein helgin með úttroðna laugardagsnammipoka
Vakna, borða morgunkornið, keyra til vinnu...........................
©Steinart
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tafl......óviss tími...........
1.5.2012 | 10:25
Tafl......óviss tími...........
Stálgrátt minni þitt reynir að beygja hinn ytri veruleika, snúa aðstæðunum að þínum hag, gera hina harmrænu stöðu sem ert lentur í að mjúkri lendingu á taflborði meistara blekkingarinnar. Taka skref sem værir riddari taflborðsins, meistari hinnar sjónrænu fléttu. En leikirnir sem hugsaðir með góðum fyrirvara, bæði sókn og vörn, standast ekki gagnvart meistara hinna tvílitu reita. Leikfléttukóngi, snillingi hinna margslungnu aðstæðna skapaðra að vild, tjaldi sjónhverfinga beitt gegn þér, afvegaleiðir þig, fyllir hug þinn óbærilegri óvissu.
©Steinart
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skaut á mig ör................
12.4.2012 | 21:47
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Útsýn...................
17.3.2012 | 18:28
Séð að heiman.
Dagur.
Hnoðast skýin á snæviþökktum fjöllum.
Sáldrast sólargeislar um glufur í himinþekju.
Bláfjöllin hvít í fjarskanum.
Upp af Hellisheiðinni streymir ónotað gufuafl.
Kvöld.
Rauðavatn speglar mánann fullann.
Suðaustan vindurinn samur við sig.
Bylur í þakskeggi, ýlfrar í loftræstistokkum.
Andinn af heiðinni leikur sína symfóníu.
Nótt.
Leigubílar renna norður, suður, Suðurlandsveginn.
Heimfærir ölgladd fólk, sjúkrabílar í hjartastoppum.
Máninn ferðast á himinfestingunni, stjörnur blika.
Í Ásunum sefur úthverfaliðið rótt.
©Steinart
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hugleiðingar á vertshúsi.........
14.2.2012 | 21:27
Rangsælis í myrkri hugrenninga um mögulega útkomu samtals og afleiðinga þess. Viðbrögð gamalla tengsla og viðfang í skugga hins ómótstæðilega aðdráttarafls. Löngun fram um veg og til endimarka ljóslífsins í huga mér á stund hins gráa fölva febrúar.
--------------------------------------------------------------------------------
Og komandi dagur ber í sér tækifæri til nýrra upplifana í ljósi aukins skilnings á gangverki himintungla og samspili þeirra ásamt áhrifum á vorn lífsdans. Danssporin stígum við undirleik hins himneska tónverks sem kliður lifunarinnar er.
--------------------------------------------------------------------------------
Sannarlega margslungin tilvera ~ einvera í flökti kertaljósa. Á bar og músikin heldur sig til hlés í augnablikinu en trúlega er Kallíópa með nýjan tón tilbúinn er gleðin rís og andinn stígur sinn dans í kolli mínum, algáðum, bráðum munu ljósin lifna og upplýsist mitt líf.
--------------------------------------------------------------------------------
©Steinart
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Forsagðar speglanir.........
14.2.2012 | 21:06
©Steinart
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)