Færsluflokkur: Ljóð
Austfirsk þoka.........
8.2.2013 | 22:35
Hughrif, löngunin sem var, hvarf í óminnið, þung voru sporin sem stígin voru eitt af öðru, mjakast upp í ljósið, þrep fyrir þrep, myrkrið sem verið hafði allumlykjandi leystist í sundur eins og þokuslæðingur í austfirskum firði í dagrenningu og útsýnið út fjörðinn gaf tilefni til að lofa hið almáttka afl sköpunarinnar, sólin sendi sitt lífgefandi skin, vermdi hjarta mitt og vakti gleði mína á ný og víst er að hin sanna tilvera er af ástinni umvafin eilíflega................
©Steinart
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svört bifreið......
3.2.2013 | 21:41
Svört bifreið
rýfur skynjun
á villigötum,
vegvísarnir
sveigja af leið,
upplýsingaskiltið
dofnar í ljósaskiptunum.
Vegurinn á ákvörðunarstað,
vafasamur aflagður þjóðvegur
liðinnar velmegunnar.
Í skuggunum leynast
óvæntir atburðir.
©Steinart
Ljóð | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sól og máni....silfurþráður....
3.2.2013 | 21:37
Sólin, máninn og stjörnur
festingarinnar heilla mig
óendanlega.
Í ríki himnanna
breiði út sæng mína.
Tengdur silfurþræðinum
ferðast hvert ég vil.
Í svefninum silkimjúka
spinn ævintýravef.
©Steinart
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ÁST.........
15.12.2012 | 13:02
Ástin sem flæðir
tilvera sem blæðir
hugsýki næðir
ástand sem hræðir.
©Steinart
Ljóð | Breytt 3.2.2013 kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
draumaveröld hugans............
20.10.2012 | 11:15
Draumar í aðdraganda nýrrar tilveru. Rúmrusk, tíðar ferðir til að losa úr blöðrunni, teið skilar sér. Tíminn líður í nóttinni, en morguninn of skammt undan, einn draumur tekur við af öðrum, stef með leikendum úr hversdeginum. Kristallar klingja í stóískum friði utan seilingar, er hinn jarðneski kraftur sytrar um herbergið. Jarðtengingar, ástar og friðarkraftur, örvun hinnar sönnu skynjunar. Og Buddha læðist um sviðið, telur perlur á bænafesti, rekelsisilmur höfugur auðveldar huganum að sigla loftvegi hins mögulega eða stingast í upphafið, á bólakaf í haf óreiðunnar, sökkva til botns í visku liðinna lífa en að lokum stingast upp á yfirborðið eins og Háhyrningur í leik og falla með gusum svo vel verði eftir tekið. Og leitin að hjörðinni, eigin hópi heldur áfram á öldum alnetsins, fletti mörgum lögum af síðum sem síður en svo eru upplífgandi né gefandi í leiðbeinandi betri siðum. En að lokum berast böndin heim í hérað, hvar allt byrjaði á sinn lítilmótlega og saklausa hátt með örlítilli hugmynd um dreymandans skýru mynd af draumaveröld hugans........
©Steinart
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sannleikur hins algera............
15.10.2012 | 20:03
Í djúpri hugsun rennur
sannleikur hins algera.
Í straumi hins liðna
endurskapast minningarnar.
Í lífsins þraut og gleði
upplifum við það sem við þurfum.
©Steinart
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bæn......
17.9.2012 | 22:48
Við sem drottins blessunar leitum
oft farið höfum langan veg,
villst um í borgarinnar solli,
gert margbreytileg glappaskot.
Við ljóssins höfum leitað,
leiðinni út úr myrkrinu,
Jesús þú ert vor ljósberi
þér fylgja viljum vorn æfiveg.
©Steinart
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fyllt......tónheimi // filled.....soundworld
29.8.2012 | 22:06
Oftlega fyllti eyrun af háværri músik,
þröngvaði öllu burt úr vitundinni nema tónheimi
og þeim ímyndunum sem þar af fæddust.
Hetjur og andhetjur í allra kvikynda líki,
hljóð af allra handa tagi skópu hugheim
fylltan litum og magnþrungnum tilfinningum.
--------------------------------------------------------------
Often filled my ears with loud music,
threw everything out of my consciousness,
except the soundworld and the imaginations
which there of were born.
Heroes and antiheroes in all shapes and styles,
sound of all kind created imaginary world
filled with colors and great emotions.
©Steinart
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í tilefni Jasshátíðar, eitt lítið ljóð......
24.8.2012 | 23:36
Svartur Trompet
--------------
Svartur trompet
út í nóttina blæs
svarbláum tóni,
rigning á glugga
myndar fullkomna
stemmningu tregans.
Aflögð hljóðfæri á
vegg taka að hljóma
er kráargestirnir hafa
gengið inn í draumalandið.
Himneskir tónar
liðinnar aldar.
Músik frá guðunum,
hinum gleymdu öflum.
©Steinart
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bak við rimla.........hugans
20.6.2012 | 22:58
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)