Færsluflokkur: Bloggar

Ónýtt peningakerfi.

Verða þjóðarleiðtogar innan Evrópusambandsins ekki einfaldlega að fara að horfast í augu við það að þessu peningakerfi verður ekki bjargað. Upp er runnin sú tíð að nú verði að taka djarfar ákvarðanir, afskrifa allan skuldapakkann og byrja upp á nýtt með nýjum gjaldmiðlum sem studdir eru af alvöru verðmætum. Peningar sem bankarnir (sem allir eru í einkaeign) búa til úr lofti einu saman, lána gegn ofurvöxtum, lán sem aldrei verður hægt að greiða upp, s.b. íbúðalán á Íslandi sem dæmi. Þetta kerfi er komið að fótum fram og eina leiðin er að búa til nýtt sanngjarnt kerfi án vaxta. Þjóðríki geta búið til sinn eigin gjaldmiðil,losað sig undan einkabönkum og farið að vinna með þegnum landa sinna í stað þess að stjórnast af gjörspilltum bankaeigendum. Hingað og ekki lengra takk, opnum augun og breytum vonlausu kerfi til hins betra.
mbl.is Titringur fyrir leiðtogafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ansans............

Mikið er það nú sorglegt að það skuli finnast enn svo mikið magn olíu. Það mun fresta því eða jafnvel koma í veg fyrir að við jarðarbúar tökum okkur saman í andlitinu og förum að draga úr rányrkju okkar og slóðaskap. Áfram munum við menga eins og enginn sé morgundagurinn og enn stytta lífbærileika jarðarinnar. Sem er okkar eina heimili og við verðum að reyna að fara að vernda af alvöru.

mbl.is Tvöfalt meiri olía en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt peningakerfi.......

Er um eitthvað annað að ræða en núlla út skuldirnar og byrja á nýju sanngjarnara og manneskjulegra viðskipta - peningakerfi. Kerfi sem byggir á einhverju raunverulegra en tölum í tölvum. Það alveg sama til hvaða áttar við lítum, við erum komin að vendipunkti í tilveru okkar. Við verðum að endurhugsa allt okkar fyrirkomulag. Gamla máltækið „Sameinuð stöndum við, sundruð föllum við" á vel við, nú sem aldrei fyrr.

mbl.is Moody's lækkar héröðin á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræði falt fyrir smáklink!!

Hvarflar að manni að þetta viðgangist víðar og hafi gert lengi. Jafnvel í því landi sem vill státa sig af hvað lengstri lýðræðishefð. Og þó að ekki hafi endilega verið greitt fyrir atkvæði með beinhörðum peningum þá hafi greiðslan frekar verið í formi fyrirgreiðslu. Einmitt eitthvað sem kemur engu lýðræðisríki til góða til lengri tíma. Eitt hið versta mein sem hefur einmitt grasserað hér um langa tíð. Og ef við höfum raunverulegan áhuga á því að byggja upp nýtt sanngjarnara og heiðarlegra samfélag verður að reyna að lágmarka slíka ólöglega fyrirgreiðslu. Og það á við um okkur öll. Sameiginlega getum við búið til heilbrigðara samfélag ef við viljum!
mbl.is Tæp 20% Búlgara til í að selja atkvæði sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðsemd fjöldans!

Það er fleirum og fleirum út um allan heim að verða ljóst að það peningakerfi sem hefur viðgengist nú um langan aldur er komið að endimörkum sínum. Það ætti öllum að vera orðið ljóst að þær gríðarlegu skuldir sem þetta kerfi hefur búið til verða aldrei að eilífu borgaðar upp. Peningakerfi sem nærist á vöxtum getur ekki gengið upp, auðlindir jarðar eru ekki óþrjótandi, við erum komin að endimörkum hagvaxtarins. Jörðin okkar, plánetan sem við ferðumst með í óravíðáttunni er okkar eina heimili og við erum komin á síðasta snúning, nú verðum við að snúa þróuninni við. Við verðum að fara að rækta meira af fæðu okkar heima í eigin landi, leita leiða til að knýja vélbúnað okkar með öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti, við verðum að leitast við að verða sjálfbært land. Það eru blikur á lofti í alþjóðastjórnmálum, friður er ekki tryggur. Eina leiðin er að verða sú í skuldamálunum  einfaldlega að strika út allar skuldir, byrja að vinna saman að heill alls mannkyns, það er í raun engin önnur leið. Og hvað varðar þau mótmæli sem svo víða eru komin í gang þá er það bráðnausynlegt að þau séu aðeins friðsöm. Að ekki gefist ástæða fyrir stjórnvöld nokkurs staðar að beita lögregluvaldi eða hervaldi gegn þegnum sínum, það væri bara til að setja af stað atburðarás sem aðeins getur endað á einn veg!

mbl.is Mótmælt við kauphöllina í Toronto
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einmitt, ráðgjöf!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Valdataflið um Afríku er að stigmagnast, Obama vill styrkja stöðu sína gegn Kína sem treystir sífellt áhrif sín frá suðri, meðal annars þess vegna er USA með stuðningi NATÓ og aðildarríkjum þess að treysta stöðu sína í norður Afríku, þ.e.a.s. Libyu.
mbl.is Bandarískir hermenn til Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er ógnin!

Í hvaða tilgangi þurfum við að vinna að nýrri varnarmálastefnu, við erum því miður aðilar að því sem ég kalla árásarbandalag NATÓ. En þetta fyrrum varnarbandalag breytti um hlutverk í kringum síðustu aldamót, nánar tiltekið 1999 þegar það fór að varpa sprengjum á Balkanskaga, fyrrum Júgóslavíu. Síðan þá hefur því, þessu fyrrum varnarbandalagi verið beitt af USA og UK í heimsvaldastefnu þeirra. Ráðist á hvert landið á fætur öðru, oft í nafni mannúðar, en í raun til að hirða af þeim allar hugsanlegar auðlindir og fé. Ríkisstjórnir Íslands samþykkja allar aðgerðir umhugsunarlaust og gera okkur almenna borgara þessa lands um leið samábyrg í drápunum. Meirihluti þjóðarinnar virðist sætta sig við þetta og því sýnist mér að Ísland þurfi ekki að huga að frekari vörnum, við erum í liði með helsta ógnvaldinum að heimsfriði í dag. Svo til gamans koma ýmsar orustuflugsveitir NATÓ öðru hvoru til Íslands, í orði kveðnu til að vakta lofthelgina (fyrir hverju?), við borgum fyrir með bros á vör úr digrum sjóðum ríkisins.
mbl.is Þreföld kreppa á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúarbrögð!

Ég ber ákveðna virðingu fyrir trú, sjálfur fæddur inn í kristna trú, sagði mig þó úr þjóðkirkjunni fyrir margt löngu. Það var þó ekki vegna trúleysis heldur frekar vegna þess að kirkjan sem stofnun er óhæf til að taka á málum sem varðar hana sjálfa s.b. málefni fyrrum biskups hér á Íslandi sem enn á ný hefur skotið upp kollinum þrátt fyrir það hann sé fyrir allnokkru horfinn til annarar vistar. Öll trúarbrögð sem ég þekki til hafa í sér fólgin einhvern sannleika um lífið og tilveruna og leitast við að kenna okkur siðferði. Það er aðeins af hinu góða ekkert samfélag lifir af án siðferðislegra gilda. Eins kenna þau okkur umburðarlyndi og samkennd. En oft er það að þeir sem gerast þjónar og boðendur trúar hvers nafni sem hún nefnist virðast sjálfir ansi afvegaleiddir s.b. þennan aumkunarverða biskup. Megi guð leiða hann á rétta braut.

mbl.is Fráskildir fái ekki að kenna börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný viðmið.

Er ekki staðreyndin sú að peningakerfi stórs hluta hins vestræna heims er komið í þrot. Að hreinlega verði að byrja með nýtt peningakerfi sem styðst við raunveruleg verðmæti. Hætta með peningakerfi þar sem bankar búa til peninga úr engu og lána gegn okurvöxtum. Og alls ekki einn samhæfðan gjaldmiðil. Ein af helstu ástæðum þess að USA ásamt með árásarbandalaginu NATÓ og með stuðningi íslensku ríkisstjórnarinnar réðust inn í Libyu fyrir utan olíulindirnar var einmitt vegna gjaldmiðils. Libya ásamt nokkrum öðrum olíuríkjum í Afríku voru komin vel á veg með að skipta yfir í nýjan gjaldmiðil. Gullmynt sem til stóð að taka í gagnið og hætta að selja olíu fyrir bandaríkjadal eins og öll olíuviðskipti meira og minna fara fram í. Sama var reyndar upp á teningnum í Írak (Saddam Hussein), en þar stóð til að færa olíuviðskipti yfir í evrur, en þá réðust USA og bandalagsþjóðirnar inn í Írak. Undir því upplogna yfirskyni að þar væri allt vaðandi í gereyðingarvopnum o.s.f. Og má ekki velta fyrir sér að sökum þess að USA dollari hefur verið ráðandi gjaldmiðill í heimsviðskiptum og seðlabanki USA hefur getað prentað seðla án afláts, seðla með engin raunveruleg verðmæti á bak við sig (seðlabanki USA er einkabanki), að einmitt sé megin vandinn í fjármálalegu tilliti þaðan sprottinn. S.s einhverskonar nýjar myntir með raunveruleg verðmæti á bak við sig. Margir munu líklega benda á það að með slíkri fastbindingu fjár væri verið að hefta viðskiptalífið o.s.f. en væri það ekki allt í lagi, við erum ábúendur á þessari jörð, höfum ekki val um annað, en erum að verða búin að eyðileggja hana með mengun og græðgi. Svo kannski væri allt í lagi að fara að taka til í okkar ranni og endurskipuleggja allt okkar líf og lifnaðarhætti. Staðreyndin er sú að það er vel hægt að fæða og klæða alla jarðarbúa ef við viljum!

mbl.is Evran gæti leitt til hruns á heimsvísu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spillingarbælið; Ísland.

Í Tímariti Máls og menningar - 72. árgangur - 3.hefti - sept. 2011 er grein eftir Stefán Jón Hafstein „Rányrkjubú", þar sem hann veltir upp ástæðu „Hrunsins", hugsanlegri ástæðu þess að fór sem fór o.s.f.
Þetta er alger snilldargrein, mæli eindregið með henni. Líkt og ég hef líka minnst á í mínum pælingum hér á síðunni bendir hann á að við Íslendingar verðum að endurskipuleggja þjóðfélag okkar. 
„Nýja Ísland, já takk".

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband