Hver er ógnin!

Í hvaða tilgangi þurfum við að vinna að nýrri varnarmálastefnu, við erum því miður aðilar að því sem ég kalla árásarbandalag NATÓ. En þetta fyrrum varnarbandalag breytti um hlutverk í kringum síðustu aldamót, nánar tiltekið 1999 þegar það fór að varpa sprengjum á Balkanskaga, fyrrum Júgóslavíu. Síðan þá hefur því, þessu fyrrum varnarbandalagi verið beitt af USA og UK í heimsvaldastefnu þeirra. Ráðist á hvert landið á fætur öðru, oft í nafni mannúðar, en í raun til að hirða af þeim allar hugsanlegar auðlindir og fé. Ríkisstjórnir Íslands samþykkja allar aðgerðir umhugsunarlaust og gera okkur almenna borgara þessa lands um leið samábyrg í drápunum. Meirihluti þjóðarinnar virðist sætta sig við þetta og því sýnist mér að Ísland þurfi ekki að huga að frekari vörnum, við erum í liði með helsta ógnvaldinum að heimsfriði í dag. Svo til gamans koma ýmsar orustuflugsveitir NATÓ öðru hvoru til Íslands, í orði kveðnu til að vakta lofthelgina (fyrir hverju?), við borgum fyrir með bros á vör úr digrum sjóðum ríkisins.
mbl.is Þreföld kreppa á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband