Ný viðmið.

Er ekki staðreyndin sú að peningakerfi stórs hluta hins vestræna heims er komið í þrot. Að hreinlega verði að byrja með nýtt peningakerfi sem styðst við raunveruleg verðmæti. Hætta með peningakerfi þar sem bankar búa til peninga úr engu og lána gegn okurvöxtum. Og alls ekki einn samhæfðan gjaldmiðil. Ein af helstu ástæðum þess að USA ásamt með árásarbandalaginu NATÓ og með stuðningi íslensku ríkisstjórnarinnar réðust inn í Libyu fyrir utan olíulindirnar var einmitt vegna gjaldmiðils. Libya ásamt nokkrum öðrum olíuríkjum í Afríku voru komin vel á veg með að skipta yfir í nýjan gjaldmiðil. Gullmynt sem til stóð að taka í gagnið og hætta að selja olíu fyrir bandaríkjadal eins og öll olíuviðskipti meira og minna fara fram í. Sama var reyndar upp á teningnum í Írak (Saddam Hussein), en þar stóð til að færa olíuviðskipti yfir í evrur, en þá réðust USA og bandalagsþjóðirnar inn í Írak. Undir því upplogna yfirskyni að þar væri allt vaðandi í gereyðingarvopnum o.s.f. Og má ekki velta fyrir sér að sökum þess að USA dollari hefur verið ráðandi gjaldmiðill í heimsviðskiptum og seðlabanki USA hefur getað prentað seðla án afláts, seðla með engin raunveruleg verðmæti á bak við sig (seðlabanki USA er einkabanki), að einmitt sé megin vandinn í fjármálalegu tilliti þaðan sprottinn. S.s einhverskonar nýjar myntir með raunveruleg verðmæti á bak við sig. Margir munu líklega benda á það að með slíkri fastbindingu fjár væri verið að hefta viðskiptalífið o.s.f. en væri það ekki allt í lagi, við erum ábúendur á þessari jörð, höfum ekki val um annað, en erum að verða búin að eyðileggja hana með mengun og græðgi. Svo kannski væri allt í lagi að fara að taka til í okkar ranni og endurskipuleggja allt okkar líf og lifnaðarhætti. Staðreyndin er sú að það er vel hægt að fæða og klæða alla jarðarbúa ef við viljum!

mbl.is Evran gæti leitt til hruns á heimsvísu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband