Færsluflokkur: Bloggar

"Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna" ??

Hef oft velt fyrir mér hlutverki "Sameinuðu Þjóðanna".
Oftlega hafa ákvarðanir og athafnir þessarar stofnunar valdið manni
heilabrotum um tilganginn.
Rétt eins og friðargæslusveitir stofnunarinnar virðast algerlega
gagnslaust fyrirbrigði.
Og hverskonar lýðræði er það hjá stofnun sem að er grundvölluð á,
(að því er ég best veit) að stuðla að friði og lýðræði í heiminum,
en er svo með "Öryggisráð" þar sem eistök ríki geta komið í veg
lýðræðisumbætur og mannréttindi í öðrum ríkjum ef þeim býður
svo við að horfa.

Þess utan sýnist mér ekki mikill munur á Bush fyrrverandi forseta
og Obama núverandi forseta Bandaríkjana, svona kannski eins og
sitthvor hliðin á sama peningnum.


mbl.is Obama beitir neitunarvaldi í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krafsað í heilabörkinn.....

Sit og fer í gegnum gömul skrif, gamlar hugleiðingar um misrétti heimsins, stríð og frið, ást og vöntun á ást.
Ljóð og prósi (margt af því komið hér á síðuna) og á stundum djúpar pælingar um hin endanlega tilgang lífsins. Um möguleika / takmarkanir sálarinnar. Hvernig fjölmiðlar, sjónvarp og útvarp o.s.f. móta skoðanir fjöldans. Hversu margir láta þessa miðla móta afstöðu sína í mörgum málum án þess að reyna sjálfir á nokkurn hátt að finna sannleikann. Það er betra að mörgu leiti að finna sannleikann / nálgast sannleikann í dag heldur en var á því tímabili sem flest af þessum ljóðum / prósa varð til. Nú höfum við þetta frábæra tæki tölvuna, sem flytur okkur á gríðarlegar lendur fróðleiks, skemmtunar og líka í heim hins klúra og ógeðfelda ef vill. Hver verður að finna sinn veg um þann alheimsvef. Við erum að sjá í dag hversu gífurleg áhrif þessi miðill og samskiptatæki er að hafa t.d. eins og í Egyptalandi í dag. Og þar kemur berlega í ljós hvernig yfirvöld reyna að stöðva upplýsingaflæðið ef það er þeim ekki þóknanlegt, fengu líklega hjálp frá "lýðræðislegum" stjórnvöldum annara landa við það. En sem betur fer gekk það ekki upp, aðeins í stuttan tíma, og fjárhagslegt tap á meðan á lokuninni stóð var gríðarlegt. En því miður eru aðrar vestrænar ríkisstjórnir að reyna að koma því svo fyrir að t.d. forseti geti lokað fyrir umferð á netinu nánast ef honum býður svo við að horfa. Enda er kannski að mörgu leiti nú að verða nokkuð ljóst að víða er verið þrengja að lýðréttindum og auka eftirlit með almenningi í "lýðræðisþjóðfélögum". Við verðum að halda vöku okkar, gera okkur grein fyrir því t.d. að hið svokallaða "stríð gegn hryðjuverkum" er kannski í raun eitthvað allt annað. Látum ekki bara meginstraumsfréttaveiturnar segja okkur hvað er sannleikurinn, skoðum málin frá fleiri hliðum ef mögulegt er. Verum vakandi!

Heilbrigði!

Sóttvarnarlæknir segir að hér á landi eigi þetta ekki við, þrátt fyrir aukin tilfelli drómasýki síðan byrjað var að bólusetja gegn svínaflensu! Trúlega erum við svona betur úr garði gerð en aðrir í veröldinni!! Ýmsir aðilar leikir og lærðir hafa undanfarin ár farið að hafa miklar efasemdir um gagnsemi bólusetninga almennt. Sjá má margar frásagnir á alheimsvefnum (internetinu) um slæmar afleiðingar ýmissa bólusetninga t.d. ungbarnabólusetninga, þar sem heilbrigð ungbörn hafa eftir bólusetningar hugsanlega t.d. orðið einhverf. Ekki veit ég sannleikann í því en finnst í það minnsta ástæða til að ígrunda hvort við séum tilbúin til að láta dæla í okkur einhverjum efnum sem vitum ekkert hvað er eða hvaða áhrif hafa á okkur og börn okkar. Get ekki alveg skilið þessa miklu áherslu sem Landlæknir setur á það að allir Íslendingar láti bólusetja sig gegn svínaflensu, sem er trúlega bara enn ein af þessum árlegu flensum sem berast um heiminn. Og hvernig eigum við að byggja upp eðlilegar varnir líkamans gegn flensum ef við látum ætíð sprauta okkur gegn náttúrunni. Held það gangi ekki upp til lengdar. Sýnir sig t.d. í því hvernig vandamál erum komin í varðandi ofnotkun okkar á penísillíni. Svo ekki sé nú minnst á óeðlilega mikla notkun á persónubreytanlegum lyfjum (Rítalín o.f.l.) svefnlyfjum og öðrum róandi lyfjum. Held að tími sé til komin að endurhugsa heilbrigðiskerfið, hvernig væri að fara að huga að forvörnum?
 
 

mbl.is Líkur á að svínaflensulyf eigi þátt í svefnsýki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöndum vörð um lýðræðið!

Vonandi verður aldrei af því að yfirvöld hvort heldur er í USA eða jafnvel hér á Íslandi fái 
þær heimildir og ákvörðunarrétt að slökkva á internetinu. Slíkt myndi ég telja að væri
bein aðför að lýðræðinu, sem ég held að við verðum að fara að standa enn betur vörð um.
Eins og þeir vita sem fylgjast með hefur einmitt verið mjög að lýðræðinu þrengt í hinum
vestræna heimi nú hin síðari ár í skjóli af hinu svokallaða "stríði gegn hryðjuverkum". 
Látum það eigi yfir okkur ganga, verum vakandi fyrir eigin velferð. 
 

mbl.is Forsetinn geti slökkt á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfbært Ísland!

Mín sýn á Ísland framtíðarinnar er sú að við verðum sjálfbær í matvælaframleiðslu.
Trúlega eru í raun allir möguleikar á því að við gætum orðið sjálfum okkur nóg.
En til þess að slíkt geti orðið þarf að sjálfsögðu "örugglega" að gera ýmsar breytingar í
regluverki okkar og skattaumhverfi og ekki síst í raforkuverði til gróðurhúsaræktunar.
Miðað við hvernig veðurfarið hér hjá okkur hefur verið að breytast síðastliðin ár virðist líka 
vera full ástæða til þess að fara í enn meiri kornrækt.
Margir láta sig dreyma um það að rækta hér ýmsan gróður sem nýta mætti í lífefnaeldsneyti,
það tel ég að við ættum ekki að gera, heldur nýta allt land sem getum til matvælaframleiðslu.
Og að sjálfsögðu að leitast við að framleiða allt á vistvænan hátt.
Staðreyndin er sú að við eigum bara eina jörð og henni hefur víða verið illilega spillt.
Jarðarbúar nálgast það að verða sjö milljarðar, ansi margir sem verður að metta,
og jarðgæði víða undan að láta vegna fólksfjölda og mengunar.
Því að það er eitt af því sem við sem eigum "í það minnsta ennþá" og það er gott og gjöfult land,
nægt vatn og búum við hlýnandi veðurfar. 
Og að sjálfsögðu er það líka sjávarútvegurinn og hefðbundin landbúnaður sem við búum að.
Ekki sé í raun að við ættum í neinu að breyta því fyrirkomulagi okkar að leitast við að vera
sjálfstæð og sjálfbær þjóð, við eigum nú þegar í mjög góðum samskiftum við nágrannaþjóðir
okkar í flestu tilliti, og sé enga ástæðu til að ætla að svo geti ekki verið áfram. 
S.s ættum við ekki að stórauka matvælaframleiðslu okkar, það sem við neytum ekki er
áreiðanlega hægt að selja öðrum þjóðum.
Ísland framtíðarinnar "Matarkistan í norðri".
 
E.s.
 
Langar svona til gamans að benda á hvað nafn lands okkar þýðir í raun
samkvæmt rannsóknum m.a. Gunnars Dal.
 
Ísland = Land Guðs. 
 

mbl.is Keyptu um 1000 tonn af íslensku korni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borga eða ekki Icesave!!!

Vil meina að við almenningur á Íslandi höfum ekki nokkra ástæðu til að borga þessa skuld og berum enga ábyrgð á þessu máli. Algert klúður stjórnmálamanna sem sátu við völd við hrunið og lofuðu að borga án umhugsunar, ekki hafa núverandi ráðamenn þjóðarinnar heldur staðið sig nokkuð betur við lausn málsins.

 


mbl.is Segir Icesavevinnu ganga vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kolefnisskattar og önnur óáran!

Hin útbreidda skoðun um hlýnun jarðar af völdum útblásturs koltvísýrings (CO2) og áhrifin af þeirri mengun á veðurfar, bráðnun jökla o.s.f.v. er hún rétt!
Öll viðurkennum við að sólin er lífgjafi jarðarinnar og án hennar þrifist ekki það líf sem við þekkjum.
Eins vitum við að tunglið stjórnar sjávarföllum og hefur einnig oft undarleg áhrif á okkur mennina.
Færri vita líklega að bæði á suðurpólnum og norðurpólnum eru staðbundnir vindar sem blása að staðaldri.
Þegar þessir þrír meginþættir eru skoðaðir í samhengi má sjá fyrir hvernig veðrið verður, jafnvel ár fram í tímann. Þetta hefur verið sýnt fram á af; Piers Corbyn veðurfræðingi / stjörnufræðingi og samstarfsmönnum hans hjá "WeatherAction"
Þeir voru t.d. búnir að spá fyrir um aftakaveðrið og snjóþyngslin í New York nú um jólin eins um flóðin í Ástralíu nú í kringum áramótin og það er ár síðan þeir spáðu þessu!
Það sem meðal annars hefur haft áhrif á að flæðir í Ástralíu er nýafstaðinn sólmyrkvi 4. jan. 2011 / þetta var ekki almyrkvi á sólu. En þetta er það sem er að hafa áhrif á veðrakerfin hjá okkur meðal annars.
Samspil þessara þátta (sól, tungl, pólarnir) hafa megináhrif  á veðurkerfin hér á jörðu samkvæmt Corbyn og félögum hans.
En hvað er þá í gangi hjá umhverfisverndarsinnum, umhverfisstofnunum og ýmsum vísindamönnum, sem sumir hverjir eru að verða uppvísir að því að falsa t.d. hitatölur o.f.l.
Það er vissulega gífurlegir peningar í húfi fyrir ýmsa, vísindamenn, umhverfissamtök, græn samtök allskyns og ekki síst stjórnvöld. Þvílík himnasending fyrir stjórnvöld, það er hægt að búa til margskonar skatta á grundvelli umhverfisverndar eins og einmitt er að gerast hér á Íslandi.
Ég er vissulega hlynntur umhverfisvernd og tel að við mættum gera margt í þeim efnum en við skulum hafa hlutina á hreinu. Það er ólíklega vegna útblásturs eingöngu sem ætluð hlýnun á sér stað.
Leitumst við að finna bestu leiðirnar til að menga sem minnst og berum meiri virðingu fyrir jörðinni, hún er okkar eina athvarf. S.s. það er ekki endilega rétt það sem sagt er um ástæður hlýnunar jarðarinnar sem jafnvel er alls ekki að hlýna heldur þvert á móti að kólna!

Að eyða sparnaði elliáranna.



Heimild til fyrirframgreiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar hækkar


Með breytingu á lögum nr. 129/1997 sem samþykkt var á Alþingi í desember var heimild til

fyrirframgreiðslu  viðbótarlífeyrissparnaðar

hækkuð úr 2.500.000 kr. í 5.000.000 kr.

  • Heimilt er að greiða út til sjóðfélaga allt að 5.000.000 kr. sem greiðast út með jöfnum mánaðarlegum greiðslum á 12 mánuðum, þ.e. 416.667 kr. á mánuði fyrir skatt. Útgreiðslutíminn styttist hlutfallslega ef um lægri fjárhæð en 5.000.000 kr. er að ræða.
  • Fjárhæð til útgreiðslu miðast við inneign 1. janúar 2011, þó að hámarki 5.000.000 kr.
  • Hafi sjóðfélagar áður fengið greiðslu samkvæmt eldri heimild dregst sú fjárhæð frá 5.000.000 kr.
  • Þeir sem þegar hafa sótt um útgreiðslu séreignarsparnaðar samkvæmt eldri heimild en vilja gera breytingar í samræmi við nýju heimildina þurfa að sækja sérstaklega um það með nýrri umsókn.
  • Heimildin gildir til 1. apríl 2011 sem þýðir að síðasti dagur til þess að sækja um útgreiðslu er 31. mars næstkomandi.
 
Gott og vel, þetta mun tímabundið bjarga einhverjum, en hvað gerist svo þegar við erum búin með allan sparnað okkar!
Þetta er að sjálfsögðu liður í því að þagga tímabundið niður í þeim sem enn eru að kalla eftir einhverjum lausnum á skuldavanda heimilanna. Að sjálfsögðu verður ekki neins meira að vænta af fyrirgreiðslu fyrir almenning, AGS (IMF) hefur gefið upp þá stefnu við ríkisstórnina sem þeim ber að fylgja eftir. Þessi breyting á lögum gerir ekki annað í raun en að flýta því að þurrka út millistéttina! Og hvar erum við svo stödd þegar við höfum eytt viðb.líf.sparnaði okkar í hina botnlausu hít sem opnuð hefur verið fyrir okkur af bankakerfi landsins og stjórnendum þess. Og ekki ætla ég að gera neinn mun á bankakerfinu fyrir hrun eða nú að "afstöðnu" hruni. Það hefur ekkert breyst þar! Nú og ef Seðlabanki Íslands ætlar svo í ofanálag að fara að tengja ísl. krónuna við evruna eða jafnvel að reyna að flýta fyrir upptöku hennar í stað krónunnar þá líst mér ekki á blikuna. Evran er fallandi gjaldmiðill og á sér kannski ekki langa lífdaga. Á Íslenska Ríkið, þ.e.a.s. við einhvern gullforða þegar helstu gjaldmiðlar viðskiptalanda okkar verða einskisnýtt pappírsrusl!

Nýtt upphaf.

Hef upp á síðkastið verið grafa upp gömul tengsl, samferðamenn í lífinu, rifja upp liðinn tíma.
Kannski eitthvað sem gerist þegar maður á einn eða annan hátt endurskoðar lífshlaup sitt og reynir að setja nýjan kúrs / nýja stefnu / ný viðmið. Og nú er komið nýtt ár sem ber í sér alla möguleika til nýrrar og vonandi upplyftandi og frjórrar hugsunar.  
 
Gleðilegt nýtt ár.
 
 

Teikn um stóru kreppu!

Sé þess merki víða að teikn eru á lofti með það að hinir stóru gjaldmiðlar vesturheims séu á fallandi fæti.
Þ.e.a.s. Evran og Dollarinn, gjaldþrot margra evrópulanda er að verða staðreynd, USA er í raun löngu gjaldþrota, aðeins vegna þess að þeirra gjaldmiðill hefur fastsettur í olíuviðskiptum þ.e. að viðskipti með olíu á heimsmarkaði er ætíð í Dollurum hefur haldið þeim á floti og þeir hafa prentað seðla dag og nótt.
En þetta ástand virðist vera að breytast, ef t.d. lánadrottnar USA færu fram á að fá greitt í öðrum gjaldmiðli en Dollurum væri spilið búið. Og það virðist vera að koma að þessu uppgjöri, sem þýðir algert fall áðurgreindra gjaldmiðla og þá um leið algerri kreppu vestrænna landa.
 
Stjórn Seðlabanka Íslands er að gæla við að tengja gengi ísl. krónunnar við gengi Evrunnar, myndi telja það mikið háskaspor, en það væri einmitt mjög í anda þessarar stofnunar, hverra hagsmuna gætir hún!
 
 Tek fram að er aðeins áhorfandi, skoðandi teiknin sem víða sjást, alls ómenntaður á sviði fjármála. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband