Teikn um stóru kreppu!

Sé þess merki víða að teikn eru á lofti með það að hinir stóru gjaldmiðlar vesturheims séu á fallandi fæti.
Þ.e.a.s. Evran og Dollarinn, gjaldþrot margra evrópulanda er að verða staðreynd, USA er í raun löngu gjaldþrota, aðeins vegna þess að þeirra gjaldmiðill hefur fastsettur í olíuviðskiptum þ.e. að viðskipti með olíu á heimsmarkaði er ætíð í Dollurum hefur haldið þeim á floti og þeir hafa prentað seðla dag og nótt.
En þetta ástand virðist vera að breytast, ef t.d. lánadrottnar USA færu fram á að fá greitt í öðrum gjaldmiðli en Dollurum væri spilið búið. Og það virðist vera að koma að þessu uppgjöri, sem þýðir algert fall áðurgreindra gjaldmiðla og þá um leið algerri kreppu vestrænna landa.
 
Stjórn Seðlabanka Íslands er að gæla við að tengja gengi ísl. krónunnar við gengi Evrunnar, myndi telja það mikið háskaspor, en það væri einmitt mjög í anda þessarar stofnunar, hverra hagsmuna gætir hún!
 
 Tek fram að er aðeins áhorfandi, skoðandi teiknin sem víða sjást, alls ómenntaður á sviði fjármála. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband