Kolefnisskattar og önnur óáran!

Hin útbreidda skoðun um hlýnun jarðar af völdum útblásturs koltvísýrings (CO2) og áhrifin af þeirri mengun á veðurfar, bráðnun jökla o.s.f.v. er hún rétt!
Öll viðurkennum við að sólin er lífgjafi jarðarinnar og án hennar þrifist ekki það líf sem við þekkjum.
Eins vitum við að tunglið stjórnar sjávarföllum og hefur einnig oft undarleg áhrif á okkur mennina.
Færri vita líklega að bæði á suðurpólnum og norðurpólnum eru staðbundnir vindar sem blása að staðaldri.
Þegar þessir þrír meginþættir eru skoðaðir í samhengi má sjá fyrir hvernig veðrið verður, jafnvel ár fram í tímann. Þetta hefur verið sýnt fram á af; Piers Corbyn veðurfræðingi / stjörnufræðingi og samstarfsmönnum hans hjá "WeatherAction"
Þeir voru t.d. búnir að spá fyrir um aftakaveðrið og snjóþyngslin í New York nú um jólin eins um flóðin í Ástralíu nú í kringum áramótin og það er ár síðan þeir spáðu þessu!
Það sem meðal annars hefur haft áhrif á að flæðir í Ástralíu er nýafstaðinn sólmyrkvi 4. jan. 2011 / þetta var ekki almyrkvi á sólu. En þetta er það sem er að hafa áhrif á veðrakerfin hjá okkur meðal annars.
Samspil þessara þátta (sól, tungl, pólarnir) hafa megináhrif  á veðurkerfin hér á jörðu samkvæmt Corbyn og félögum hans.
En hvað er þá í gangi hjá umhverfisverndarsinnum, umhverfisstofnunum og ýmsum vísindamönnum, sem sumir hverjir eru að verða uppvísir að því að falsa t.d. hitatölur o.f.l.
Það er vissulega gífurlegir peningar í húfi fyrir ýmsa, vísindamenn, umhverfissamtök, græn samtök allskyns og ekki síst stjórnvöld. Þvílík himnasending fyrir stjórnvöld, það er hægt að búa til margskonar skatta á grundvelli umhverfisverndar eins og einmitt er að gerast hér á Íslandi.
Ég er vissulega hlynntur umhverfisvernd og tel að við mættum gera margt í þeim efnum en við skulum hafa hlutina á hreinu. Það er ólíklega vegna útblásturs eingöngu sem ætluð hlýnun á sér stað.
Leitumst við að finna bestu leiðirnar til að menga sem minnst og berum meiri virðingu fyrir jörðinni, hún er okkar eina athvarf. S.s. það er ekki endilega rétt það sem sagt er um ástæður hlýnunar jarðarinnar sem jafnvel er alls ekki að hlýna heldur þvert á móti að kólna!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband