Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Fréttamat almennt.

Hef oft velt fyrir mér hvað vaki fyrir fréttastjórum/stjórnum á ljósvakamiðlum sérstaklega, en líka á blöðunum. Í fyrsta fréttatíma sem heyri á morgnana (kl. 06:00) er fyrsta frétt nær án undantekninga um það hve margir féllu í hinu eða þessu stríðinu, slysinu eða meintu hryðjuverkinu síðustu klukkutímana. Á þeim stutta tíma sem liðin er síðan okkur var sagt frá einhverju svipuðu áður en lögðumst til svefns. S.s. fréttamatið virðist vera þannig hjá fréttastjórum/stjórnum að það sem helst geti talist fréttnæmt séu morð og dráp á almenningi og hermönnum. Ekki vil ég gera lítið úr því óréttlæti sem slíkir atburðir eru allajafna, en á okkur líka lifandi að drepa með sífelldum fréttum af slíku. Lífið innifelur líka fallega hluti, góðar fréttir og jákvæðar sem hægt væri að segja frá.Það er fleira fréttnæmt en þau stríð sem ákveðin þjóð heldur úti í nafni lýðræðisumbóta en snúast í raun um allt aðra hluti. Við þurfum ekki á því að halda að fá stöðugar fréttir af þessum hráskinnaleik. Væri ekki nær að líta okkur nær og reyna að vera svolítið jákvæð, ekki veitir okkur af því. Ekki ætlast ég til að við lokum augunum fyrir hörmungunum í heiminum, en tel óþarft að setja þær fréttir ætíð í öndvegi. Þess utan er einkennilegt hvað fréttamat hér á Íslandi er einsleitt, yfirleitt aðeins sagðar frá einni hlið (sjónarhóli). Enda virðist sem allar erlendar fréttir sem sagðar eru hér komi aðeins frá fáum fréttaveitum, og allir fréttamiðlar hér á landi notist við þær sömu! Drögum aðeins úr því neikvæða og aukum hið jákvæða. Grin

Að langa til að tjá sig!

Sting mér hér inn í bloggheima vegna þess að stundum langar mig til að tjá mig og fá þá jafnvel viðbrögð við hugrenningum mínum, sem á stundum geta verið á nokkrum villigötum, fá þá jafnvel leiðréttann minn kúrs.
Eins gæti verið að maður setti inn einhvern gamlan eða nýjan skáldskap úr skúffunni góðu sem virðist vera til hjá flestum Íslendingum.

"Einu sinni, eða var það kannski tvisvar?
Allavega verður allt einu sinni fyrst!
Og þegar einu sinni hefur verið má búast við framhaldi.
Allt fram streymir, kannski ekki alveg endalaust,
en allavega í drjúgan tíma.
Heimur okkar sem er takmarkaður,
allavega takmarkanlegur eftir einstaklingum.
Því allir búa jú í sínum takmarkanlega heimi.
Því enginn nær því að vera takmarkalaus, eða hvað? "


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband