Trúarbrögð!
12.10.2011 | 22:33
Ég ber ákveðna virðingu fyrir trú, sjálfur fæddur inn í kristna trú, sagði mig þó úr þjóðkirkjunni fyrir margt löngu. Það var þó ekki vegna trúleysis heldur frekar vegna þess að kirkjan sem stofnun er óhæf til að taka á málum sem varðar hana sjálfa s.b. málefni fyrrum biskups hér á Íslandi sem enn á ný hefur skotið upp kollinum þrátt fyrir það hann sé fyrir allnokkru horfinn til annarar vistar. Öll trúarbrögð sem ég þekki til hafa í sér fólgin einhvern sannleika um lífið og tilveruna og leitast við að kenna okkur siðferði. Það er aðeins af hinu góða ekkert samfélag lifir af án siðferðislegra gilda. Eins kenna þau okkur umburðarlyndi og samkennd. En oft er það að þeir sem gerast þjónar og boðendur trúar hvers nafni sem hún nefnist virðast sjálfir ansi afvegaleiddir s.b. þennan aumkunarverða biskup. Megi guð leiða hann á rétta braut.
Fráskildir fái ekki að kenna börnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.