Sírenurnar kalla úr firðinni.
2.6.2011 | 11:36
Þegar sit við og hugsa um að yrkja, fanga á skrifblöðin orð sem sigla hjá eins og löngunarfull áhöfn skútu á leið í langferð um djúphöfin, til annara stranda hvar gáskafullar stúlkur kalla eggjandi af ströndinni, reynandi að seyða og tæla eins og Sírenurnar kölluðu forðum til sjómanna er leið áttu hjá eyju þeirra en þó án þess að reyna að fyrirfara þeim sem þá minnir á heimferð Ódysseifs sem eftir að hafa barist í Trójustríðinu tefst við ýmsar þrautir meðal annars að lenda í gyðjunum þremur; Kirku, Kalypsó og Násiku sem hann þó sleppur frá eftir langan tíma og skilar sér loks heim til Íþöku tuttugu árum eftir að hann lagði af stað í herleiðangurinn til Tróju, svo er um orðin sem reyna að safnast í þéttann samstæðan prósa um allt og ekkert samt að skila einhverri lítilli eða stórri hugsun út í eterinn til að einn og kannski annar geti haft ofan af fyrir sér á kvöldi einmannaleikans þegar nóttin kemur í kjölfarið eins dimm og hún getur orðið þegar mánans verður ei vart hvorki vaðandi í skýjum né fullur hátt á himni frægðarinnar sem margir nú um stundir sækjast stíft eftir sem hins æðsta marks á takandi fram yfir fyllra lífs hins hefðbundna norms sem þér er kannski ekki sú fylling sem í veðri er látið vaka á góðum samræðufundum á kaffihúsi í fornfrægri borg sem hefur alið marga andans menn og konur, listmálara og heimspekinga sem krufið hafa tilveruna, tilvistarkreppuna og jafnan rétt karla og kvenna hvar byltingar hafa verið gerðar og fallöxin hefur gætt sér á heitu blóði sem síðan rann í stríðum straum í ræsin og endaði síðan í Signu, blandaðist að lokum þeim dimmu djúpum sem orðin fæðast af og sigla að endingu á drifhvítan pappírinn sem ekki er endurunninn heldur af fyrstu kynslóð en mun vafalaust að lokum lenda í endurvinnslunni eins og flestar hugsanir gera líka er árin safnast að og styttist í tilvistarskipti og eða að hin fornfræga Shangri-La opnast þér og veitir hina dýpstu sælukennd sem öllu öðru er betri ef þú trúir því eitt andartak í hinni skýrustu hugljómun þinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.