Sviflétt hugvekja.

Mig hefur langað til að setja hér inn einhverjar hugsanir og pælingar, svolítið langt síðan síðast. Blogga um einhverja frétt, en það virðist bara vera svo lítið jákvætt í fréttamiðlunum. Því hef ég bara þagað, en það er líka bara ágætt. Þögnin getur verið svo gefandi, þaga í sátt við sjálfan sig, horfa í hug sér, leita að hinu hvíta ljósi skynjunarinnar. Sjá fyrir sér hina nýju tíma komandi, því allt er nú um stundir í gríðarlegu umbreytingarferli. Við erum á ferð inn í nýjan veruleika, til að skynja það er einmitt gott að stansa eitt andans augnablik, horfa innávið í huga sinn, gaumgæfa og meta þær miklu hræringar sem skekja jörðina og mannlíf allt. Reyna að finna þá miklu tíðnibreytingu sem er að verða, reyna að taka sér far á hinni rísandi bylgju vitundarvakningarinnar.

 

                                 Munum að ástin er allt.Heart 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

- góð hugvekja - -

Vilborg Eggertsdóttir, 25.6.2011 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband