Færsluflokkur: Ljóð
Kaffistofuspáin.
17.11.2010 | 22:48
Ljóð | Breytt 16.2.2011 kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kúreki á ferð um .........................
15.11.2010 | 22:44
Ljóð | Breytt 16.2.2011 kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
.........hugauðgi
11.11.2010 | 22:42
Ljóð | Breytt 16.2.2011 kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hressó!
10.11.2010 | 23:29
Sú var tíð hér í Reykjavík að ekki var eins gott aðgengi að vínveitingahúsum og er í dag. Man eftir því er við vinirnir reyndum eitt árið allar þær leiðir löglegar sem okkur datt í hug til að geta skemmt okkur í Rvík um páska. Vorum viðloðandi landsbyggðina á þessum árum og þar var ekki þetta vandamál til staðar, yfirleitt í það minnsta eitt eða tvö böll um páskahelgina. En nú vorum við staddir í Rvík, trúlegast flestir í einhverskonar námi. Og páskar og hreinlega allt meira og minna lokað, samt var nú aðeins farið að vera um það að veitingamenn væru að teygja sig eins langt og þeir komust upp með, t.d. um þessa páska var opið á "Hard Rock" í Kringlunni og við þangað. Pöntuðum okkur að borða og að sjálfsögðu viðeigandi vínveitingar, þóttumst nú aldeilis vera búnir að bjarga í það minnsta þessum degi. En viti menn, í hálfnaðri máltíð mæta laganna verðir og loka búllunni, minnir þó að fengjum að ljúka því sem þó vorum byrjaðir á. Á þessum misserum voru veitingamenn að reyna allt hvað þeir gátu til að mæta betur auknum kröfum almennings og ferðamanna um aukna þjónustu. Eitt var það t.d. þegar verið var að reyna að fá leyfi til að afgreiða áfengi út eins og tíðkaðist erlendis og við þekkjum vel og njótum í dag, þá voru veitingamennirnir á "Hressó" fyrstir til, enda bjuggu þeir að þessum fína innilukta garði. En þeir þjófstörtuðu, ekki fengust leyfi fyrr en eftir töluvert stímabrak í ráðuneytunum. Við vinirnir vorum líka stoppaðir af í skemmtuninni þar af laganna vörðum. Og í tilefni af þessu öllu varð til þetta "ljóð" Hressó! Til gamans má geta að ári seinna var einmitt efnt til ljóðasamkeppni á vegum veitingahússins, og átti einmitt að fjalla um það á einn eða annan hátt. Þessi ljóðasmíð rataði þó aldrei þangað.
Hressó!
Í garðinum, umluktum húsum.
Síðsumarsól, kaffi, te, eða var það öl.
Tilfinning fyrir nýrri andakt í gömlu veitingahúsi.
Flækjur lagabálkanna, má eða má ekki,
drekka öl undir berum himni?
Sitja við gluggann með ljúfan kaffi,
horfa á mannlíf Austurstrætis.
Höfuð kýld niður í bringu,
veðurhamur vetrarins, eykur hraðann.
Fólk á hlaupum, komast í skjól, á Hressó um jól.
Helgi, tættir tónar sleppa út, en ekki fleiri inn,
biðröð í rigningunni.
Hið dagfarsprúða kaffihús skiptir um klæði.
Hart rokk tekur völdin, víman vex.
Páskar, nýir tímar, kaffi og kökur alla helgina.
Liðast lífið á snigilhraða trúarinnar.
Já, liðnir ljúfir tímar
á kaffihúsi í Reykjavík.
Ljóð | Breytt 16.2.2011 kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skilningur...
6.11.2010 | 17:55
Ljóð | Breytt 16.2.2011 kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hverfa burt..........
6.11.2010 | 17:41
Hverfa burt úr fjöldanum, hverfa í fámennið.
Spila ný lög á munnhörpu langanna minna.
Sitja úti fyrir "kastala" mínum, horfa á fjöllin, sjóinn.
Sjá þegar bátar koma úr róðri, drekka kaffi úr fanti,
punkta á blað hugsanir mínar er þær flögra hjá.
Slíta úr mér einmannakenndina.
Ljóð | Breytt 16.2.2011 kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svengd!
1.11.2010 | 22:45
"Næringarskortur
í garði hugsanna minna."
Ljóð | Breytt 16.2.2011 kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
DRAUMSEGL!
30.10.2010 | 20:00
Merlandi hafflötur í huga mér.
Sólin skín úr óravíðáttunni.
Sigli minn sjó, einn á báti.
Þanin segl hugsanna minna,
feykja mér um,
veraldir drauma.
Ljóð | Breytt 16.2.2011 kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Brátt flýg...........
30.10.2010 | 19:51
Ljóð | Breytt 16.2.2011 kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Draumsigling!
27.10.2010 | 22:17
Mín sæng útbreidd, til þerris,
bylgjast í golunni.
Löng er sú nótt sem frá mér fer.
Blindir draumar í skini tungls
í fyllingu.
Stjörnuþokur, minn þjóðvegur,
sigli um geiminn
á draumfleyi númer þrjú.
Skoðunarferð um óskrifaðar
sögur mannkynsins.
Forskot á tímann!
Í fimmtu draumhöll býr
undurfögur geimmey,
tætir og tryllir
veikgeðja mann.
Af geimástum fer engum sögum.
Leyndarmál í dósum, keypt í sjálfsölum,
hundrað krónu leyndó.
"Menningin" breiðist út um víðan geim.
Nú sný ég aftur heim.
Ljóð | Breytt 16.2.2011 kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)