Færsluflokkur: Ljóð

...næring ~ tæling...

Að næra andann
í þögn
á veitingahúsi
í miðborg
Reykjavíkur,
sötrandi te,
fylgjast með
lífinu utan
við gluggann,
í von um að
tæla til sín
skáldgyðjuna,
eitt andartak,
nægilega lengi
fyrir ljóðstúf. 
 

..jákvæðni....

Horfum til lífsins með jákvæðri
sýn á möguleika okkar til
upplýstari vitundar. 

...myndhvörf.....

Birtist óvænt.
Afklæddist orðalaust
í birtu götuljósa.
Bauð blíðu sína
án skuldbindinga.
Kom til mín óumbeðin,
líkt og eftir hugboði.
Alsköpuð ímynd,
draumur drauma
minna. 
 

...hugmynd að ljósmynd......

Vildi mynda myndarlega 
mey ef hún gæfist.
Leita dyrum og dyngjum,
í dyngju drottningar
kemst enginn
án meðmæla. 
 

~ hjómþræðir......

Tónar úr ofnum þráðum ~
hljómþræðir ~ tónvefjur ~ 
fimm fjórðu ~ kvartett.
Standbassi ~ tromma ~ sax ~
hljómfagurt píanó ~ engilmjúkur söngur ~
díva ~ "par excellent".
Á rökkvuðum stað á óræðum tíma ~
svífandi djazztónar. 
 


 

..motivation

The naked simplicity
of my thought
sitting contemplating 
of what life could be
if there were some
motivation! 

Seiður...

Magnaður er seiður þinn
kæra vina.
Angist mín hverfur
sem dögg
í sólarupprás hins nýja
tíma komandi.
Skilningur minn dýpkar,
sé til botns
þekkingarvatnsins.
Ferðast upplýstur um í
vitund óendanleikans.
Sé glitta í sannleik
hins alvalda. 

Seductive smile.......

At a crowded place in the midst of night.
A women came my way.
Gave me a beautiful, seductive smile.
Granted me a few cautious, little kisses,
but then went on through.
Vanished, into the city jungle,
browsing.......... 

Innlit......

Horfðu í augu sólarinnar.
Svaraðu spurningum frá
rótum hjarta þíns.
Afklæddu hug þinn
frammi fyrir spegli
sannleikans! 

Ákall......

Ég ákalla ykkur, ofskynjanir.
Kom leys mig úr álögum hversdagsins.
Berið mig í hæðir.
Sýnið mér litadýrð, nýja dýra.
Opnið hug minn, hleypið ferskum
straumum víðsýni inn.
Sýnið mér myndir, atburði forsögunnar. 
Berið mig að fótskör þess alvalda! 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband