ORÐ........................

Döpur, kát, lýsandi, óljós, glöð, gröð, gætileg, galsafenginn, glæfraleg, grandvör, góð, vond, værukær, vönduð, veigalítil, mikilfengleg, smá, stór, snarkandi, róandi, litfögur, guggin, litrík, litlaus, lítilfjörleg, lítillækkandi, upphefjandi, stórmannleg, snautleg, skrautleg, skaðleg, uppbyggjandi, það má hafa ótal orð um orð, meira en orð er á gerandi, í orðgnótt gerjast oft hugmynd sem seinna verður okkur orðaveisla. Eða orð í tíma töluð......

©Steinart


Smá P.....

Orð um borð í skáldfarinu á sporbaug um sálu mína í leit að gömlum minnum sem nýtast sem eldsneyti á bál prósans.

----------------------------------------------------------------------

Samtal við spegilinn sem ekki lætur blekkjast af vel fram settum fagurgala með mjúkri sefjandi röddu sagnameistara hinnar tvíræðu orðgnóttar.
-------------------------------------------------

Og það sem á milli er
er oft hið óræða
þetta ósagða
sem þyrfti þó
sannarlega stundum
að vera ljósara.
-------------------------------------

©Steinart


Hver er fréttin!

Enn eitt málið þar sem komið er í veg fyrir "hryðjuverkaárás", sem hugsanlega var leidd fram af mönnum frá Bandarísku leyniþjónustunni sem smyglað höfðu sér í raðir meintra hryðjuverkamanna. Þessi fréttaflutningur er ekki til annars en að ala á hræðslu almennings við þessa oft á tíðum sviðsettu hryðjuverkaógn.
mbl.is Komu í veg fyrir sprengjutilræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skiptir það máli!

Já, það skiptir máli. Þó að við teljum okkur ekki hafa neina vigt í hinu stærra samhengi þá er það samt að mínu áliti ekki gott að allar upplýsingar um mann liggi fyrir til nota fyrir þá sem vilja. Ekki þarf endilega að ganga út frá því að einhverjir vilji nota þær upplýsingar sem við gefum af okkur sjálfviljug til illra verka, en allur er varinn góður. Því bæði eru það stjórnvöld ríkja sem þarna geta safnað upplýsingum um þegna sína og athafnir þeirra eins líka hin ýmsu fyrirtæki sem kaupa sér aðgang að stórum hópi fólks, draumum þeirra og athöfnum, sem geta þá nýst þeim í útfarinni auglýsingamennsku sem beint er að líklegum viðskiptavinum úr hópnum. En skiptir þetta máli, flestir virðast telja það hið besta mál, að persónuupplýsingarnar séu eitthvað sem sé allt í lagi að séu opinberar. Jú, það getur vel verið, engum dettur í hug að fara að nota upplýsingar um â "mig" í skuggalegum tilgangi. Og vel má það vera, við skiptum kannski engu máli, en ættum við ekki að íhuga þetta aðeins. Upplýsingar eru völd, engin ástæða til að gefa þær frá sér án umhugsunar.
mbl.is Fáir nota öryggistæki á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Týpísk hjarðmennska...............

Æ, hvað við erum leiðitöm. Hoppum í galsafenginni eftirvængingu í múgsefjunarpyttinn. Leiðitöm þjóð ginnkeypt fyrir hugsanlegum smávinnigum, sem síðar verðum að greiða fyrir rúmlega fullt verð.
mbl.is Allt fullt hjá Bauhaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Níutíu og níu loftblöðrur.............

Greinilega er verið að semja við ríki en ekki einstakling hér. En svona er veröldin í dag og menn reyna allar leiðir til að komast kringum reglugerðirnar til að selja landið okkar. Vonandi að þetta verkefni færi velsæld í hérað.
mbl.is Huang vill samning til 99 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnusápublús.............

Fjórir veggir sem halda þér í skefjum
Innmúruð öryggistilfinning
Í vari gegn gengdarlausri ásókn nútímans
Í heimi hins skáldaða, hálf skáldaður sjálfur
Sálartetrið í Freudískri kynferðiskreppu
Búinn að bæla allar tilfinningar svo lengi
Þekkir ekki lengur sannar tilfinningar
Töpuð löngun til frjáls lífs
Kannski aðeins mennskt vinnudýr
Allt hverfist um starfið, framann
En lengstum er ekkert að gerast
Ertu nokkuð að bíða eftir stóra tækifærinu
Veistu að ekkert gerist nema þú viljir það
Verður að draga til þín tækifærin
Eða ertu alveg orðinn samdauna
Útbrunninn, fórnaðir þér kannski fyrir firmað
En firmað nærist aðeins á hagnaði, þér
Sýgur úr þér lífskraftinn, þurkar upp frumleikann
Vakna, borða morgunkornið, keyra til vinnu
Bíða eftir kaffipásunni, leita frétta hjá liðinu
En það var innan sinna fjögurra
Horfandi á hinn sí dáleiðandi skjá, flatskjá
Ó, veistu hvað gerðist svo í draumsápulandi
Æðislegt brillíant fullkomið líf og kokteilar
Skutlast í létta heilsurækt á sportbílnum, með hárið flaksandi
Sólin skín alltaf, og nóg af seðlum og sætindum
En kaffið lífgar eitt augnablik
Vinnur þitt verk í vélrænum takti, engin fersk hugsun bærist
Brátt kemur helgi á ný með fullt af tækifærum
Innan fjögurra veggja, umfaðmandi sjónvarpsheiminn
Og allt gerist svo hratt, helgin á enda
Já enn ein helgin með úttroðna laugardagsnammipoka
Vakna, borða morgunkornið, keyra til vinnu...........................

©Steinart


Tafl......óviss tími...........

Tafl......óviss tími...........

Stálgrátt minni þitt reynir að beygja hinn ytri veruleika, snúa aðstæðunum að þínum hag, gera hina harmrænu stöðu sem ert lentur í að mjúkri lendingu á taflborði meistara blekkingarinnar. Taka skref sem værir riddari taflborðsins, meistari hinnar sjónrænu fléttu. En leikirnir sem hugsaðir með góðum fyrirvara, bæði sókn og vörn, standast ekki gagnvart meistara hinna tvílitu reita. Leikfléttukóngi, snillingi hinna margslungnu aðstæðna skapaðra að vild, tjaldi sjónhverfinga beitt gegn þér, afvegaleiðir þig, fyllir hug þinn óbærilegri óvissu.

©Steinart


Góðar vættir forði oss frá því..............

Ekki líst mér vel á það að almennir lögreglumenn fari að hafa aðgang að skotvopnum í bifreiðum sínum.
Því það eitt er víst að ef svo verður þá munu glæpamennirnir verða fljótir til að vopnast.
Og sagan kennir okkur það að ofbeldi elur af sér ofbeldi.
mbl.is Vilja byssur í bílana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stríðsleifar?

Manni dettur nú fyrst í hug að hér gæti verið um að ræða einhver þau eiturefni sem Franski og Ameríski herinn varpaði á landið á síðustu öld.
mbl.is Dularfullur húðsjúkdómur í Víetnam
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband