ÁST.........

Ástin sem flæðir

tilvera sem blæðir

hugsýki næðir

ástand sem hræðir.

©Steinart


Á bak við grímu......................

Á bak við grímu......................

Á bakvið grímu hins litríka er dekkri mynd hins sama og túlkunin skemmtir okkur í drifhvítri kaldri blekkingunni sem kaupum dýru verði svo ekki komist upp um miður ríkan skilning okkar á hinum tveimur hliðum hverrar myndbirtingar í heimi hins sýnilega ljóss.

En í hvaða ljósi böðum við okkur er fram líða stundir!

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

©Steinart


Leirdúfur flytja fréttir til þín...........

Leirdúfur flytja fréttir til þín...........

Leirkerasmiðjan er komin í gang á ný, leirhnoð sem í upphafi voru sem mjúkir bómullarhnoðrar á sveimi í óbeisluðum hugarheimi leirskáldsins taka á sig fyllri mynd þó ekki sé loku fyrir það skotið að uppsprettan sé þurr og óðum að breytast í rykmistur sem byrgir okkur öllum sýn til hinnar rísandi skynjunar sem boðuð hefur verið í merki Vatnsberans, en þa
r sem nú hefir borist vatnið nóg með þessu merka merki er varla tiltökumál að falast eftir dropa svo móta megi á ný fagra leirmuni til gleði og ánægju stækkandi hópi fylgjenda hinnar nýju alheimstrúarbragða því enn um sinn verður því ekki viðkomið fyrir þorra mannkyns að kasta fyrir róða einhverjum sýnilegum trúartáknum og altörum til að falla á hné frammi fyrir...... 

As they say....still in progress...

©Steinart

draumaveröld hugans............

Draumar í aðdraganda nýrrar tilveru. Rúmrusk, tíðar ferðir til að losa úr blöðrunni, teið skilar sér. Tíminn líður í nóttinni, en morguninn of skammt undan, einn draumur tekur við af öðrum, stef með leikendum úr hversdeginum. Kristallar klingja í stóískum friði utan seilingar, er hinn jarðneski kraftur sytrar um herbergið. Jarðtengingar, ástar og friðarkraftur, örvun hinnar sönnu skynjunar. Og Buddha læðist um sviðið, telur perlur á bænafesti, rekelsisilmur höfugur auðveldar huganum að sigla loftvegi hins mögulega eða stingast í upphafið, á bólakaf í haf óreiðunnar, sökkva til botns í visku liðinna lífa en að lokum stingast upp á yfirborðið eins og Háhyrningur í leik og falla með gusum svo vel verði eftir tekið. Og leitin að hjörðinni, eigin hópi heldur áfram á öldum alnetsins, fletti mörgum lögum af síðum sem síður en svo eru upplífgandi né gefandi í leiðbeinandi betri siðum. En að lokum berast böndin heim í hérað, hvar allt byrjaði á sinn lítilmótlega og saklausa hátt með örlítilli hugmynd um dreymandans skýru mynd af draumaveröld hugans........

 

©Steinart 

 


sannleikur hins algera............

Í djúpri hugsun rennur

sannleikur hins algera.

Í straumi hins liðna

endurskapast minningarnar.

Í lífsins þraut og gleði

upplifum við það sem við þurfum.

 

©Steinart



kvæntur eður ei..... // og smá ljóð fyrir þá sem trúa........

Mikið er þetta nú að verða skemmtilegt, fræðasamfélagið greinilega ekki samstiga frekar en fyrri daginn. En það er líka ágætt, hvernig væri lífið ef allir væru sammála.

------------------------------------------------

                                                           innra.......................

 

Framtíðin er björt í lífi þeirra

er trúa á hið komandi ljós.

Tendrum hið innra ljós,

gefum í friði og ást.

Umfram allt ástinni.

Í ástinni býr hið

fegursta sem við

getum gefið

af okkur.


                                                                      ©Steinart 

 

 


mbl.is Skjalið um konu Jesú falsað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúanlegar, trúarlegar vangaveltur.

Mikið er það nú skemmtilegra ef satt reynist, eins og reyndar oft hefur verið gefið í skyn, að Jesús hafi verið giftur. Enda með eindæmum að ætla nokkrum manni eða konu að lifa skírlífi, stríðir einfaldlega gegn náttúru okkar og eðli. Þá er nú bara næsta spurning hvort ekki gæti verið að hann hafi eignast einhver börn með eiginkonu sinni, gæti verið skemmtilegt verkefni fyrir íslenska ættfræðigrúskara að rekja þann ættboga, enda margir hverjir ansi lúnknir í þeim fræðum. Sem svo veltir þá líka upp þeirri spurningu hvort hin eiginlegu orð Krists hafi verið skráð innan fjölskyldu hans meðan hann dvaldi hér á jörð eða skömmu eftir upprisu hans, gætu kannski verið einhversstaðar til, gætu jafnvel verið hinn heilagi Gralur sjálfur.
mbl.is Var Jesús giftur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæn......

Við sem drottins blessunar leitum

oft farið höfum langan veg,

villst um í borgarinnar solli,

gert margbreytileg glappaskot.

 

Við ljóssins höfum leitað,

leiðinni út úr myrkrinu,

Jesús þú ert vor ljósberi

þér fylgja viljum vorn æfiveg.

 

©Steinart

 

 


fyllt......tónheimi // filled.....soundworld


Oftlega fyllti eyrun af háværri músik,

þröngvaði öllu burt úr vitundinni nema tónheimi

og þeim ímyndunum sem þar af fæddust.

Hetjur og andhetjur í allra kvikynda líki,

hljóð af allra handa tagi skópu hugheim

fylltan litum og magnþrungnum tilfinningum.

--------------------------------------------------------------

Often filled my ears with loud music,

threw everything out of my consciousness, 

except the soundworld and the imaginations

which there of were born.

Heroes and antiheroes in all shapes and styles,

sound of all kind created imaginary world

filled with colors and great  emotions.

©Steinart 

 


Í tilefni Jasshátíðar, eitt lítið ljóð......


Svartur Trompet
--------------

Svartur trompet
út í nóttina blæs
svarbláum tóni,
rigning á glugga
myndar fullkomna
stemmningu tregans.

Aflögð hljóðfæri á
vegg taka að hljóma
er kráargestirnir hafa
gengið inn í draumalandið.

Himneskir tónar
liðinnar aldar.
Músik frá guðunum,
hinum gleymdu öflum.

©Steinart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband