Allumlykjandi hagvöxtur....eða ekki?

Er veröldin grá með bláum röndum,
upplýst neonskilti í húminu.
Síðustu dreggjar alvöru kaffisins hverfa úr minni.
Angist mín kannski ástæðulaus, nýr framfaratími í uppsiglingu.
Hagvöxtur hugans, súluritin svífa í hæðir,
kappsamleg framleiðsla í viti firrtum heimi.
Og menn segja bara; hvaða blekbull er þetta sem vellur hér um
allar koppagrundir?
Hvergi friður fyrir lausnurum heimsins.
Menn sem ætla að leysa allan vanda með prósa og
angurværum ljóðum um ástina.
En ekkert skal stöðva hagvöxtin,
framleiðum fram í rauðan dauðann. 

Skemmtun!

Gæti hafa gerst á kvöldi svipuðu því sem nú, stormur, rigning, slydda.
Reykjavík fyrir hartnær tveimur áratugum......
 
Skemmtun.
 
Skrýðist hempu blekkingarinnar. Set upp upp eina af hinum liztitilegu grímum.
Helli í mig miði, svo talandinn verði sannfærandi.
Reyni að sýna í augunum ástleitinn bjarma, logandi órar!
Stenka á mig rakspíra "Passion". Pússa skóna, gleymi ekki að konur,
alvöru konur líta á skóna.
Fínar buxur, skyrta í stíl, silkibindi, töff leðurjakki.
Svalur gæi! Helli í mig meiri miði.
Passaðu þig strákur (!) konur líta ekki á slefandi fulla bjána,
hversu flottir sem þeir eru í tauinu.
Rigning, tek leigubíl, beint á veiðilendur hugaróranna.
Biðröð, mjög löng biðröð, stend úti við götu, troðningur í röðinni,
ýtt harkalega við mér, hrasa út á götu, næstum í veg fyrir bíl.
Bílstjórinn rétt nær að sveigja hjá, en æ nei, pollur, gusurnar ganga yfir mig,
rennandi, upp úr - niður úr, öskra!
Öll röðin beljast um í hlátrasköllum, þvílíkt ástand, rölti heim,
sjálfsvirðingu rúin.
Ó, þvílík útreið, þvílíkt kvöld! 
 



......um sólu

Löngun í himnaríkishæðir
í einu hendingskasti.
Hverfast í spuna fullnægjunnar.
Sökkva í haf óendanleikans.
Koma aldrei aftur.
Hverfa á braut um sólu hvata! 

Krafsað í heilabörkinn.....

Sit og fer í gegnum gömul skrif, gamlar hugleiðingar um misrétti heimsins, stríð og frið, ást og vöntun á ást.
Ljóð og prósi (margt af því komið hér á síðuna) og á stundum djúpar pælingar um hin endanlega tilgang lífsins. Um möguleika / takmarkanir sálarinnar. Hvernig fjölmiðlar, sjónvarp og útvarp o.s.f. móta skoðanir fjöldans. Hversu margir láta þessa miðla móta afstöðu sína í mörgum málum án þess að reyna sjálfir á nokkurn hátt að finna sannleikann. Það er betra að mörgu leiti að finna sannleikann / nálgast sannleikann í dag heldur en var á því tímabili sem flest af þessum ljóðum / prósa varð til. Nú höfum við þetta frábæra tæki tölvuna, sem flytur okkur á gríðarlegar lendur fróðleiks, skemmtunar og líka í heim hins klúra og ógeðfelda ef vill. Hver verður að finna sinn veg um þann alheimsvef. Við erum að sjá í dag hversu gífurleg áhrif þessi miðill og samskiptatæki er að hafa t.d. eins og í Egyptalandi í dag. Og þar kemur berlega í ljós hvernig yfirvöld reyna að stöðva upplýsingaflæðið ef það er þeim ekki þóknanlegt, fengu líklega hjálp frá "lýðræðislegum" stjórnvöldum annara landa við það. En sem betur fer gekk það ekki upp, aðeins í stuttan tíma, og fjárhagslegt tap á meðan á lokuninni stóð var gríðarlegt. En því miður eru aðrar vestrænar ríkisstjórnir að reyna að koma því svo fyrir að t.d. forseti geti lokað fyrir umferð á netinu nánast ef honum býður svo við að horfa. Enda er kannski að mörgu leiti nú að verða nokkuð ljóst að víða er verið þrengja að lýðréttindum og auka eftirlit með almenningi í "lýðræðisþjóðfélögum". Við verðum að halda vöku okkar, gera okkur grein fyrir því t.d. að hið svokallaða "stríð gegn hryðjuverkum" er kannski í raun eitthvað allt annað. Látum ekki bara meginstraumsfréttaveiturnar segja okkur hvað er sannleikurinn, skoðum málin frá fleiri hliðum ef mögulegt er. Verum vakandi!

Heilbrigði!

Sóttvarnarlæknir segir að hér á landi eigi þetta ekki við, þrátt fyrir aukin tilfelli drómasýki síðan byrjað var að bólusetja gegn svínaflensu! Trúlega erum við svona betur úr garði gerð en aðrir í veröldinni!! Ýmsir aðilar leikir og lærðir hafa undanfarin ár farið að hafa miklar efasemdir um gagnsemi bólusetninga almennt. Sjá má margar frásagnir á alheimsvefnum (internetinu) um slæmar afleiðingar ýmissa bólusetninga t.d. ungbarnabólusetninga, þar sem heilbrigð ungbörn hafa eftir bólusetningar hugsanlega t.d. orðið einhverf. Ekki veit ég sannleikann í því en finnst í það minnsta ástæða til að ígrunda hvort við séum tilbúin til að láta dæla í okkur einhverjum efnum sem vitum ekkert hvað er eða hvaða áhrif hafa á okkur og börn okkar. Get ekki alveg skilið þessa miklu áherslu sem Landlæknir setur á það að allir Íslendingar láti bólusetja sig gegn svínaflensu, sem er trúlega bara enn ein af þessum árlegu flensum sem berast um heiminn. Og hvernig eigum við að byggja upp eðlilegar varnir líkamans gegn flensum ef við látum ætíð sprauta okkur gegn náttúrunni. Held það gangi ekki upp til lengdar. Sýnir sig t.d. í því hvernig vandamál erum komin í varðandi ofnotkun okkar á penísillíni. Svo ekki sé nú minnst á óeðlilega mikla notkun á persónubreytanlegum lyfjum (Rítalín o.f.l.) svefnlyfjum og öðrum róandi lyfjum. Held að tími sé til komin að endurhugsa heilbrigðiskerfið, hvernig væri að fara að huga að forvörnum?
 
 

mbl.is Líkur á að svínaflensulyf eigi þátt í svefnsýki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöndum vörð um lýðræðið!

Vonandi verður aldrei af því að yfirvöld hvort heldur er í USA eða jafnvel hér á Íslandi fái 
þær heimildir og ákvörðunarrétt að slökkva á internetinu. Slíkt myndi ég telja að væri
bein aðför að lýðræðinu, sem ég held að við verðum að fara að standa enn betur vörð um.
Eins og þeir vita sem fylgjast með hefur einmitt verið mjög að lýðræðinu þrengt í hinum
vestræna heimi nú hin síðari ár í skjóli af hinu svokallaða "stríði gegn hryðjuverkum". 
Látum það eigi yfir okkur ganga, verum vakandi fyrir eigin velferð. 
 

mbl.is Forsetinn geti slökkt á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfbært Ísland!

Mín sýn á Ísland framtíðarinnar er sú að við verðum sjálfbær í matvælaframleiðslu.
Trúlega eru í raun allir möguleikar á því að við gætum orðið sjálfum okkur nóg.
En til þess að slíkt geti orðið þarf að sjálfsögðu "örugglega" að gera ýmsar breytingar í
regluverki okkar og skattaumhverfi og ekki síst í raforkuverði til gróðurhúsaræktunar.
Miðað við hvernig veðurfarið hér hjá okkur hefur verið að breytast síðastliðin ár virðist líka 
vera full ástæða til þess að fara í enn meiri kornrækt.
Margir láta sig dreyma um það að rækta hér ýmsan gróður sem nýta mætti í lífefnaeldsneyti,
það tel ég að við ættum ekki að gera, heldur nýta allt land sem getum til matvælaframleiðslu.
Og að sjálfsögðu að leitast við að framleiða allt á vistvænan hátt.
Staðreyndin er sú að við eigum bara eina jörð og henni hefur víða verið illilega spillt.
Jarðarbúar nálgast það að verða sjö milljarðar, ansi margir sem verður að metta,
og jarðgæði víða undan að láta vegna fólksfjölda og mengunar.
Því að það er eitt af því sem við sem eigum "í það minnsta ennþá" og það er gott og gjöfult land,
nægt vatn og búum við hlýnandi veðurfar. 
Og að sjálfsögðu er það líka sjávarútvegurinn og hefðbundin landbúnaður sem við búum að.
Ekki sé í raun að við ættum í neinu að breyta því fyrirkomulagi okkar að leitast við að vera
sjálfstæð og sjálfbær þjóð, við eigum nú þegar í mjög góðum samskiftum við nágrannaþjóðir
okkar í flestu tilliti, og sé enga ástæðu til að ætla að svo geti ekki verið áfram. 
S.s ættum við ekki að stórauka matvælaframleiðslu okkar, það sem við neytum ekki er
áreiðanlega hægt að selja öðrum þjóðum.
Ísland framtíðarinnar "Matarkistan í norðri".
 
E.s.
 
Langar svona til gamans að benda á hvað nafn lands okkar þýðir í raun
samkvæmt rannsóknum m.a. Gunnars Dal.
 
Ísland = Land Guðs. 
 

mbl.is Keyptu um 1000 tonn af íslensku korni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hljómurinn....

I.
 
Það hljómar, í höfðinu glymur,
tónverk í smíðum.
Tónlist úr húsi þagnarinnar.
Ferðast í huganum um land tækifæranna,
finna blæ hins hamingjuríka friðar.
 
II.
 
Löngun mín nær í þriggja metra radíus.
Teygi mig, reyni að snerta hið ósnertanlega.
Upplifanir í sýnd og reynd.
Hjóm mig læt tæla, inn í hugann,
þar sem skapa nýjan sýndarveruleika. 

Flótti úr nútímanum! (Gamalt úr skúffunni.)

Undirbúningur undir lífið á galeiðunni.
Spurning um vímu, deyfa hugann eitt andans augnablik.
Setja upp rétta svipmótið.
Augnablik, hvernig blása vindar í kvöld.
Gengur rautt eða kannski svart.
Heimur á flótta, kapphlaup í gin heimskunnar.
Ná upp hraða sem hægt er að vera sæmdur af.
Bruna á mót geggjuninni, kemur hún svo sem ekki nógu snemma? 
Glaðhlakkalegir púkar sitja á öxlum okkar, skemmta sér vel.
Leikhús fáránleikans, líf í trylltum dansi. Sviðsmynd öfganna.
Tónfall síbyljunnar. Hringlar orðið í hausnum á þér vinur.
Er gangverkið farið að skrölta!
Og þig byrjar að dreyma paradísarlífið, sem er viðsnúningur
á núverandi líf.
Gulur sandur, húla - húla meyjar sem dansa innan um pálmatréin.
En draumar eru oft loftbólur.
Svo þú ferð og reynir að ná sambandi við hinn heiminn, þú veist,
fréttir úr eftirlífinu, ferð á skyggnilýsingu. 
Halló - halló er í salnum einhver sem þekkir BOND - JAMES?
Augnablik! Þetta gengur ekki.
Ferð í þriggja áfanga handayfirlagningu.
Rifja upp fyrri líf þín. Kannski gerðist eitthvað spennandi þar.
Kannski varstu LEIFUR hinn HEPPNI og fannst þá VÍNLAND hið góða.
Áttirðu smá ástaræfintýri með indiánaskvísum?
En hvað gagnast manni minningar úr fyrra?
Kaffi í bolla / drekk / þrjá hringi réttsælis yfir höfðinu, smá
andardrátt í bollann, þurrkann á ofni.
Kerling með slæðu á höfði, hringlandi armbönd.
Eðla frú, sérðu eitthvað í bollanum.
Já, ég sé ferðalag og mikla peninga á næstunni. 
Virkilega, núna fljótlega? 
Já, mjög fljótlega!
Svo þú gengur út í gleðivímu. Loksins - loksins.
Er dyrnar lokast á hæla þér stígur spákonan gleðidans.
Pakkar niður í töskur, pantar leigara.
Keflavíkurflugvöll takk, með hraði.
Já, hún stundar gjöfula atvinnugrein! 
 
 

Minningar um ókomin ár!

Leiftur skilnings í órannsökuðum hugarfylgsnum okkar.
En ekki bærist hár í úlfaþytnum.
Þó eru mörg ljón, margar átyllur til að gera ekkert.
Við stöndum undir klettum, á strönd, horfum á mánann,
horfumst í augu, syndum á haf út.
Ekkert spyrst, lifum í minningunni, gerum vart við
okkur í draumum! 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband