Framþróun.

Jörðin hristir sig sem aldrei fyrr á okkar tímum.
Hluti af uppvakningunni sem byrjuð er.
Við erum sem eitt; jörð, maður, sál.
Tími breytinganna er upprunninn.
 
                 ~~~~~~~~
 
Tími vitundarvakningar.
Stund hins hreina sannleika.
Hinir mörgu munu og eru að hrista 
af sér ok hinna fáu.
Möguleikar sálarinnar eru að verða
fleirum ljósari.
Hið óendanlega afl  hinna mörgu
sameinuðu til sköpunar
nýrrar vitundar.
Veröld sem verður hagfelldari
öllum almenningi í friði,
einlægni og ást. 
 

..verund

Ástin í hljómfalli
kyrrðarinnar
sem umlykur
verund okkar. 
 

Íhugunartónlist

Í hljóðheimi sem ýtir undir innhverfa íhugun.
Tekur mann í ferðalag um innra landslag reynslunnar.
Margbreytileg hljóð sem magna upp skynjunina,
sendir mann í könnunarleiðangur um lendur hins
mögulega, inn í framtíðarland hinnar algeru sáttar og kærleika.
 
Í leit að hinu sanna sjálfi, sál eilífðarinnar.
 
 

Minnisglöp.....

Burt sveif úr minni
mynd mín af þér.
Þú gleymd ert mér,
ég einnig þér. 

......nærvera

Hunangmjúk nærvera þín
í huga mér.
 
Birtingarmynd hinnar æðstu
tignar og náðar.
 
Fölskvalaus gleði augna þinna.
Augu sem mæta mínum
í mannfjöldanum.
 
Oft leitað langt yfir skammt,
en undir niðri býr sannleikur,
sannleikur úr djúpi aldanna,
uppsöfnuð viska.
 
Leiðarstef til framtíðar. 

Orðfang....

Orð sem skreppa úr hugarfylgsninu.
Út í víðfeðmi geimsins.
Fanga svo aftur í net
hugsana minna og raða
upp í nýtt litróf,
nýjan glóandi texta. 

"Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna" ??

Hef oft velt fyrir mér hlutverki "Sameinuðu Þjóðanna".
Oftlega hafa ákvarðanir og athafnir þessarar stofnunar valdið manni
heilabrotum um tilganginn.
Rétt eins og friðargæslusveitir stofnunarinnar virðast algerlega
gagnslaust fyrirbrigði.
Og hverskonar lýðræði er það hjá stofnun sem að er grundvölluð á,
(að því er ég best veit) að stuðla að friði og lýðræði í heiminum,
en er svo með "Öryggisráð" þar sem eistök ríki geta komið í veg
lýðræðisumbætur og mannréttindi í öðrum ríkjum ef þeim býður
svo við að horfa.

Þess utan sýnist mér ekki mikill munur á Bush fyrrverandi forseta
og Obama núverandi forseta Bandaríkjana, svona kannski eins og
sitthvor hliðin á sama peningnum.


mbl.is Obama beitir neitunarvaldi í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegferð......

Löng orð í huga ná hálfvegis
þá leið sem fyrir liggur að
láta að baki í fyrsta áfanga.
 
Mín löngun nær í hæðir þrjár
með hjálp frá þér sem
ert mér leiðarljós.
 
Í ljósi þeirrar reynslu sem að
baki liggur, en liggur ei fyrir
hunda og manna fótum.
Á götu sem grýtt
hefur verið á köflum.
 
Kaflaskipt veröld á enn
hraðari ferð til nýrra tíma.
 
Er blóm viskunnar 
opnar sig! 

Draumar....

Draumar
sendir í pósti
framtíðarinnar
á næsta leiti! 

Tálsýn.....

Drungi í höfði mér
hugsunin splundrast
inn í óravíðáttuna!
 
Tilveran hlær og skopast.
Teymir mig á
asnaeyrunum.
 
Sýnir mér myndir,
bregður upp fallegri sýn,
aðeins til að
myrkva hana á ný!
 
Lagleg tálsýn mín,
leiðir mig í annan heim inn.
Veröld sem snýr fallegri
ásjónu sinni að mér! 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband