Fasismi ríkisstjórna.

Ansi víða eru friðsöm mótmæli brotin á bak aftur af óeirðalögreglu. Í Bandaríkjunum, Rússlandi, Ísrael, Bretlandi og víðar. Aukin meðvitund almennings fer víða fyrir brjóstið á valdstjórninni. Það er farið að hitna undir sætum valdaelítunnar sem hefur of lengi fengið að koma fram vilja sínum með ýmsum blekkingum. Nú þegar búið er að gera stóran hluta almennings, hinna vinnandi stétta að eignaleysingjum, skuldum vafða í illyrmislegu peningakerfi sem enn gerir þá ríku ríkari með tilstuðlan ríkisstjórna þessara landa allra. Fólk er farið að sjá í gegnum blekkinguna og mun ekki mikið lengur láta ganga yfir sig þessa kúgun og valdníðslu. Sama á við á Íslandi, þar sem eignastuldur bankanna af almenningi er látin óáreittur og ríkisstjórnin stendur vörð um bankanna. Fjármálakreppan var ekki og hefur aldrei verið náttúrulögmál, kreppan er manngerð og sífellt fleiri gera sér orðið grein fyrir því. Því munu mótmælin halda áfram uns einhverjar umbætur koma til, eitthvað réttlæti. Það er von mín að það geti orðið með friðsömum hætti, það er affarsælast. En því miður virðist vera víða þar sem valdstjórnin, að því er virðist gerir í því að ögra mótmælendum og það getur að sjálfsögðu á einhverjum tímapunkti farið illa. Valdaelíta heimsins gefur ekkert eftir fyrr en í fulla hnefanna. En samtakamáttur fjöldans getur breytt miklu, við sem stöndum neðst í valdapíramídanum getum mölvað hann ef við vöknum til þess, opnum augun og gerum okkur grein fyrir hlekkjunum sem við erum í!
mbl.is Fjöldahandtökur í San Francisco
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Humm.

Farið eilítið að líkjast aðgerðum sannleiksráðuneytissins í bók Orwell „1984“.
mbl.is Símaskráin fjarlægð úr verslunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningasjónarspil.

Sorglegt að sjá hversu fjarri nokkru lýðræði Rússland er. Ekki það að það sé svo mikið betra víða annars staðar. En það verður að vera grundvallaratriði í öllum mótmælum gegn valdstjórninni hvar sem er; Rússlandi, Kína, Bandaríkjunum eða íslandi að mótmæla friðsamlega. Alls ekki að gefa valdstjórninni ástæðu til ofbeldis gegn mótmælendum. Því víða er hin minnsta ástæða notuð til að handtaka mótmælendur og berja á þeim. Mótmælum friðsamlega.
mbl.is Fjölmenn mótmæli gegn Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja, púslið raðast saman.

Jæja, það nálgast að allir bitar raðist rétt saman eins og ráð var fyrir gert. Nú er bara að vera vakandi og láta ekki teyma sig undir fallöxina. Megi samtakamáttur fjöldans koma í veg fyrir það geræði sem verið er að leggja línurnar fyrir.
mbl.is Skutu niður bandaríska njósnavél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er planið.

Þetta er einmitt það sem olíufurstarnir vilja. Plan þeirra að ganga eftir. Elítustjórn heimsins kann á því tökin.
mbl.is Refsiaðgerðir hafa mikil áhrif á olíuverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtið!

Þetta þykir mér einkennilegt. „Joly telur að Evrópusambandið þurfi á betri seðlabanka að halda en Seðlabanki Evrópu er í dag og byggja þurfi upp banka í líkingu við Seðlabanka Bandaríkjanna.“ Eins og flestir hljóta að vita þá er Seðlabanki Bandaríkjanna einkabanki og ekki síst ábyrgur fyrir því hruni sem varð árið 2008.
mbl.is Kreppan afleiðing spákaupmennsku bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna?

Mikið þykir mér það skrýtið ef fylgi þessa stjórnmálaflokks er að aukast. Hver gæti verið ástæðan fyrir því? Ekki efa ég það að einstaklingarnir í flokknum eru allt hinar bestu manneskjur. Þessi flokkur bjó til það kerfi, reyndar ásamt Framsóknarflokki og undir það síðast líka Samfylkingunni, kerfið sem hrundi með látum haustið 2008. Það sem undrar mig er að ekki hefur flokkurinn viljað mikið kannast við sinn þátt í því hvernig fór og ekkert hefur breyst í hugmyndakerfi flokksins. Nú á helst að komast að kjötkötlunum að nýju og byrja sama leikinn. Við verðum öll að taka til í okkar ranni, bæta okkur, tileinka okkur betra siðferði, öll þjóðin. Horfast í augu við ábyrgð okkar og byggja upp nýtt réttlátt þjóðfélag, þar sem manngildið er virt. Við höfum tækifæri til að búa til samfélag sem gæti verið öðrum fyrirmynd, gefum okkur tíma til að hugsa hlutina upp á nýtt. Við skulum ekki stökkva beint í svaðið til að endurtaka öll mistökin. Sjálfstæðismenn, sýnið nú einhvern nýjan lit, byggjum nýtt Ísland.
mbl.is Aukinn stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að finna ástæður til árása.

Ætlar þeim að takast að finna sér ástæðu til árása á Íran, Tækifæri sem heimsvaldasjúkir ráðamenn USA og UK hafa verið að bíða eftir. Næsta víst að ef farið verður í átök við Íran mun það verða upphaf þriðju heimsstyrjaldarinnar. Að sjálfsögðu verður árásarbandalagi Nató beitt í þessari aðför eins vani er orðinn, og við Íslendingar verðum enn eina ferðina meðsek í árásarhernaði á sjálfstæða fullvalda þjóð. Megi allar góðar vættir verða að liði í að koma í veg fyrir þetta gerræði. Það er hægt að koma í veg fyrir þetta, það er hægt að breyta móður jörð, okkar eina heimili í paradís ef við viljum. Fleiri og fleiri jarðarbúar, bræður okkar og systur eru að vakna upp af mókinu, sjá í gegnum blekkingarvef hinna ráðandi afla í heiminum. Við erum mörg, afl okkar mikið, með jákvæðni að leiðarljósi og vilja til réttlætis öllum til handa getum við breytt sögunni. Það er ekki náttúrulögmál að hlutirnir þurfi að vera eins og þeir hafa verið hingað til. Við getum tekið ákvarðanir sem stuðla að breyttri heimsmynd ef við viljum og ég held að við viljum það flest.
mbl.is Olíuverð hækkar vegna spennu í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Land guðs.

Gunnar Dal, blessuð sé minning hans, hélt þeirri skoðun á lofti að í raun hefði eyjan okkar verið þekkt áður en norrænir menn settust hér að. Og að nafn eyju vorrar Island, merkti í raun; Land guðs.
mbl.is Í vetrarklæðum úr geimnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef stjórnin fellur.

Væri þá ekki ráð að reyna að setja saman einhverskonar starfstjórn. Velja saman sæmilega hæft fólk úr sem flestum geirum atvinnulífsins. Stjórn sem myndi starfa saman í einhvern ákveðin reynslutíma og fengi það erfiða hlutverk að reyna að sigla þjóðarskútunni á friðsæl og gjöful mið. Því hverjir treysta þessum stjórnmálamönnum sem nú eru á þingi. Nú eða flokkskerfinu yfirleitt, þar sem engin vill kannast við að hafa átt nokkurn þátt í því hruni sem yfir okkur kom. Við verðum öll að taka okkur saman í andlitinu og bæta siðferði okkar og vinna saman að því að skapa réttlátt og gott samfélag, tækifærið er til staðar.
mbl.is Alltaf má fá annað föruneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband