Hvers vegna?

Mikið þykir mér það skrýtið ef fylgi þessa stjórnmálaflokks er að aukast. Hver gæti verið ástæðan fyrir því? Ekki efa ég það að einstaklingarnir í flokknum eru allt hinar bestu manneskjur. Þessi flokkur bjó til það kerfi, reyndar ásamt Framsóknarflokki og undir það síðast líka Samfylkingunni, kerfið sem hrundi með látum haustið 2008. Það sem undrar mig er að ekki hefur flokkurinn viljað mikið kannast við sinn þátt í því hvernig fór og ekkert hefur breyst í hugmyndakerfi flokksins. Nú á helst að komast að kjötkötlunum að nýju og byrja sama leikinn. Við verðum öll að taka til í okkar ranni, bæta okkur, tileinka okkur betra siðferði, öll þjóðin. Horfast í augu við ábyrgð okkar og byggja upp nýtt réttlátt þjóðfélag, þar sem manngildið er virt. Við höfum tækifæri til að búa til samfélag sem gæti verið öðrum fyrirmynd, gefum okkur tíma til að hugsa hlutina upp á nýtt. Við skulum ekki stökkva beint í svaðið til að endurtaka öll mistökin. Sjálfstæðismenn, sýnið nú einhvern nýjan lit, byggjum nýtt Ísland.
mbl.is Aukinn stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Bjó til kerfi?? Líka í öllum heiminum?

Hrikaleg völd sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur. Hverjum hefði dottið það í hug?

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.12.2011 kl. 00:10

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Mér sýnist ríkisstjórnin sem situr núna vera á fullu að "búa til kerfi" sem er talsvert verra en það sem Íslendingar öpuðu upp eftir ESB með innleiðingu EES-samningsins. Hið nýja kerfi heitir sósíalismi, margprófaður og kolfallinn á öllum prófum.

Geir Ágústsson, 2.12.2011 kl. 13:10

3 Smámynd: Steinar Þorsteinsson

Sæll Gunnar.

Að sjálfsögðu er ég að tala um það kerfi sem var við lýði hér á landi, en sjálfsagt er nú réttast að hinir svokölluðu fjórflokkar eigi nú allir þar hlut að máli. Og það kerfi sem var skapað er gallað. Þess vegna þurfum við að reyna að skapa nýtt samfélag réttlætis og jafnaðar.

Steinar Þorsteinsson, 2.12.2011 kl. 20:31

4 Smámynd: Steinar Þorsteinsson

Sæll Geir.

Það er satt, það sem er að gerast á ríkisstjórnarheimilinu eru bara gamlar hugmyndir sem henta ekki lengur. Við þurfum nýja nálgun, nýja leið.

Steinar Þorsteinsson, 2.12.2011 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband