Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Sannleiksráðuneytin.........

Einkennileg þessi tilhneiging að reyna að breiða yfir söguna, atburði sem skiptu máli á sinni tíð þó aðrir tímar séu
í dag.
Sögunni verður ekki bara breytt eins og ekkert sé. Tíminn mun að lokum breiða hulu sína yfir mannanna verk, sýnum því skilning að menn vilji fagna því sem hafði eitt sinn gildi.
mbl.is Banna öll kennileiti kommúnista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ó, nei.

Ja hérna, guð forði heimsbyggðinni frá því að fá enn einn Bushinn í þetta valdamikla starf.
mbl.is Stefnir Jeb Bush á Hvíta húsið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bak við rimla.........hugans

Bak við rimla
mína eigin rimla
heyri hljóðin að utan
gegnum opin glugga.

Gluggi samskiptanna
ógagnsæ minning.
Augu mín lokuð
í kyrrð hugans.

Myndir af lífi og leik
barnsins sem var
dofna í látleysi,
samsemd mín leysist upp.

©Steinart


Kominn tími á nýja nálgun.................

Hvað er til ráða, hvaða kostir eru fyrir hendi í nýjum alþingiskosningum. Engu nýju stjórnmálaafli hefur enn tekist að gera sig gildandi. Og hin mikla hræðsla almennings við breytingar á pólitíska sviðinu er enn til staðar. Trúir frekar þeim öflum sem setið hafa við stjórnvölinn meira og minna frá lýðveldisstofnun. Þ.e.a.s. þessum fjórum til fimm stjórnmálaflokkum sem hafa haldið velli með smávægilegum andlitslyftingum eftir því sem hentað hefur hverju sinni. Almenningur virðist ekki þora að fylkja sér um ný stjórnmálaöfl, vissulega hræða kannski sporin úr síðustu borgarstjórnarkosningum suma, tel sjálfur að þau úrslit hafi kannski aðeins verið okkur til góðs, einhverstaðar verðum við að byrja að velta steinunum ofan af ormagryfjunum. Því miður höfum við almenningur verið of deig í réttindabaráttu okkar, ekki þorað að rísa upp gegn auðvaldskúguninni, höfum selt sálu okkar fyrir lánað fé gegn okurvöxtum sem ríkisvaldið hefur stutt og verndað frá upphafi. Og hvað er því til ráða ef við þorum aldrei að rísa upp gegn úr sér gengnu kerfi. Er það satt að við eigum það skilið sem höfum kosið yfir okkur í undangengnum kosningum, kannski hefur það verið svo, en er ekki kominn tími til nýrrar nálgunar, eigum við ekki að stokka spilin og gefa uppá nýtt...........
mbl.is Þór Saari: Kominn tími á kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bauð þér dús.

Í hringiðu ofskynjana minna

í gegnum glerið tvívíð sýn,

hljómur tilverunnar margsveigður blús.

Í húsi drottins ég bauð þér dús.



Setið með ískaffi í sólskininu.

Og um hvað talar það,
fólkið sem nýtur vorsólarinnar,
hægt auknum hita utanvið kaffihúsin,
þar sem er skjól fyrir norðangarranum.

Já um hvað er talað,
kannski síðustu umræður á Alþingi,
hvort þar séu að verða til haldbærar
lausnir fyrir sligaða alþýðu eða aðeins
enn ein ívilnunin fyrir hina útvöldu.

Nei, "eins og sumir Norðmenn byrja allar setningar",
kannski bara bollaleggingar um eitthvað djúsí á
grillið í góða veðrinu og vínglas á kantinum,
líkt og grillauglýsingarnar hafa sannfært okkur um
að sé normið í grillbransanum.

Kannski snúast samtölin um eitthvað
djúpt úr sálarkirnunum, leyndarmál sem
stíga úr myrkrinu, gömul ástamál,
hrösun á lífsins þrönga vegi.

Og þyngslin sem hefta andann,
hin hversdagslega iðja,
baráttan fyrir salti í grautinn,
salt jarðar sem hleypir upp bragðinu,
bragðið af réttunum og er almenningur
ekki einmitt sífellt beittur brögðum,
gengur sína mörkuðu leið sáttur,
svipugöngin sjálfviljugur.

©Steinart


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband