Kominn tími á nýja nálgun.................

Hvað er til ráða, hvaða kostir eru fyrir hendi í nýjum alþingiskosningum. Engu nýju stjórnmálaafli hefur enn tekist að gera sig gildandi. Og hin mikla hræðsla almennings við breytingar á pólitíska sviðinu er enn til staðar. Trúir frekar þeim öflum sem setið hafa við stjórnvölinn meira og minna frá lýðveldisstofnun. Þ.e.a.s. þessum fjórum til fimm stjórnmálaflokkum sem hafa haldið velli með smávægilegum andlitslyftingum eftir því sem hentað hefur hverju sinni. Almenningur virðist ekki þora að fylkja sér um ný stjórnmálaöfl, vissulega hræða kannski sporin úr síðustu borgarstjórnarkosningum suma, tel sjálfur að þau úrslit hafi kannski aðeins verið okkur til góðs, einhverstaðar verðum við að byrja að velta steinunum ofan af ormagryfjunum. Því miður höfum við almenningur verið of deig í réttindabaráttu okkar, ekki þorað að rísa upp gegn auðvaldskúguninni, höfum selt sálu okkar fyrir lánað fé gegn okurvöxtum sem ríkisvaldið hefur stutt og verndað frá upphafi. Og hvað er því til ráða ef við þorum aldrei að rísa upp gegn úr sér gengnu kerfi. Er það satt að við eigum það skilið sem höfum kosið yfir okkur í undangengnum kosningum, kannski hefur það verið svo, en er ekki kominn tími til nýrrar nálgunar, eigum við ekki að stokka spilin og gefa uppá nýtt...........
mbl.is Þór Saari: Kominn tími á kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú svo sannarlega er komin tími á að við stokkum upp spilin og hættum að vera í hjólförum fjórflokksins.  Með því breytist ekki neitt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2012 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband