Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011

Skrýtið!

Þetta þykir mér einkennilegt. „Joly telur að Evrópusambandið þurfi á betri seðlabanka að halda en Seðlabanki Evrópu er í dag og byggja þurfi upp banka í líkingu við Seðlabanka Bandaríkjanna.“ Eins og flestir hljóta að vita þá er Seðlabanki Bandaríkjanna einkabanki og ekki síst ábyrgur fyrir því hruni sem varð árið 2008.
mbl.is Kreppan afleiðing spákaupmennsku bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna?

Mikið þykir mér það skrýtið ef fylgi þessa stjórnmálaflokks er að aukast. Hver gæti verið ástæðan fyrir því? Ekki efa ég það að einstaklingarnir í flokknum eru allt hinar bestu manneskjur. Þessi flokkur bjó til það kerfi, reyndar ásamt Framsóknarflokki og undir það síðast líka Samfylkingunni, kerfið sem hrundi með látum haustið 2008. Það sem undrar mig er að ekki hefur flokkurinn viljað mikið kannast við sinn þátt í því hvernig fór og ekkert hefur breyst í hugmyndakerfi flokksins. Nú á helst að komast að kjötkötlunum að nýju og byrja sama leikinn. Við verðum öll að taka til í okkar ranni, bæta okkur, tileinka okkur betra siðferði, öll þjóðin. Horfast í augu við ábyrgð okkar og byggja upp nýtt réttlátt þjóðfélag, þar sem manngildið er virt. Við höfum tækifæri til að búa til samfélag sem gæti verið öðrum fyrirmynd, gefum okkur tíma til að hugsa hlutina upp á nýtt. Við skulum ekki stökkva beint í svaðið til að endurtaka öll mistökin. Sjálfstæðismenn, sýnið nú einhvern nýjan lit, byggjum nýtt Ísland.
mbl.is Aukinn stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband