Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Stöndum vörð um lýðræðið!

Vonandi verður aldrei af því að yfirvöld hvort heldur er í USA eða jafnvel hér á Íslandi fái 
þær heimildir og ákvörðunarrétt að slökkva á internetinu. Slíkt myndi ég telja að væri
bein aðför að lýðræðinu, sem ég held að við verðum að fara að standa enn betur vörð um.
Eins og þeir vita sem fylgjast með hefur einmitt verið mjög að lýðræðinu þrengt í hinum
vestræna heimi nú hin síðari ár í skjóli af hinu svokallaða "stríði gegn hryðjuverkum". 
Látum það eigi yfir okkur ganga, verum vakandi fyrir eigin velferð. 
 

mbl.is Forsetinn geti slökkt á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfbært Ísland!

Mín sýn á Ísland framtíðarinnar er sú að við verðum sjálfbær í matvælaframleiðslu.
Trúlega eru í raun allir möguleikar á því að við gætum orðið sjálfum okkur nóg.
En til þess að slíkt geti orðið þarf að sjálfsögðu "örugglega" að gera ýmsar breytingar í
regluverki okkar og skattaumhverfi og ekki síst í raforkuverði til gróðurhúsaræktunar.
Miðað við hvernig veðurfarið hér hjá okkur hefur verið að breytast síðastliðin ár virðist líka 
vera full ástæða til þess að fara í enn meiri kornrækt.
Margir láta sig dreyma um það að rækta hér ýmsan gróður sem nýta mætti í lífefnaeldsneyti,
það tel ég að við ættum ekki að gera, heldur nýta allt land sem getum til matvælaframleiðslu.
Og að sjálfsögðu að leitast við að framleiða allt á vistvænan hátt.
Staðreyndin er sú að við eigum bara eina jörð og henni hefur víða verið illilega spillt.
Jarðarbúar nálgast það að verða sjö milljarðar, ansi margir sem verður að metta,
og jarðgæði víða undan að láta vegna fólksfjölda og mengunar.
Því að það er eitt af því sem við sem eigum "í það minnsta ennþá" og það er gott og gjöfult land,
nægt vatn og búum við hlýnandi veðurfar. 
Og að sjálfsögðu er það líka sjávarútvegurinn og hefðbundin landbúnaður sem við búum að.
Ekki sé í raun að við ættum í neinu að breyta því fyrirkomulagi okkar að leitast við að vera
sjálfstæð og sjálfbær þjóð, við eigum nú þegar í mjög góðum samskiftum við nágrannaþjóðir
okkar í flestu tilliti, og sé enga ástæðu til að ætla að svo geti ekki verið áfram. 
S.s ættum við ekki að stórauka matvælaframleiðslu okkar, það sem við neytum ekki er
áreiðanlega hægt að selja öðrum þjóðum.
Ísland framtíðarinnar "Matarkistan í norðri".
 
E.s.
 
Langar svona til gamans að benda á hvað nafn lands okkar þýðir í raun
samkvæmt rannsóknum m.a. Gunnars Dal.
 
Ísland = Land Guðs. 
 

mbl.is Keyptu um 1000 tonn af íslensku korni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hljómurinn....

I.
 
Það hljómar, í höfðinu glymur,
tónverk í smíðum.
Tónlist úr húsi þagnarinnar.
Ferðast í huganum um land tækifæranna,
finna blæ hins hamingjuríka friðar.
 
II.
 
Löngun mín nær í þriggja metra radíus.
Teygi mig, reyni að snerta hið ósnertanlega.
Upplifanir í sýnd og reynd.
Hjóm mig læt tæla, inn í hugann,
þar sem skapa nýjan sýndarveruleika. 

Flótti úr nútímanum! (Gamalt úr skúffunni.)

Undirbúningur undir lífið á galeiðunni.
Spurning um vímu, deyfa hugann eitt andans augnablik.
Setja upp rétta svipmótið.
Augnablik, hvernig blása vindar í kvöld.
Gengur rautt eða kannski svart.
Heimur á flótta, kapphlaup í gin heimskunnar.
Ná upp hraða sem hægt er að vera sæmdur af.
Bruna á mót geggjuninni, kemur hún svo sem ekki nógu snemma? 
Glaðhlakkalegir púkar sitja á öxlum okkar, skemmta sér vel.
Leikhús fáránleikans, líf í trylltum dansi. Sviðsmynd öfganna.
Tónfall síbyljunnar. Hringlar orðið í hausnum á þér vinur.
Er gangverkið farið að skrölta!
Og þig byrjar að dreyma paradísarlífið, sem er viðsnúningur
á núverandi líf.
Gulur sandur, húla - húla meyjar sem dansa innan um pálmatréin.
En draumar eru oft loftbólur.
Svo þú ferð og reynir að ná sambandi við hinn heiminn, þú veist,
fréttir úr eftirlífinu, ferð á skyggnilýsingu. 
Halló - halló er í salnum einhver sem þekkir BOND - JAMES?
Augnablik! Þetta gengur ekki.
Ferð í þriggja áfanga handayfirlagningu.
Rifja upp fyrri líf þín. Kannski gerðist eitthvað spennandi þar.
Kannski varstu LEIFUR hinn HEPPNI og fannst þá VÍNLAND hið góða.
Áttirðu smá ástaræfintýri með indiánaskvísum?
En hvað gagnast manni minningar úr fyrra?
Kaffi í bolla / drekk / þrjá hringi réttsælis yfir höfðinu, smá
andardrátt í bollann, þurrkann á ofni.
Kerling með slæðu á höfði, hringlandi armbönd.
Eðla frú, sérðu eitthvað í bollanum.
Já, ég sé ferðalag og mikla peninga á næstunni. 
Virkilega, núna fljótlega? 
Já, mjög fljótlega!
Svo þú gengur út í gleðivímu. Loksins - loksins.
Er dyrnar lokast á hæla þér stígur spákonan gleðidans.
Pakkar niður í töskur, pantar leigara.
Keflavíkurflugvöll takk, með hraði.
Já, hún stundar gjöfula atvinnugrein! 
 
 

Minningar um ókomin ár!

Leiftur skilnings í órannsökuðum hugarfylgsnum okkar.
En ekki bærist hár í úlfaþytnum.
Þó eru mörg ljón, margar átyllur til að gera ekkert.
Við stöndum undir klettum, á strönd, horfum á mánann,
horfumst í augu, syndum á haf út.
Ekkert spyrst, lifum í minningunni, gerum vart við
okkur í draumum! 

...með blænum

Hún kemur með blænum, utan af sjónum,
víman, smygluð vara af kaupskipi
martraðarinnar.
Límist við, skríður, sprettir upp
heilanum, hleypir löngununum út,
æsir, tryllir, tekur flugið á lendur
framtíðarinnar, í óútskýranlegum
litaafbrigðum. 

Gamlir prósar úr skúffunni!

Og tíminn líður hjá,
rétt eins og fljótið.
Rennur í lygnu, og allt í einu
steypist það um gljúfrin.
Ást og væntingar, löngun og veruleiki.
Skin sólar í huganum,
lýsir upp skúmaskotin.
Hrekur drauga einsemdar og brjálæðis
fram í sviðsljósið,
hvar þeir stíga dans,
léttan ræl.
Diskóbyltingin liðinn hjá,
rólegur zambataktur tætir upp kynórana.
Æfintýri í nóttinni!

 
 
-------------------------------------------------------------
------------------------------------------------------------- 
 
Spyrst út um hagi
þína í voða veröld.
Þegar tjald er dregið fyrir huga
mitt í  blóma þínum.
Þegar hugmyndir helst fæðast,
þroskinn að skila sér.
En þá hverfa í heim
tilhæfulausan, geggjaðan.
Skref fyrir skref í áttina að
algleymi hugóranna. 

Sólris.... (Prósi)

Minnist tíma þá allt lék í lyndi,
eindrægni ríkti og fuglar sungu á grein.
Nú greinist allt í aðrar áttir og vart að maður
átti sig á nokkrum hlut sem í hlutarins eðli
er ekki svo óeðlilegt miðað við að allt var
vitlaust greint í upphafi.
Það voru ekki fuglar sem sungu á stakri grein
heldur greinilega tenórar af Guðs náð og friði
sem brýndu raddir sínar við upprisu sólar
í landi drauma minna.......... 
 

Borga eða ekki Icesave!!!

Vil meina að við almenningur á Íslandi höfum ekki nokkra ástæðu til að borga þessa skuld og berum enga ábyrgð á þessu máli. Algert klúður stjórnmálamanna sem sátu við völd við hrunið og lofuðu að borga án umhugsunar, ekki hafa núverandi ráðamenn þjóðarinnar heldur staðið sig nokkuð betur við lausn málsins.

 


mbl.is Segir Icesavevinnu ganga vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SKYNVÍKKUN! (Prósi)

Skynvíkkun.
Gengur um dyr, yfir í hina víddina.
Minni sem heyrði í texta frá sjöunda áratugnum.
Fólk gekk um í leiðslu, söng um frið, blómum skrýtt.
Andóf gegn stríðsrekstri, svo féll hreyfingin á eigin bragði.
Of mikið dóp, rokk og ról.
Í dag er þetta fólk sú kynslóð sem lagði hornsteininn að
hinum mikla "uppakúltúr".
Gleymdi byltingunni sinni, gafst upp á að breyta kerfinu
og sameinaðist því.
Ó, þessar litlu sætu byltingar, unglingar að stíga fyrsu
skrefin inn í fullorðinsárin.
 
Eftir stendur sýrutónlistin, frægar sögur af rokkgoðum
sem lifðu hátt, stutt og brjálæðislega.
Dóu á niðurfallinu.
Jú, settu X í söguna, hafa verið tilefni til margra heilabrota
um tilgang og gildi lífsins.
Til að taka t.d. hvort er betra að lifa lengi og viðburðarlaust,
eða hratt og hátt í einum viðburðarríkum blossa! 

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband