Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
DRAUMSEGL!
30.10.2010 | 20:00
Merlandi hafflötur í huga mér.
Sólin skín úr óravíðáttunni.
Sigli minn sjó, einn á báti.
Þanin segl hugsanna minna,
feykja mér um,
veraldir drauma.
Ljóð | Breytt 16.2.2011 kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Brátt flýg...........
30.10.2010 | 19:51
Ljóð | Breytt 16.2.2011 kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Draumsigling!
27.10.2010 | 22:17
Mín sæng útbreidd, til þerris,
bylgjast í golunni.
Löng er sú nótt sem frá mér fer.
Blindir draumar í skini tungls
í fyllingu.
Stjörnuþokur, minn þjóðvegur,
sigli um geiminn
á draumfleyi númer þrjú.
Skoðunarferð um óskrifaðar
sögur mannkynsins.
Forskot á tímann!
Í fimmtu draumhöll býr
undurfögur geimmey,
tætir og tryllir
veikgeðja mann.
Af geimástum fer engum sögum.
Leyndarmál í dósum, keypt í sjálfsölum,
hundrað krónu leyndó.
"Menningin" breiðist út um víðan geim.
Nú sný ég aftur heim.
Ljóð | Breytt 16.2.2011 kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í fylgd Bakkusar konungs.
27.10.2010 | 21:52
Í þokunni sem umlykur mann
er áfengið flæðir úr hófi.
Skynsemin týnist, púkar leika
lausum hala.
Fegurðin verður öll meiri,
eða kannski rifar maður segl
eitt andartak og útvíkkar
fegurðarskyn sitt.
Látlausar konur verða kynbombur,
lofaðar - ólofaðar.
Siðferðiskenndin skríður í helli sinn.
Gleymist í augnablik,
stundum lengur,
allt fer á flug.
Minnið mann loks svíkur!
Ljóð | Breytt 16.2.2011 kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tungumál ástarinnar!
26.10.2010 | 22:53
Ég tala ekki fullkomlega
tungumál ástarinnar.
En stundum hugsa
ég heitt.
Reyni að fanga
augnablikið.
En, hafið er svo stórt
og blátt.
Ógnarstórt hægindi gert
úr flosmjúkri skynjun.
Skynjun mín hvítþvegin
hamingja í tóminu!
Ljóð | Breytt 16.2.2011 kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tréin í garðinum mínum.
25.10.2010 | 22:34
Tréin í garðinum mínum.
Greinar þeirra kvíslast eins og æðarkerfi
í forsögulegum garði minninganna .
Hver grein ígildi sérstakrar
lífsreynslu úr fyrri tíð.
Þroskatré mitt hjúpað mjúku
flauelsmyrkri.
Tek út kerti, varpa rómantískum
bjarma á lífsskeið mitt.
Grisja - snyrti mitt tré.
Hegg af því dauðar og laskaðar greinar,
hleð þeim í köst, tendra í.
Sit við bálköst dáinna minninga.
Reykur liðinna hugljómanna
liðast þráðbeint upp í loftið
í logni tilfinninga minna.
Ljóð | Breytt 16.2.2011 kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Innhverfa!
24.10.2010 | 22:27
Taumlaus naflaskoðun.
Ský dregur fyrir sólu!
Ferðin endalausa -
inn í meðvitundina.
Ljóð | Breytt 16.2.2011 kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sumarævintýri.
24.10.2010 | 22:18
Hef verið að dunda,
eitt augnablik.
Að gera ekki neitt,
slá á létta strengi,
ferðast um hugann,
rifja upp mynd,
ímynd af þér.
Þú sem komst
með ærslafengnu fjöri.
Trylltir mig um stund,
teymdir mig um bæinn,
kveiktir í mér bál.
Burt flaugst
í enda sumars.
Tregt mér var um það,
sé þig aldei aftur,
þú hafðir gaman af.
Ljóð | Breytt 16.2.2011 kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þrjú högg!
23.10.2010 | 14:10
En svo var það þetta skrýtna, þessi kona
sem kom og þreif hjá mér einu sinni í viku.
Já, ég vissi ekki afhverju, hver hún var eða hvaðan.
Ekki þáði hún laun frá mér, ekki einu sinni kaffibolla.
Alltaf á þriðjudögum, á slaginu eitt,
birtist hún á tröppunum.
Sló þrjú létt en ákveðin högg á dyrnar,
samt hafði ég dyrabjöllu, mikið hljómaspil
og fallegt, en nei, alltaf þrjú létt
ákveðin högg.
Aldrei talaði hún, fyrst þegar hún kom,
já, hvenær var það nú aftur, ----
man það ekki, nokkur ár síðan.
Bank bank bank, ég undrandi, hva ætli bjallan sé biluð!
Stendur hún þarna á tröppunum.
Með kústa, fötur, tuskur, fægilög og bón,
já, hvað það heitir nú alltsaman,
þetta sem konur nota við þrif!
Góðan daginn, sagði ég, benti henni á bjölluhnappinn,
ýtti á hann, jú jú, bjölluhljómurinn
fallegur og tær.
Hún breytti ekki svip, kinkaði aðeins kolli,
rótaði í kápuvasanum, dró upp velkt
pappírssnifsi, rétti mér.
Þegar hafði slétt úr snifsinu, blasti það við mér,
nafnið mitt.
Man það skýrt, leit í augu hennar, grá-fljótandi,
hér-þar, svo óræð, samt eins og svo
viss í sinni sök!
Já, þetta er ég, meinti þá að hún hefði
fundið réttan mann.
Hvað get ég gert fyrir þig?
Hún rétt beraði tennurnar, var það bros,
veit ekki, trúlegast.
Með látbragði sýndi hún manneskju að þrífa,
og þá meina ég "Þrifnað" með stórum staf,
tók upp af tröppunum fötu sína og
tilheyrandi og gekk inn.
Engu ansaði hún spurningum mínum,
aðeins þetta - kannski bros.
Svo, að mér fannst, með eldingarhraða
þreif hún allt hátt og lágt.
Indælt!
Alltaf á þriðjudögum á slaginu eitt,
þrjú létt en ákveðin högg.
Hver hún var, hvaðan, hver sendi hana,
borgaði laun, það veit ég ekki.
En þetta var sannarlega indælt.
Ljóð | Breytt 16.2.2011 kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lítið yrki.
21.10.2010 | 22:50
Vertu mér samferða í
kyrrðinni sem umlykur
hjarta mitt.
Gangtu með mér í
skógarlundum fegurðarinnar.
Horfðu með mér til himins,
sjá óskastjörnur brosa.
Sigldu með mér hafið
til annara heima.
Fylg mér á ókunnum stígum,
gegnum nýtt landslag.
Sáum fræjum,
uppskerum ástina.
Höldumst í hendur,
sjáum tímann líða hjá.
Ljóð | Breytt 16.2.2011 kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)