Margbreytileiki orðanna........
21.2.2014 | 20:06
Ætli það séu ekki farnar að renna tvær grímur á fólk sem kaus stjórnarflokkana í síðustu kosningum. Að greinilega eru orð mistúlkanleg eftir hentugleikum þegar búið er að endurheimta stjórnartaumana.
Dapurlegur dagur í sögu þjóðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Orð Samfylkingarinnar þá eða... ???
Guðmundur Ásgeirsson, 21.2.2014 kl. 21:42
Nei, bara mínar hugleiðingar.
Steinar Þorsteinsson, 21.2.2014 kl. 23:08
Eg kaus ekki síðustu ríkisstjórn og því síður þá síðustu, en svik þessara manna eru bara smámunir við svik vinstri stjórnarinnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2014 kl. 20:34
Það er nokkuð ljóst að við stöndum frammi fyrir töluverðum vanda því ekki virðist vera að neinar lausnir eða ný nálgun mun koma frá Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Samfylkingu eða Vinstri Grænum, þessir flokkar virðast allir vera algerlega ráðalausir og vandi okkar allra er mikill því ekki virðist sem hinir nýju flokkar séu með nein góð ráð í hendi. Við verðum að reyna öll í sameiningu að reyna að finna nýjar nálganir. Ísland getur verið fyrirmyndarsamfélag, við þurfum að stokka spilin uppá nýtt.
Steinar Þorsteinsson, 22.2.2014 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.