hvíta örkin....

Já, horfi á auða örkina, fer yfir í huga mér hvernig lokkaði til mín skáldgyðjuna í þeim allra besta heimi hins flæðandi prósa sem einmitt rauf hina hvítu pattstöðu pappírsins, pappírs sem þó er ekki af þessum heimi, hins áþreifanlega, heldur svífur í lausu rými vélbúnaðarins, í hinu mikla “Matrixi“ Orpheusar og síminn hringir inn nýja atburðarás, Neo er hin fullkomna guðsímynd hinnar nýju veraldar sem stigið hefur úr djúpinu og leitast við að skilgreina hin dýpstu rök á ný, tunglsljósið hamast við að stinga gat á skýjahuluna, veita hinni nývöknuðu ást hið fullkomna leiksvið, já leiktjöldin hafa verið dregin frá í augnablik, ljósið er á persónum og leikendum, allir verða að taka þátt í hinum “Guðdómlega gleðileik“ og víst eru hinir fornu textar enn á kreiki og engin veit hvað er af himneskum uppruna og hvað ekki, sjálfskipaðir andans menn túlka hið helga orð, enn eina ferðina endalausu inn í nótt.

©Steinart 18/19.01.2014

(Hin magnaða stund miðnættisins)



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband