Vinnusápublús.............
3.5.2012 | 23:28
Fjórir veggir sem halda þér í skefjum
Innmúruð öryggistilfinning
Í vari gegn gengdarlausri ásókn nútímans
Í heimi hins skáldaða, hálf skáldaður sjálfur
Sálartetrið í Freudískri kynferðiskreppu
Búinn að bæla allar tilfinningar svo lengi
Þekkir ekki lengur sannar tilfinningar
Töpuð löngun til frjáls lífs
Kannski aðeins mennskt vinnudýr
Allt hverfist um starfið, framann
En lengstum er ekkert að gerast
Ertu nokkuð að bíða eftir stóra tækifærinu
Veistu að ekkert gerist nema þú viljir það
Verður að draga til þín tækifærin
Eða ertu alveg orðinn samdauna
Útbrunninn, fórnaðir þér kannski fyrir firmað
En firmað nærist aðeins á hagnaði, þér
Sýgur úr þér lífskraftinn, þurkar upp frumleikann
Vakna, borða morgunkornið, keyra til vinnu
Bíða eftir kaffipásunni, leita frétta hjá liðinu
En það var innan sinna fjögurra
Horfandi á hinn sí dáleiðandi skjá, flatskjá
Ó, veistu hvað gerðist svo í draumsápulandi
Æðislegt brillíant fullkomið líf og kokteilar
Skutlast í létta heilsurækt á sportbílnum, með hárið flaksandi
Sólin skín alltaf, og nóg af seðlum og sætindum
En kaffið lífgar eitt augnablik
Vinnur þitt verk í vélrænum takti, engin fersk hugsun bærist
Brátt kemur helgi á ný með fullt af tækifærum
Innan fjögurra veggja, umfaðmandi sjónvarpsheiminn
Og allt gerist svo hratt, helgin á enda
Já enn ein helgin með úttroðna laugardagsnammipoka
Vakna, borða morgunkornið, keyra til vinnu...........................
©Steinart
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.