Gamalt fannfergi..................
24.1.2012 | 22:48
Endurminning tengd snjó, fannfergi og myrkri en þó svo mögnuðum tilfinningum æskufólks í verstöð á landsbyggðinni þegar allt virtist geta orðið ef vildir..........
Í grandvarri íhygli hugsanlegrar gjörðar um það bil er allt var að falla í ljúfa löð, augnlokin farin að síga ískyggilega, uppáhaldslagið við að klárast, vangadansinn ljúf nærvera, yrði næsta lag innsigli frekari kynna, myndu töfrarnir kannski leysast upp eins og þetta partý, yrði stígið út í hríðina, skaflarnir troðnir, dröslast upp eyrina í einsemd, eða mætti ekki lauma einu hugljúfu lagi til á fóninn, freista þess að heilla draumadísina með lipurri danslist og fögrum orðum hvísluðum í eyra, sigla síðan burtu í fjarlæg lönd, lesa ávexti af trjám, lifa fyrir líðandi stund.......................
©Steinart
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.