Að finna ástæður til árása.

Ætlar þeim að takast að finna sér ástæðu til árása á Íran, Tækifæri sem heimsvaldasjúkir ráðamenn USA og UK hafa verið að bíða eftir. Næsta víst að ef farið verður í átök við Íran mun það verða upphaf þriðju heimsstyrjaldarinnar. Að sjálfsögðu verður árásarbandalagi Nató beitt í þessari aðför eins vani er orðinn, og við Íslendingar verðum enn eina ferðina meðsek í árásarhernaði á sjálfstæða fullvalda þjóð. Megi allar góðar vættir verða að liði í að koma í veg fyrir þetta gerræði. Það er hægt að koma í veg fyrir þetta, það er hægt að breyta móður jörð, okkar eina heimili í paradís ef við viljum. Fleiri og fleiri jarðarbúar, bræður okkar og systur eru að vakna upp af mókinu, sjá í gegnum blekkingarvef hinna ráðandi afla í heiminum. Við erum mörg, afl okkar mikið, með jákvæðni að leiðarljósi og vilja til réttlætis öllum til handa getum við breytt sögunni. Það er ekki náttúrulögmál að hlutirnir þurfi að vera eins og þeir hafa verið hingað til. Við getum tekið ákvarðanir sem stuðla að breyttri heimsmynd ef við viljum og ég held að við viljum það flest.
mbl.is Olíuverð hækkar vegna spennu í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband