Er plottið að nýrri innrás hafið!

Lengi hefur það verið áætlun æðstu manna innan bandaríkjastjórnar að ráðast inn í Íran en ekki haft nógu góða ástæðu til. Svo að hér má reikna með að sé að skapast tilefni. Hvort þessi atburður er í raun eins og sagt er eða búinn til er ekki gott að segja. En í það minnsta vog á lóðaskálar herhyggjumanna. Gleymum ekki orðum fyrrum forseta USA, Georg W. Bush sem sagði einmitt að „Öxulveldi hins illa“ væru Íran, Írak og Norður Kórea. Írak hefur þegar verið hernumið, er komið að Íran! Annars er það hið undarlegasta mál hversu bandarísk stjórnvöld halda verndarhendi yfir Sádí ættinni sem öllu ræður í Sádí-Arabíu og er ekki mikið fyrir mannréttindi almúgans. T.d. aðeins fyrir nokkrum vikum stóð til að húðstrýkja konu þar sem dirfðist að aka bifreið, en það er þeim bannað. Hún slapp þó frá þessari refsingu í þetta sinn. Og maður spyr sig um hvaða skilgreiningu mannrétindabrota notast er við af bandarískum stjórnvöldum.

mbl.is Ætluðu að ráða sendiherra af dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeirra skilgreining, eins og allra annarra (t.d. Rússa og Kínverja ofl.) er einfaldlega út frá eigin hagsmunum.

Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 22:28

2 identicon

Þeir ætla sennilega samt ekki að ráðast þangað sjálfir inn. Auðvitað senda þeir bara vini sína (Sádana)

Gummi (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband