Framsækið jafnréttissamfélag.

Ekki held ég að það sé rétt mat hjá Lilju að við viljum óbreytt flokkakerfi. En spurningin gæti frekar verið hvað viljum við. Viljum við kerfi sem hyglar ákveðnum stéttum fram yfir aðrar. Viljum við bankakerfi sem mergsýgur almenning og ríkissjóð. Þurfum við forseta og svona gríðarstórt utanríkisráðuneyti með sendiherra út um allar koppagrundir. Er heilbrigðiskerfið okkar heilbrigt eða skapar það sjúklinga! Og kannski fyrst og fremst, er siðferði okkar Íslendinga örugglega í lagi. Ég tel að nú sé í raun lag til þess að umbylta þjóðfélagi okkar, búa til nýtt framúrstefnulegt jafnréttisþjóðfélag. Við getum það ef við viljum.

mbl.is „Þjóðin vill óbreytt flokkakerfi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála því.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2011 kl. 22:50

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Vinstri stjórnin átti að gera það.

Hún hefur verið við völd í næstum þrjú ár.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.10.2011 kl. 08:32

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Stendur það einhversstaðar í þessum pistli Sleggjan?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.10.2011 kl. 10:17

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

hvað?

Sleggjan og Hvellurinn, 11.10.2011 kl. 11:25

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nú að þetta sé allt vinstristjórninni að kenna?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.10.2011 kl. 12:53

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Pistillinn er um jafnréttissamfélag.

Þessi ríkisstjórn hefur verið að gefa sig út fyrir að vera svokölluð jafnréttisríkisstjórn.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.10.2011 kl. 12:58

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já reyndar hún lofaði líka svo ótal ótal mörgu öðru, skjaldborg til dæmis.  Allt sem hún segist ætla að gera gerir hún ekki, allt sem hún vill ekki gera að eigin sögn gerir hún.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.10.2011 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband