...með blænum
17.1.2011 | 22:42
Hún kemur með blænum, utan af sjónum,
víman, smygluð vara af kaupskipi
martraðarinnar.
Límist við, skríður, sprettir upp
heilanum, hleypir löngununum út,
æsir, tryllir, tekur flugið á lendur
framtíðarinnar, í óútskýranlegum
litaafbrigðum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.