Sólris.... (Prósi)
13.1.2011 | 21:50
Minnist tíma þá allt lék í lyndi,
eindrægni ríkti og fuglar sungu á grein.
Nú greinist allt í aðrar áttir og vart að maður
átti sig á nokkrum hlut sem í hlutarins eðli
er ekki svo óeðlilegt miðað við að allt var
vitlaust greint í upphafi.
Það voru ekki fuglar sem sungu á stakri grein
heldur greinilega tenórar af Guðs náð og friði
sem brýndu raddir sínar við upprisu sólar
í landi drauma minna..........
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.