Færsluflokkur: Bloggar

Girðingar!!

Mætti ekki ætla að gáfulegra væri fyrir Grísk stjórnvöld að nota þessa fjármuni í að rétta hag þeirra verst settu í Grikklandi, landi sem virðist á beinni leið í greiðsluþrot, sem mun þá trúlega leiða yfir landið enn meiri vandræði. Ekki held ég að nokkuð vandamál verði leyst með girðingum, hvorki þarna né annarstaðar.
mbl.is Grikkir girða Tyrki úti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki vilji til friðar......

Það er ekki og hefur trúlegast aldrei verið vilji Netanyahu (Zionisti) og meðreiðarsveina hans að semja frið eða á nokkurn hátt koma til móts við réttmætar kröfur Palestínumanna. Framferði stjórnvalda í Ísrael gagnvart Palestínu er og hefur frá upphafi verið óafsakanlegt. Hins vegar virðist sem yngri kynslóðir Ísraelsbúa séu ekki endilega fylgjandi eins harðri stefnu gagnvart nágrönnum sínum og þær eldri eru. Þar eins og víða er að verða vakning og meiri skilningur á því að við erum jú öll af sama meiði, bræður og systur.
mbl.is Fær ekki frið við báða aðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að eyða fjármunum........

Vissulega má segja að það er alltaf gott að skapa atvinnu, virðisauka í atvinnulífinu. En afraksturinn í þessu tilviki þykir mér ansi þunnur, óþjált nafn og í raun ekki innihaldandi neina merkingu. En eins og sagt er, ætíð er nú gott að halda okkur að verki þó afraksturinn sé ekki alltaf auðsjáanlegur.
mbl.is Nýtt nafn kostar 125 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirbyggjandi aðgerðir.......

Hvernig væri að upplýsa almenning betur um það hvað hægt væri að gera til að koma í veg fyrir tannskemmdir. T.d. að vera með smá varnaðarorð gegn þessari gengdarlausu sykurneyslu okkar í formi sælgætis og gosdrykkja. Reyna t.d. að láta þennan svokallaða nammidag (laugardagar) deyja drottni sínum.
mbl.is Einn veikasti hlekkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritskoðun.................

Er það ekki fasismi að banna tilvitnanir í Hitler, stuðning við Nasistaflokkinn og hvað annað sem hefur og er á einhvern hátt óþægilegt samvisku manna. Fólk ætti ekki að horfa fram hjá þeirri staðreynd að uppgangur Hitlers á sínum tíma var studdur af fjármálaöflum og skoðanabræðrum víðar í Evrópu og Bandaríkjunum. Að Twitter ætli sér að leyfa ritskoðun eftir hentugleikum hinna ýmsu þjóðríkja er mjög slæm þróun en samt lýsandi fyrir sterkasta aflið, græðgi í fjármuni = völd.
mbl.is Getur ritskoðað eftir löndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gras = marijuana.

Mikið geta umfjallanir um vímuefni verið einkennilegar. Marijuana er iðulega kallað gras, þannig að það sem hún hefur verið að reykja hefur greinilega verið eitthvað annað. Áhrif af marijuana eru ekki slík sem þarna er lýst. Þess utan er marijuana ekki meiri eða minni eiturlyf en áfengi.
mbl.is Demi Moore var hætt komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað sem skiptir verulegu máli.

Gaman að sjá á ný frétt um atvinnugrein sem skiptir okkur öll máli. Enn eru einmitt fiskveiðar stór hluti af afkomu okkar og vert að fjalla um það.
mbl.is Stíft róið í brælu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta grín.

Hvernig í ósköpunum má það vera að kjörnir fulltrúar okkar á þingi skuli vera að dunda sér við það að reyna að snúa til baka sínum eigin ákvörðunum og það máli sem þegar er komið til landsdóms. Þetta er svo kjánalegt, hefði líka ekki verið betra að ákæra engan eða alla sem hlut áttu að máli í undanfara hruns. Er þetta í raun boðlegt að eyða tíma í þetta yfirklór. Vissulega má segja að þjóð eigi skilið það mannval sem kýs til setu á Alþingi hverju sinni, en þetta er nú orðið að „farsa“, leikhúsi fáránleikans. Kæru bræður og systur, þjóðkjörnir fulltrúar okkar, takið ykkur taki og reynið að vinna þjóð ykkar gagn.
mbl.is Frávísun felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hljóðnaður er sá söngur...........

Annars mjög merkilegt að fornleifafræðingar sem trúlega hafa verið að grafa og gramsa skuli fyrir slysni finna grafhýsi!
mbl.is 3.000 ára söngkona fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið viðtekna og viðurkennda!

Gæti helst trúað því að svipaða sögu sé að segja hér á Íslandi. Að drekka áfengi er hið viðurkennda norm en að nota ekki áfengi þykir svolítið undarlegt hef ég orðið var við. Held að gott væri að við förum að gera okkur grein fyrir því að áfengi er það vímuefni sem mestum vandræðum og vandamálum veldur. Umgöngumst áfengi af varúð, lífið er líka miklu betra án áfengis.
mbl.is Eldri borgarar oftast á fyllerí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband