Færsluflokkur: Bloggar

Boð og bönn í boði ESB.

Er eitthvað að marka þessi matsfyrirtæki yfirleitt. Rekur minni til þess að þegar við vorum á kafi í „góðærinu“ hafi þessi fyrirtæki metið allt á skínandi veg hér, allt mat í hæstu hæðum. Hverjar voru forsendurnar fyrir matinu, könnuðu þessi fyrirtæki einhverntímann hvað væri í raun í gangi hér og eru þau (matsfyrirtækin) að vinna eitthvað betur matsgerð sína í dag, efast um það. En þó þeim verði bannað að meta ákveðin ríki mun það vart bjarga efnahagskerfi Evrópusambandsins sem er um það bil að rakna upp, þrotið örendið.

Fjármálakerfi vestrænna ríkja þarf greinilega endurkoðunar við, því fyrr sem hafist verður handa við það, því betra.


mbl.is Geti bannað mat á lánshæfi evruríkja í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsendur fyrir að dragi úr verðhækkunum.....

Hvernig má það verða að fari að draga úr verðhækkunum hrávöru, þegar olíuverð er hinn knýjandi þáttur í því og mun að öllum líkindum einungis halda áfram að hækka!
mbl.is Forsendur fyrir gengisstyrkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hráskinnaleikur............

Ekki skrýtið að þessi deila sé komin í hnút, vestuveldin hafa róið að því öllum árum að koma henni í hnút. Enda það sem þau stefna að leynt og ljóst, að fara með ófriði á hendur Íran, virðist sem svo að séu að reyna þanþol Íranskra stjórnvalda, reyna að koma þeim til að greiða fyrsta höggið.
mbl.is Íran hótar tortímingu Ísraels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að næra mýtuna um ógnir hryðjuverkamanna!

Hver er tilgangur þess að aðstoða mann í langan tíma, blekkja hann og þykjast vera að hjálpa honum í einhverri heimskulegri sjálfsmorðsáras, láta hann fara af stað til að fullnusta vilja sinn en handtaka hann þá og þykjast hafa unnið enn einn sigur á hinum alræmdu „Al-Qaeda“ hryðjuverkasamtökum. Hvers tilurð og tilvist er mjög óskýr, margir sem leitt hafa að því líkum að ekki séu þessi samtök annað en tæki vestrænna ríkja til stýra gangi mála á mörgum vígstöðum. Um það fullyrði ég ekkert, en trúi ekki öllu sem sagt er á vettvangi stríðsins gegn hryðjuverkum.
mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stýra smyglinu!

Ýmislegt skrýtið virðist ætíð vera í gangi hvað varðar eftirlit með fíkniefnasmygli hjá opiberum stofnunun BNA. Spurning hver sé tilgangur þess að bandaríska fíkniefnaeftirlitið (DEA) hefur ákveðið að setja á laggirnar skrifstofu í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu, í apríl. Einkennilegt að (DEA) setji upp slíkt eftirlit í evrópsku landi. Ekki hefur nú ástandið lagast mikið í Mexikó þó þar séu ótal stofnanir og ráðgjafar frá BNA til „aðstoðar“ stjórnvöldum þar.
mbl.is Kókaínsmygl færist til Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bænamál.

Minnist þess er var í barnaskóla (10-12 ára) að hver dagur byrjaði með því að farið var með „Faðirvorið“ áður en sest var niður til náms. Miðað við hvernig opinber stefna Reykjavíkurborgar er í þessum málum í dag mun þessi bænastund ekki vera leyfileg í dag. Og er því reyndar sammála, í dag búum við ekki lengur í jafn einsleitu samfélagi og er ég var í barnaskóla, þó kristni (Evagelíska Lúterska) sé enn okkar ríkistrú er ekki lengur ásættanlegt að boða hana innan skólakerfisins eins og gert var áður. Fólk velur í dag hvar það stendur í trúmálum og er og á að vera frjálst í því vali. Og tímabært er í ljósi breyttra aðstæðna að aðskilja ríki og kirkju.
mbl.is Bannað að biðja á bæjarráðsfundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta trúverðugt..

Samkvæmt staðhæfingum bandarískra embættismanna!!

Verður svo ekki hægt að réttlæta innrás BNA með fulltingi Nató á Sýrland með vísun í hernaðinn gegn hryðjuverkum. Að ógleymdum rökunum um frelsun fólks frá harðstjórum og færa „lýðræðið“ til hina kúguðu með því að sprengja innviði viðkomandi landa til grunna s.b. Lybíu og Írak.

Skoðum allar fréttir gaumgæfilega, kannski er þetta rétt sem fram kemur í fréttinni, en reynum að afla okkur nánari upplýsinga ef hægt er, því það er því miður of lítið af því að fréttamenn geri það.


mbl.is Segja al-Qaeda bera ábyrgð í Sýrlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spéhræðsla.

Það er sorglegt hversu mikil áhrif útlitsdýrkunin er farin að hafa á almenning, unglinga í þessu tilviki. Eins og mætur maður sagði; „lífstíll hinna frægu og ríku eru hin nýju trúarbrögð“. Þar á hann við kvikmynda og poppstjörnur og hinna ofurríku. Þetta fólk sem er orðið fyrirmyndir hins sauðsvarta almúga sem ekki hefur tækifæri né fjárráð til að eyða bróðurparti lífs síns í sjálfsdekur og fínerí eins og áðurnefnt frægðarfólk. En gott væri nú að við gætum verið í sátt við sjálf okkur, sál og líkama, eflaust eiga hinir frægu og ríku við sínar búksorgir að stríða rétt eins og við hin.
mbl.is Dönsk ungmenni vilja ekki í sturtu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki meira af slíku.

Höfum við ekki komist að því nú þegar að kjarnorkan er ekki ráðlegur kostur. Vissulega er hún ódýr í fjármunum talið, en skelfilega dýr að öllu leiti hvað varðar umhverfið og það til mjög langs tíma ef eitthvað fer úrskeiðis í kjarnorkuverinu. Og þó að ekkert fari á rangan veg í í almennum rekstri versins þá er alltaf geislavirkur úrgangur sem fellur til og verður að geyma einhversstaðar. Og það er ekki einfalt mál að koma kjarnaúrgangi fyrir. Það eru til ótal aðferðir til að framleiða rafmagn sem ekki fylgir slík áhætta, kannski ekki eins ódýr en öruggari.

Þess utan er einkennilegt að fara í smíði nýrra kjarnorkuvera í BNA en koma í veg fyrir að aðrar þjóðir framleiði rafmagn á sama hátt og jafnvel bæði beita viðskiptaþvingunum og hóta árásum á viðkomandi lönd fyrir nákvæmlega það sama.

Lærdómurinn sem líka má draga af því hvernig fór með kjarnorkuverið í Japan (Fukushima) ætti að kenna okkur að finna nýjar lausnir í orkumálum. Geislamengunin frá Fukushimaverinu hefur verið geysilega mikil og hún verður til staðar um langa tíð.


mbl.is Leyfa fyrsta kjarnorkuverið frá 1978
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skiptir það máli......

Hefur þetta skip á nokkurn hátt gagnast hér síðan það kom heim frá Chile? Og maður spyr sig, mun Landhelgisgæslan hvort eð er nokkuð hafa efni á því að halda því úti. Öll starfsemi Landhelgisgæslunnar virðist orðin í skötulíki vegna fjárskorts, því spyr ég, breytir það nokkru hvort skipið er bundið við bryggju hér eða þar.
mbl.is Þór frá í fjórar vikur hið minnsta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband