Tíminn líður hjá...
2.12.2010 | 22:33
Stundaglas tímans framundan.
Situr við gluggann og skynjar tímann
er hann líður hjá ósnertur.
Horfir á sjónvarp, ferð á kvikmyndahús,
horfir á tilbúið líf.
Já, horfir og lest um lífið.
Lætur þér nægja að frétta af gangi mála.
Situr hjá og hugleiðir.
Ekkert bærist í
návist þinni!
Ljóð | Breytt 16.2.2011 kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórnlagaþing.
30.11.2010 | 22:12
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í forsögulegum draumi.
26.11.2010 | 21:12
Ljóð | Breytt 16.2.2011 kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kaffistofuspáin.
17.11.2010 | 22:48
Ljóð | Breytt 16.2.2011 kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kúreki á ferð um .........................
15.11.2010 | 22:44
Ljóð | Breytt 16.2.2011 kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
.........hugauðgi
11.11.2010 | 22:42
Ljóð | Breytt 16.2.2011 kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hressó!
10.11.2010 | 23:29
Sú var tíð hér í Reykjavík að ekki var eins gott aðgengi að vínveitingahúsum og er í dag. Man eftir því er við vinirnir reyndum eitt árið allar þær leiðir löglegar sem okkur datt í hug til að geta skemmt okkur í Rvík um páska. Vorum viðloðandi landsbyggðina á þessum árum og þar var ekki þetta vandamál til staðar, yfirleitt í það minnsta eitt eða tvö böll um páskahelgina. En nú vorum við staddir í Rvík, trúlegast flestir í einhverskonar námi. Og páskar og hreinlega allt meira og minna lokað, samt var nú aðeins farið að vera um það að veitingamenn væru að teygja sig eins langt og þeir komust upp með, t.d. um þessa páska var opið á "Hard Rock" í Kringlunni og við þangað. Pöntuðum okkur að borða og að sjálfsögðu viðeigandi vínveitingar, þóttumst nú aldeilis vera búnir að bjarga í það minnsta þessum degi. En viti menn, í hálfnaðri máltíð mæta laganna verðir og loka búllunni, minnir þó að fengjum að ljúka því sem þó vorum byrjaðir á. Á þessum misserum voru veitingamenn að reyna allt hvað þeir gátu til að mæta betur auknum kröfum almennings og ferðamanna um aukna þjónustu. Eitt var það t.d. þegar verið var að reyna að fá leyfi til að afgreiða áfengi út eins og tíðkaðist erlendis og við þekkjum vel og njótum í dag, þá voru veitingamennirnir á "Hressó" fyrstir til, enda bjuggu þeir að þessum fína innilukta garði. En þeir þjófstörtuðu, ekki fengust leyfi fyrr en eftir töluvert stímabrak í ráðuneytunum. Við vinirnir vorum líka stoppaðir af í skemmtuninni þar af laganna vörðum. Og í tilefni af þessu öllu varð til þetta "ljóð" Hressó! Til gamans má geta að ári seinna var einmitt efnt til ljóðasamkeppni á vegum veitingahússins, og átti einmitt að fjalla um það á einn eða annan hátt. Þessi ljóðasmíð rataði þó aldrei þangað.
Hressó!
Í garðinum, umluktum húsum.
Síðsumarsól, kaffi, te, eða var það öl.
Tilfinning fyrir nýrri andakt í gömlu veitingahúsi.
Flækjur lagabálkanna, má eða má ekki,
drekka öl undir berum himni?
Sitja við gluggann með ljúfan kaffi,
horfa á mannlíf Austurstrætis.
Höfuð kýld niður í bringu,
veðurhamur vetrarins, eykur hraðann.
Fólk á hlaupum, komast í skjól, á Hressó um jól.
Helgi, tættir tónar sleppa út, en ekki fleiri inn,
biðröð í rigningunni.
Hið dagfarsprúða kaffihús skiptir um klæði.
Hart rokk tekur völdin, víman vex.
Páskar, nýir tímar, kaffi og kökur alla helgina.
Liðast lífið á snigilhraða trúarinnar.
Já, liðnir ljúfir tímar
á kaffihúsi í Reykjavík.
Ljóð | Breytt 16.2.2011 kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er satt...........
9.11.2010 | 23:34
Skrýtin umræða í gangi í netheimum, þá helst í þeim geira sem fjallar um jaðarmálefni ýmiskonar. T.d. allskyns hugmyndir um ákveðna hópa áhrifamanna sem leynt og ljóst seilast eftir því að stjórna okkur almúganum á allra handa vegu. Þessir hópar og eða samtök eru skipuð fjármálamönnum ýmsum og fulltrúum gamalla ættarvelda.
Nú um stundir er verið að velta fyrir sér að nú innan ekki langs tíma verði sviðsett innrás úr geimnum, að hin mikla aukning umfjöllunar um ferðir ýmissa ókennilegra loftfara víða um heiminn, sé jafnvel aðeins enn einn blekkingarvefurinn. Blekking sem sjórnvöld helstu vestrænna hernaðarvelda og áður nefndir hópar skipuleggja. Hver tilgangurinn er; trúlegast að ná fram enn harðari lögum og reglugerðum til að hefta frelsi almúgans og eiga auðveldara með að stjórna honum. Almenningur mun kalla eftir frekari vernd gegn utanaðkomandi ógn og sjálviljugur afsala sér frelsi sínu. Sama og hefur verið að gerast eftir að hryðjuverkaógnin var tekin til handargagns og blásin út með allskyns blekkingum spunameistara ofangreindra hópa áhrifamanna.
Og nú er Barak Obama og hirð hans farin til Asíu með tugi herskipa, eins hafa margar lúxussnekkjur auðkýfinga látið úr höfn síðustu daga, um borð öll fjölskyldan og einhverjir vinir með. Verið er að leiða að því líkum að ákveðnir útvaldir séu að koma sér og sínum í skjól áður en einhver "atburður" á sér stað í Bandaríkjunum.
En hvað veit maður, það er svo margt sem skrifað stendur hér, þar og víðar.
Hverju skal trúa!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skilningur...
6.11.2010 | 17:55
Ljóð | Breytt 16.2.2011 kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hverfa burt..........
6.11.2010 | 17:41
Hverfa burt úr fjöldanum, hverfa í fámennið.
Spila ný lög á munnhörpu langanna minna.
Sitja úti fyrir "kastala" mínum, horfa á fjöllin, sjóinn.
Sjá þegar bátar koma úr róðri, drekka kaffi úr fanti,
punkta á blað hugsanir mínar er þær flögra hjá.
Slíta úr mér einmannakenndina.
Ljóð | Breytt 16.2.2011 kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)