Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2015
í upphafi........
25.4.2015 | 18:27
Það má taka á flug með tónlistinni, óheftu flæði hugmynda, já þessara skynhrifa sem liðast um í andrúmi voru.
Myndir sem kvikna í hugskotum okkar þar sem við ferðumst í guðdómlegri sælu tónsins.
Í upphafi var hinn sanni tónn og sálir okkar urðu til í hinni fyrstu hugsun og okkur var allt kleift.
Í óratíma nærðumst við á hinum guðdómlega tóni og eigin hugsun en brátt vildum við skapa og sköpunin var á okkar valdi, óheft.
En fram leið tíminn og tónninn varð litríkari, þykkari í blæbrigðum sínum og symfónía margbreytileikans tók að hljóma undurfagurt.
Og sálirnar ákváðu að líkamnast.
©Steinart
Bloggar | Breytt 3.5.2015 kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
árstíð....
25.4.2015 | 18:12
Krafla í heilabörkin, reyni að vekja upp einhverja ferska hugsun. Lífleysi vetrarins hvílir þungt yfir huganum eins og þykk værðarvoð ofin úr andvana fæddum hugmyndum. Sumarið reynir að brjótast undan kaldri krumlu vetrarins, vetur konungur gefur ekki svo glatt eftir sín yfirráð. Í fjörbrotum nýrrar árstíðar glittir í örsmáa heita von.
©Steinart 25. apríl 2015
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)