Bloggfærslur mánaðarins, október 2014
Einkennilegt er allt það ráðslag.............
23.10.2014 | 23:18
Fremsta skylda stjórnvalda hlýtur að vera að gera öllum þegnum landsins kleift að lifa mannsæmandi lífi.
Vel má vera að nauðsynlegt að endurnýja ýmsan búnað sem ríkisstofnanir nota, sýnist þó margt gæti komið á undan endunýjunar vopnasafnsins. Sem betur fer eigum við íslendingar því láni að fagna að hér er ekki oft þörf fyrir því að beita skotvopnum, því varla mikil þörf á að endurnýja það sem vart hefur verið notað, nema kannski að svo mikil framför hafi orðið í hönnun hríðskotariffla, og þeir því afkastameiri fyrir vikið, við viljum jú alltaf gera vel og mikið það sem við gerum.
Og tel nú hættuna af þessum "nýju" hryðjuverkasamtökum ekki vera á þeim skala að um sé að ræða heimsógn. Hvað þá að kalla framferði eins manns sem byrjar að skjóta á fólk í Ottawa í Kanada hryðjuverkaárás, Kanadísk stjórnvöld virðast þó ætla að nýta tækifærið til að herða aðeins á ýmsum reglum þ.e.a.s. aðeins að þrengja að frelsi þegnanna með því fororði að sjálfsögðu að verið sé að auka öryggi þeirra. Höfum heyrt þetta áður og fundið fyrir því.
Getum ekki stungið höfðinu í sandinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég spyr............og velti vöngum...
20.10.2014 | 21:43
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)