Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013
vindur fram, hreyfir..........
15.4.2013 | 00:03
Sit við og bíð þess að andrúm mitt hreyfist, ferskur vindsveipur hleypi fjöri í hugsanir mínar og athafnir. Að þú birtist mér í huganum og opnir fyrir hina sönnu lind sköpunarinnar. Þú mín fagra músa, strjúkir huluna frá augum mínum og hleypir hinni tæru sýn almættisins inn í vitund mína. Og orðin safnist í net mitt sem strengt hef í nærumhverfi mitt, geri þá að aflanum og beri fram á hvítum fleti vitundar okkar.
©Steinart
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sem í Edensranni.............
13.4.2013 | 15:14
Gæti verið að hugmynd mín að þessari örsögn, "örmynd" hafi komið til eftir að sjá kvikmyndina "Melancholia" eftir Lars Von Trier, mjög góð mynd. Hún fjallar einmitt um ókunna plánetu sem stefnir á jörðina. En eins og margir vita er oft verið að tala um plánetuna X, eða Niburu sem muni koma mjög nálægt jörðu, fara þvert í gegnum sporbaug jarðar, jafnvel tvisvar?
Veit ekkert um sannleiksgildi þessa, en það sem á að verða, verður.
--------------------------------
Okt. 2012
sem í Edensranni............
Í gönguferð
um velli græna
blíður andvari
sól í heiði
ljúfur kliður árinnar
sem rennur sinn veg
fuglar byggja framtíð
ungum sínum tilvonandi
dýr merkurinnar spök
sem í Edensranni
ný jörð, nýr sáttmáli
á himnafestingunni
nýr fylgihnöttur
Nibira hin dularfulla
hvaðan kemur nýi
sannleikur........
©Steinart
Veit ekkert um sannleiksgildi þessa, en það sem á að verða, verður.
--------------------------------
Okt. 2012
sem í Edensranni............
Í gönguferð
um velli græna
blíður andvari
sól í heiði
ljúfur kliður árinnar
sem rennur sinn veg
fuglar byggja framtíð
ungum sínum tilvonandi
dýr merkurinnar spök
sem í Edensranni
ný jörð, nýr sáttmáli
á himnafestingunni
nýr fylgihnöttur
Nibira hin dularfulla
hvaðan kemur nýi
sannleikur........
©Steinart
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)