Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013
Austfirsk þoka.........
8.2.2013 | 22:35
Hughrif, löngunin sem var, hvarf í óminnið, þung voru sporin sem stígin voru eitt af öðru, mjakast upp í ljósið, þrep fyrir þrep, myrkrið sem verið hafði allumlykjandi leystist í sundur eins og þokuslæðingur í austfirskum firði í dagrenningu og útsýnið út fjörðinn gaf tilefni til að lofa hið almáttka afl sköpunarinnar, sólin sendi sitt lífgefandi skin, vermdi hjarta mitt og vakti gleði mína á ný og víst er að hin sanna tilvera er af ástinni umvafin eilíflega................
©Steinart
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svört bifreið......
3.2.2013 | 21:41
Svört bifreið
rýfur skynjun
á villigötum,
vegvísarnir
sveigja af leið,
upplýsingaskiltið
dofnar í ljósaskiptunum.
Vegurinn á ákvörðunarstað,
vafasamur aflagður þjóðvegur
liðinnar velmegunnar.
Í skuggunum leynast
óvæntir atburðir.
©Steinart
Ljóð | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sól og máni....silfurþráður....
3.2.2013 | 21:37
Sólin, máninn og stjörnur
festingarinnar heilla mig
óendanlega.
Í ríki himnanna
breiði út sæng mína.
Tengdur silfurþræðinum
ferðast hvert ég vil.
Í svefninum silkimjúka
spinn ævintýravef.
©Steinart
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)